Valin ein undursamlegasta bók vorsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2014 11:00 Steinunn er á stöðugum þeytingi milli staða að lesa upp úr bókum sínum enda hefur hún hlotið þau ummæli í Frankfurter Allgemeine Zeitung "að hægt væri að hlusta á hana endalaust“. Mynd/Þorsteinn Hauksson „Ég var alveg ofandottin yfir þessu eins og þeir segja á Akureyri. Það eru tíu bækur tilnefndar, ekki bara skáldsögur heldur allar bækur og að vera veidd svona úr öllum bunkanum, það er rosalegt.“ Þetta segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur um tilnefninguna sem sagan hennar Jójó var að fá til bókmenntaverðlauna í Þýskalandi. * Preis Haus der Kulturen der Welt heita verðlaunin og hafa þá sérstöðu að ganga bæði til höfundar og þýðanda. Hver þau hlýtur verður tilkynnt í júní. Jójó er nýkomin út á þýsku í þýðingu Colettu Bürling og hefur verið valin ein af tíu bestu bókum vorsins hjá Hamburger Abendblatt með þeim ummælum að Jójó væri „kannski undursamlegasta bók vorsins í Þýskalandi“. Steinunn er stödd í Köln þegar hún svarar símanum, nýkomin úr útvarpsviðtali og í þann veginn að hefja upplestur í Literaturhaus á alþjóðadegi bókarinnar sem er aðallega afmælisdagur Halldórs Laxness í hennar huga. Hún segir fólk þyrpast á upplestra í Þýskalandi. „Ég leyfi mér að fullyrða að þessi upplestrarhefð sé hvergi eins sterk í Evrópu og hér,“ segir hún og bætir við að yfirleitt þurfi fólk að borga sig inn. Jójó gerist í Berlín og Steinunn hefur meðal annars lesið upp úr bókinni í Kreuzberg-hverfi sem er aðalsögusviðið. Hún las líka upp í norrænu sendiráðunum við góðar undirtektir nýlega en Jójó er einmitt bók aprílmánaðar hjá þeim. Sjálf kveðst Steinunn komin í þá hæpnu aðstöðu að lesa yfir þýðingar á bókunum sínum á fimm tungumálum. „Ég hummaði lengi fram af mér að koma nálægt þýðingunum en svo vildu þýðendurnir og útgefendurnir að ég gerði það og þá bara sinni ég því. Þó ég hafi kannski ekki þá djúpu bókmenntalegu þekkingu sem ég ætti að hafa sem yfirlesari þá sit ég uppi með það að ég skrifaði bækurnar. Að því leyti sem ég skil tungumálin get ég fundið ef það vantar tiltekinn hljóm og er fljót að sjá ef um einhvern lítilsháttar misskilning er að ræða.“ Spurningu um hvort hún sé ánægð með þýðinguna á þýsku svarar hún með fjórum jáum. „Það er náttúrulega útilokað að bókin hefði verið tilnefnd til þessara verðlauna hefði þýðingin ekki verið fín. Þetta er sjöunda skáldsagan mín sem Coletta Bürling þýðir og tilnefningin er mikil viðurkenning fyrir verk hennar. Það er auðvitað mikið búið að strita.“ Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
„Ég var alveg ofandottin yfir þessu eins og þeir segja á Akureyri. Það eru tíu bækur tilnefndar, ekki bara skáldsögur heldur allar bækur og að vera veidd svona úr öllum bunkanum, það er rosalegt.“ Þetta segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur um tilnefninguna sem sagan hennar Jójó var að fá til bókmenntaverðlauna í Þýskalandi. * Preis Haus der Kulturen der Welt heita verðlaunin og hafa þá sérstöðu að ganga bæði til höfundar og þýðanda. Hver þau hlýtur verður tilkynnt í júní. Jójó er nýkomin út á þýsku í þýðingu Colettu Bürling og hefur verið valin ein af tíu bestu bókum vorsins hjá Hamburger Abendblatt með þeim ummælum að Jójó væri „kannski undursamlegasta bók vorsins í Þýskalandi“. Steinunn er stödd í Köln þegar hún svarar símanum, nýkomin úr útvarpsviðtali og í þann veginn að hefja upplestur í Literaturhaus á alþjóðadegi bókarinnar sem er aðallega afmælisdagur Halldórs Laxness í hennar huga. Hún segir fólk þyrpast á upplestra í Þýskalandi. „Ég leyfi mér að fullyrða að þessi upplestrarhefð sé hvergi eins sterk í Evrópu og hér,“ segir hún og bætir við að yfirleitt þurfi fólk að borga sig inn. Jójó gerist í Berlín og Steinunn hefur meðal annars lesið upp úr bókinni í Kreuzberg-hverfi sem er aðalsögusviðið. Hún las líka upp í norrænu sendiráðunum við góðar undirtektir nýlega en Jójó er einmitt bók aprílmánaðar hjá þeim. Sjálf kveðst Steinunn komin í þá hæpnu aðstöðu að lesa yfir þýðingar á bókunum sínum á fimm tungumálum. „Ég hummaði lengi fram af mér að koma nálægt þýðingunum en svo vildu þýðendurnir og útgefendurnir að ég gerði það og þá bara sinni ég því. Þó ég hafi kannski ekki þá djúpu bókmenntalegu þekkingu sem ég ætti að hafa sem yfirlesari þá sit ég uppi með það að ég skrifaði bækurnar. Að því leyti sem ég skil tungumálin get ég fundið ef það vantar tiltekinn hljóm og er fljót að sjá ef um einhvern lítilsháttar misskilning er að ræða.“ Spurningu um hvort hún sé ánægð með þýðinguna á þýsku svarar hún með fjórum jáum. „Það er náttúrulega útilokað að bókin hefði verið tilnefnd til þessara verðlauna hefði þýðingin ekki verið fín. Þetta er sjöunda skáldsagan mín sem Coletta Bürling þýðir og tilnefningin er mikil viðurkenning fyrir verk hennar. Það er auðvitað mikið búið að strita.“
Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira