Listi yfir Íslendinga í skattaskjóli afhentur Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 14. apríl 2014 09:12 Fjöldi skattaskjólsmála hefur tengst Lúxemborg. NORDICPHOTOS/AFP Skattrannsóknarstjóri hefur fengið lista frá breskum yfirvöldum með nöfnum 10 Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Nöfn Íslendinganna voru í leyniskjölum ICIJ, alþjóðlegs samstarfsvettvangs rannsóknarblaðamanna. ICIJ birti í fyrra niðurstöður viðamesta rannsóknarverkefnis síns sem er um skattaskjól en verkefnið er byggt á um 2,5 milljónum leyniskjala. „Yfirvöld í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu fengu aðgang að gögnunum og hafa verið að vinna úr þeim. Síðan hafa þau verið að senda upplýsingarnar áfram til annarra landa. Við erum að bíða eftir frekari gögnum sem Bretar hafa undir höndum um þessa tilteknu aðila sem eru á listanum sem okkur var sendur. Það fer svo eftir því hvað kemur út úr þeim hvernig okkar rannsókn verður háttað,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.bryndís KristjánsdóttirHún getur þess jafnframt að embættinu hafi nokkrum sinnum verið boðið að kaupa ýmis gögn frá útlöndum en því hafi verið hafnað. „Þetta hafa verið bæði stór og smá gögn. Í einu tilfellinu var nefndur listi með nöfnum hundraða Íslendinga. Það er alveg klárt að það yrði fengur að fá slík gögn en það er spurning hvað má telja eðlilegt að ganga langt til að afla þeirra. En af þessu sýnist mér að draga megi þá ályktun að til séu ýmis gögn úti um allan heim.“ Að sögn Bryndísar er yfirleitt ekki vitað hverjir það eru sem bjóða gögnin til sölu. „Þeir leggja mikið upp úr nafnleynd. Sú leið hefur aldrei verið farin hjá okkur að kaupa slík gögn og það hefur einnig verið stefnan annars staðar á Norðurlöndum. Ýmis önnur lönd hafa hins vegar keypt slík gögn, til dæmis Þýskaland.“ Spurð um uppsett verð segir Bryndís að samræðurnar við seljendur hafi aldrei komist á það stig að verð hafi komið til tals. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur fengið lista frá breskum yfirvöldum með nöfnum 10 Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Nöfn Íslendinganna voru í leyniskjölum ICIJ, alþjóðlegs samstarfsvettvangs rannsóknarblaðamanna. ICIJ birti í fyrra niðurstöður viðamesta rannsóknarverkefnis síns sem er um skattaskjól en verkefnið er byggt á um 2,5 milljónum leyniskjala. „Yfirvöld í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu fengu aðgang að gögnunum og hafa verið að vinna úr þeim. Síðan hafa þau verið að senda upplýsingarnar áfram til annarra landa. Við erum að bíða eftir frekari gögnum sem Bretar hafa undir höndum um þessa tilteknu aðila sem eru á listanum sem okkur var sendur. Það fer svo eftir því hvað kemur út úr þeim hvernig okkar rannsókn verður háttað,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.bryndís KristjánsdóttirHún getur þess jafnframt að embættinu hafi nokkrum sinnum verið boðið að kaupa ýmis gögn frá útlöndum en því hafi verið hafnað. „Þetta hafa verið bæði stór og smá gögn. Í einu tilfellinu var nefndur listi með nöfnum hundraða Íslendinga. Það er alveg klárt að það yrði fengur að fá slík gögn en það er spurning hvað má telja eðlilegt að ganga langt til að afla þeirra. En af þessu sýnist mér að draga megi þá ályktun að til séu ýmis gögn úti um allan heim.“ Að sögn Bryndísar er yfirleitt ekki vitað hverjir það eru sem bjóða gögnin til sölu. „Þeir leggja mikið upp úr nafnleynd. Sú leið hefur aldrei verið farin hjá okkur að kaupa slík gögn og það hefur einnig verið stefnan annars staðar á Norðurlöndum. Ýmis önnur lönd hafa hins vegar keypt slík gögn, til dæmis Þýskaland.“ Spurð um uppsett verð segir Bryndís að samræðurnar við seljendur hafi aldrei komist á það stig að verð hafi komið til tals.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira