Nýjar norrænar verðlaunamyndir sýndar fjórum sinnum á dag Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. apríl 2014 14:30 Aðalleikona myndarinnar Monicu Z er hin íslenskættaða Edda Magnason. Mynd: NordicPhotos/Getty „Þetta er annað árið sem Norræna húsið ásamt norrænu sendiráðunum býður til sannkallaðrar kvikmyndaveislu,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna húsinu, sem hefur veg og vanda af undirbúningi Norrænu kvikmyndahátíðarinnar sem hefst í kvöld. Dagskráin einkennist af nýjum og nýlegum verðlaunamyndum frá öllum Norðurlöndum og ber þar hæst sænsku kvikmyndina Monica Z sem verður opnunarmynd hátíðarinnar. Aðalleikona myndarinnar er hin íslenskættaða Edda Magnason og einnig leikur Sverrir Guðnason þar stórt hlutverk, þau hlutu á dögunum sænsku kvikmyndaverðlaunin, Gullbjölluna, fyrir leik sinn í myndinni. Hátíðin stendur til 15. apríl og verða frá einni og upp í fjórar sýningar á dag, bæði fyrir börn og fullorðna. „Það verður mjög gott úrval af fjölskyldumyndum,“ segir Þuríður. „Og það er nýlunda hjá okkur. Fyrir utan Monicu Z ber kannski hæst myndina Jeg er din frá Noregi, sem hefur hlotið mjög mikið lof, en þetta eru allt mjög góðar myndir.“ Fjölskyldumyndirnar eru sýndar daglega, annaðhvort klukkan 14 eða 16, og almennar sýningar eru klukkan 16, 18 og 20 flesta dagana en nánar má kynna sér sýningartíma hverrar myndar á heimasíðu Norræna hússins, norraenahusid.is. Frítt er inn á allar sýningar og eru myndir sýndar með enskum texta. Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta er annað árið sem Norræna húsið ásamt norrænu sendiráðunum býður til sannkallaðrar kvikmyndaveislu,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Norræna húsinu, sem hefur veg og vanda af undirbúningi Norrænu kvikmyndahátíðarinnar sem hefst í kvöld. Dagskráin einkennist af nýjum og nýlegum verðlaunamyndum frá öllum Norðurlöndum og ber þar hæst sænsku kvikmyndina Monica Z sem verður opnunarmynd hátíðarinnar. Aðalleikona myndarinnar er hin íslenskættaða Edda Magnason og einnig leikur Sverrir Guðnason þar stórt hlutverk, þau hlutu á dögunum sænsku kvikmyndaverðlaunin, Gullbjölluna, fyrir leik sinn í myndinni. Hátíðin stendur til 15. apríl og verða frá einni og upp í fjórar sýningar á dag, bæði fyrir börn og fullorðna. „Það verður mjög gott úrval af fjölskyldumyndum,“ segir Þuríður. „Og það er nýlunda hjá okkur. Fyrir utan Monicu Z ber kannski hæst myndina Jeg er din frá Noregi, sem hefur hlotið mjög mikið lof, en þetta eru allt mjög góðar myndir.“ Fjölskyldumyndirnar eru sýndar daglega, annaðhvort klukkan 14 eða 16, og almennar sýningar eru klukkan 16, 18 og 20 flesta dagana en nánar má kynna sér sýningartíma hverrar myndar á heimasíðu Norræna hússins, norraenahusid.is. Frítt er inn á allar sýningar og eru myndir sýndar með enskum texta.
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira