Vor-mont af verstu sort Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 2. apríl 2014 07:00 Sólin vermdi á mér kinnarnar og ég fylgdist hugfangin með gulum krókusunum stinga sér upp úr moldinni við húsvegginn. Hjólaði húfulaus niður í bæ. Með sólgleraugun á nefinu spígsporaði ég um göturnar á strigaskóm og tók kaffið með mér út. Hlustaði á útlensku á hverju horni. Bjóst hálfpartinn við því að rekast á Calvin Klein á vappi, vissi af honum í bænum. Bærinn var troðinn af brosandi fólki og það leyndi sér ekki, vorið var að koma. Mig var farið að lengja eftir einmitt þessari upplifun, að drekka kaffi með sólgleraugu. Það er engu líkt. Lét myndbirtingar fólks sem skroppið hafði til útlanda undanfarnar vikur fara í taugarnar á mér á Facebook. Algjörar vor-mont-myndir, af fólki á peysunni utandyra, með drykki utandyra, með sólgleraugu og varalit og jakkann á handleggnum. Brosandi og glatt fólk í vorinu í útlöndum. Á meðan gekk á með éljum fyrir utan gluggann minn. En ekki þennan daginn. Þó ekki væri peysufært nema í skjóli, skein sólin og húfan var óþörf, hvað þá vettlingarnir. Ég hengdi þvottinn út á svölunum og drakk annan bolla af kaffi meðan ég horfði á hann þorna. Og af því mig hafði einmitt verið farið að lengja svo óskaplega eftir þessari upplifun, tók ég mynd. Um leið og ég hafði myndfest blaktandi þvott og birt samviskusamlega á Facebook sá ég þar myndir úr sveitinni minni norðan heiða. Þar gægðust snúrustaurarnir upp úr margra metra djúpum snjósköflunum, svona dálítið eins og krókusar. Ég skoðaði myndir af bíl sem horfið hafði með öllu undir snjó svo þurfti að moka sig niður á hann með skóflu. Þar teygðu skaflarnir sig upp á húsþök og snjóruðningar í vegköntum náðu upp á miðja bíla. „Er þetta á Íslandi?“ skrifaði systir mín við eina af myndunum mínum og ég skammaðist mín dálítið. Ég hafði gerst sek um vor-mont. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun
Sólin vermdi á mér kinnarnar og ég fylgdist hugfangin með gulum krókusunum stinga sér upp úr moldinni við húsvegginn. Hjólaði húfulaus niður í bæ. Með sólgleraugun á nefinu spígsporaði ég um göturnar á strigaskóm og tók kaffið með mér út. Hlustaði á útlensku á hverju horni. Bjóst hálfpartinn við því að rekast á Calvin Klein á vappi, vissi af honum í bænum. Bærinn var troðinn af brosandi fólki og það leyndi sér ekki, vorið var að koma. Mig var farið að lengja eftir einmitt þessari upplifun, að drekka kaffi með sólgleraugu. Það er engu líkt. Lét myndbirtingar fólks sem skroppið hafði til útlanda undanfarnar vikur fara í taugarnar á mér á Facebook. Algjörar vor-mont-myndir, af fólki á peysunni utandyra, með drykki utandyra, með sólgleraugu og varalit og jakkann á handleggnum. Brosandi og glatt fólk í vorinu í útlöndum. Á meðan gekk á með éljum fyrir utan gluggann minn. En ekki þennan daginn. Þó ekki væri peysufært nema í skjóli, skein sólin og húfan var óþörf, hvað þá vettlingarnir. Ég hengdi þvottinn út á svölunum og drakk annan bolla af kaffi meðan ég horfði á hann þorna. Og af því mig hafði einmitt verið farið að lengja svo óskaplega eftir þessari upplifun, tók ég mynd. Um leið og ég hafði myndfest blaktandi þvott og birt samviskusamlega á Facebook sá ég þar myndir úr sveitinni minni norðan heiða. Þar gægðust snúrustaurarnir upp úr margra metra djúpum snjósköflunum, svona dálítið eins og krókusar. Ég skoðaði myndir af bíl sem horfið hafði með öllu undir snjó svo þurfti að moka sig niður á hann með skóflu. Þar teygðu skaflarnir sig upp á húsþök og snjóruðningar í vegköntum náðu upp á miðja bíla. „Er þetta á Íslandi?“ skrifaði systir mín við eina af myndunum mínum og ég skammaðist mín dálítið. Ég hafði gerst sek um vor-mont.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun