Hallgrímur hafði traust á kvenþjóðinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2014 11:00 Arna Kristín Einarsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Helga E. Jónsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir. Mynd/úr einkasafni „Mér hefur alltaf þótt eftirtektarvert að fjórar konur skyldu vera með þeim fyrstu sem Hallgrímur trúði fyrir sálmunum sínum,“ segir Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur. Hún segir lengi hafa blundað í sér að kynna sér sögu þeirra kvenna betur og láta jafnmargar konur flytja Passíusálmana í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Nú er komið að því. Það eru leikkonurnar Helga E. Jónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Ragnheiður K. Steindórsdóttir ásamt Steinunni sjálfri sem lesa og Arna Kristín Einarsdóttir flautuleikari velur og flytur tónlist milli þátta. Dagskráin hefst klukkan 13.30 og stendur til 18.45. Þeir sem mæta í Saurbæ fá afhentan bækling sem Steinunn hefur ritað og nefnist Svoddan ljós mætti fleirum lýsa. Þar rekur hún sögu þeirra fjögurra kvenna sem Hallgrímur valdi sem umboðsmenn sína og rýnir í ástæður hans fyrir því. Konurnar voru Ragnhildur Árnadóttir í Kaldaðarnesi, Helga Árnadóttir í Hítardal, Kristín Jónsdóttir í Einarsnesi og Ragnheiður Brynjólfsdóttir í Skálholti. „Allt voru þetta merkiskonur og vel í sveit settar,“ segir Steinunn og kveðst í þessum nýjustu pælingum vera að kynnast markaðsmanninum Hallgrími. „Hallgrímur hafði traust á kvenþjóðinni. Hann biður því þessar fjórar konur að taka sálmana til forsvars og sjá til þess að þeim verði ekki varpað undir bekk. Þær eru ekki bara læsar, hann telur þær dómbærar og þar fyrir utan í þeirri stöðu að geta hugsanlega haft áhrif á að sálmarnir verði afritaðir og að þeir komist í umtal og umferð,“ segir hún. Steinunn telur ljóst að skáldið hafi haft smekk fyrir sterkum konum. „Þeirri fyrstu kynnist hann í barnæsku, Halldóru Guðbrandsdóttur á Hólum, sem þá var mesta valdakona landsins og síðan velur hann sér fyrir eiginkonu Guðríði Símonardóttur, mikinn skörung. Þegar hann þarf að koma stórvirkinu sínu á framfæri þá velur hann til þess fjórar flottar konur. Þær risu undir þessu trúnaðarhlutverki því þótt handrit Ragnheiðar Brynjólfsdóttur sé það eina sem varðveist hefur til okkar daga lágu handrit hinna til grundvallar nokkrum útgáfum Passíusálmanna.“ Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
„Mér hefur alltaf þótt eftirtektarvert að fjórar konur skyldu vera með þeim fyrstu sem Hallgrímur trúði fyrir sálmunum sínum,“ segir Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur. Hún segir lengi hafa blundað í sér að kynna sér sögu þeirra kvenna betur og láta jafnmargar konur flytja Passíusálmana í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Nú er komið að því. Það eru leikkonurnar Helga E. Jónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Ragnheiður K. Steindórsdóttir ásamt Steinunni sjálfri sem lesa og Arna Kristín Einarsdóttir flautuleikari velur og flytur tónlist milli þátta. Dagskráin hefst klukkan 13.30 og stendur til 18.45. Þeir sem mæta í Saurbæ fá afhentan bækling sem Steinunn hefur ritað og nefnist Svoddan ljós mætti fleirum lýsa. Þar rekur hún sögu þeirra fjögurra kvenna sem Hallgrímur valdi sem umboðsmenn sína og rýnir í ástæður hans fyrir því. Konurnar voru Ragnhildur Árnadóttir í Kaldaðarnesi, Helga Árnadóttir í Hítardal, Kristín Jónsdóttir í Einarsnesi og Ragnheiður Brynjólfsdóttir í Skálholti. „Allt voru þetta merkiskonur og vel í sveit settar,“ segir Steinunn og kveðst í þessum nýjustu pælingum vera að kynnast markaðsmanninum Hallgrími. „Hallgrímur hafði traust á kvenþjóðinni. Hann biður því þessar fjórar konur að taka sálmana til forsvars og sjá til þess að þeim verði ekki varpað undir bekk. Þær eru ekki bara læsar, hann telur þær dómbærar og þar fyrir utan í þeirri stöðu að geta hugsanlega haft áhrif á að sálmarnir verði afritaðir og að þeir komist í umtal og umferð,“ segir hún. Steinunn telur ljóst að skáldið hafi haft smekk fyrir sterkum konum. „Þeirri fyrstu kynnist hann í barnæsku, Halldóru Guðbrandsdóttur á Hólum, sem þá var mesta valdakona landsins og síðan velur hann sér fyrir eiginkonu Guðríði Símonardóttur, mikinn skörung. Þegar hann þarf að koma stórvirkinu sínu á framfæri þá velur hann til þess fjórar flottar konur. Þær risu undir þessu trúnaðarhlutverki því þótt handrit Ragnheiðar Brynjólfsdóttur sé það eina sem varðveist hefur til okkar daga lágu handrit hinna til grundvallar nokkrum útgáfum Passíusálmanna.“
Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira