Lífsganga að vissu leyti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. apríl 2014 13:00 "Fólk þarf að hlusta á hjartað,“ segir Ragnheiður. Vísir/Valli „Ég er að lýsa því hvernig er að takast á við erfiða líðan, ganga í gegnum eitthvað, skoða það og endurfæðast í gegnum reynsluna. Þetta er svona lífsganga eða þroskasaga að vissu leyti,“ segir Ragnheiður Guðmundsdóttir myndlistarmaður um sýninguna Endurfæðing hjartans sem hún opnar í Grafíksalnum í Tryggvagötu 17 á laugardaginn. Myndirnar hennar eru unnar með blandaðri tækni, á mörkum textíls og málverks, og í þeim birtast vangaveltur Ragnheiðar um hvort vitundin búi í hjartanu eða heilanum. „Fólk þarf að hlusta á hjartað,“ segir hún og meinar það. Ragnheiður útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2000 og hefur tekið þátt í nokkrum sýningum. Þetta er þriðja einkasýningin. Hún er búin að koma sér upp vinnustofu á Kársnesinu í Kópavogi og er ein þeirra sem reka Anarkíu listasal, þar sem hún hefur bæði verið með einkasýningu og tekið þátt í samsýningu með öðrum. Ragnheiður er andleg í túlkunum sínum á eigin verkum. „Þegar ég fór að vinna að sýningunni fann ég að hún tengist svolítið páskunum. Þar er svo mikið af táknum.“ Eftir opnun verður sýningin Endurfæðing hjartans í sal Íslenskrar grafíkur opin fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18. Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég er að lýsa því hvernig er að takast á við erfiða líðan, ganga í gegnum eitthvað, skoða það og endurfæðast í gegnum reynsluna. Þetta er svona lífsganga eða þroskasaga að vissu leyti,“ segir Ragnheiður Guðmundsdóttir myndlistarmaður um sýninguna Endurfæðing hjartans sem hún opnar í Grafíksalnum í Tryggvagötu 17 á laugardaginn. Myndirnar hennar eru unnar með blandaðri tækni, á mörkum textíls og málverks, og í þeim birtast vangaveltur Ragnheiðar um hvort vitundin búi í hjartanu eða heilanum. „Fólk þarf að hlusta á hjartað,“ segir hún og meinar það. Ragnheiður útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2000 og hefur tekið þátt í nokkrum sýningum. Þetta er þriðja einkasýningin. Hún er búin að koma sér upp vinnustofu á Kársnesinu í Kópavogi og er ein þeirra sem reka Anarkíu listasal, þar sem hún hefur bæði verið með einkasýningu og tekið þátt í samsýningu með öðrum. Ragnheiður er andleg í túlkunum sínum á eigin verkum. „Þegar ég fór að vinna að sýningunni fann ég að hún tengist svolítið páskunum. Þar er svo mikið af táknum.“ Eftir opnun verður sýningin Endurfæðing hjartans í sal Íslenskrar grafíkur opin fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18.
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira