Uppkaup neta í Þingvallavatni möguleiki Svavar Hávarðsson skrifar 28. apríl 2014 07:00 Þingvallaurriðinn er tekinn að braggast eftir að hafa verið í útrýmingarhættu í langan tíma. Fréttablaðið/Vilhelm Þjóðgarðsvörður telur að stíga þurfi frekari skref til verndar urriðanum í Þingvallavatni, reynist upplýsingar um stórfellt urriðadráp á stöng og í net á rökum reistar. Formaður Veiðifélags Þingvallavatns telur netaveiði ekki áhyggjuefni enda séu netabændur fyrst og síðast að eltast við bleikju. Enn eitt vorið hafa risið heitar umræður um veiðimenningu við Þingvallavatn, sérstaklega á samfélagsmiðlum, eftir fréttir og myndbirtingar af dauðum stórurriða með þeim orðum að „bátsfylli“ af urriða hafi fengist í einni veiðiferð á Þingvallavatni fyrir nokkrum dögum. Þingvallanefnd samþykkti tillögu þjóðgarðsvarðar um breyttar veiðireglur í Þingvallavatni innan þjóðgarðsins 6. mars. Veiðitíminn hófst 20. apríl en til 31. maí er einungis leyft að veiða með flugu og öllum urriða skal sleppt á þessu tímabili í landi þjóðgarðsins.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að tillagan hafi verið lögð fram til að bæta veiðimenningu við Þingvallavatn og styrkja urriðastofninn. Þegar eru 15 veiðiverðir að störfum við vatnið, auk þess sem Þingvallanefnd mun verja allt að einni milljón króna til veiðivörslu, en Ólafur taldi sérstaka ástæðu til að grafast fyrir um hvort nýsettar reglur hafi verið brotnar í því tilviki sem fyrr er nefnt. Spurður sérstaklega um netaveiði á urriða segist Ólafur Örn hafa heyrt sögur af urriðaveiði í net og að sumar þeirra valdi áhyggjum. „Ég geri hins vegar mikinn greinarmun á því hvernig menn standa að slíkri veiði. Það eru bændur við vatnið sem hafa stundað mjög hóflegar veiðar. En ef sögur eiga sér stoð í raunveruleikanum þá er allt annað uppi á teningnum,“ segir Ólafur og telur að hlusta megi á það sjónarmið að kaupa upp silungsnetin í vatninu af bændum, ef um er að ræða stórfellda veiði á stofni sem verið er að reyna að vernda með reglum um að veiða og sleppa fiski. Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði
Þjóðgarðsvörður telur að stíga þurfi frekari skref til verndar urriðanum í Þingvallavatni, reynist upplýsingar um stórfellt urriðadráp á stöng og í net á rökum reistar. Formaður Veiðifélags Þingvallavatns telur netaveiði ekki áhyggjuefni enda séu netabændur fyrst og síðast að eltast við bleikju. Enn eitt vorið hafa risið heitar umræður um veiðimenningu við Þingvallavatn, sérstaklega á samfélagsmiðlum, eftir fréttir og myndbirtingar af dauðum stórurriða með þeim orðum að „bátsfylli“ af urriða hafi fengist í einni veiðiferð á Þingvallavatni fyrir nokkrum dögum. Þingvallanefnd samþykkti tillögu þjóðgarðsvarðar um breyttar veiðireglur í Þingvallavatni innan þjóðgarðsins 6. mars. Veiðitíminn hófst 20. apríl en til 31. maí er einungis leyft að veiða með flugu og öllum urriða skal sleppt á þessu tímabili í landi þjóðgarðsins.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að tillagan hafi verið lögð fram til að bæta veiðimenningu við Þingvallavatn og styrkja urriðastofninn. Þegar eru 15 veiðiverðir að störfum við vatnið, auk þess sem Þingvallanefnd mun verja allt að einni milljón króna til veiðivörslu, en Ólafur taldi sérstaka ástæðu til að grafast fyrir um hvort nýsettar reglur hafi verið brotnar í því tilviki sem fyrr er nefnt. Spurður sérstaklega um netaveiði á urriða segist Ólafur Örn hafa heyrt sögur af urriðaveiði í net og að sumar þeirra valdi áhyggjum. „Ég geri hins vegar mikinn greinarmun á því hvernig menn standa að slíkri veiði. Það eru bændur við vatnið sem hafa stundað mjög hóflegar veiðar. En ef sögur eiga sér stoð í raunveruleikanum þá er allt annað uppi á teningnum,“ segir Ólafur og telur að hlusta megi á það sjónarmið að kaupa upp silungsnetin í vatninu af bændum, ef um er að ræða stórfellda veiði á stofni sem verið er að reyna að vernda með reglum um að veiða og sleppa fiski.
Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði