Einkamál útlendinga birt án skýrra heimilda Snærós Sindradóttir skrifar 31. mars 2014 13:06 Málsmeðferð Tony Omos í innanríkisráðuneytinu olli því að fjöldi fólks mótmælti fyrir framan ráðuneytið fyrr á þessu ári. Fréttablaðið/Stefán Úrskurðir innanríkisráðuneytisins í útlendingamálum hafa verið birtir í heild sinni á vefnum úrskurðir.is án þess að ráðuneytið hafi skýra lagaheimild til þess. Á vef ráðuneytisins þann 20. febrúar síðastliðinn er fjallað um áætlanir þess efnis að birta útdrætti úr úrskurðum í útlendingamálum en þegar fréttin birtist höfðu sex úrskurðir í útlendingamálum þegar verið birtir. Frumvarp til breytinga á útlendingalögum, sem nú er til meðferðar á Alþingi, gerir ráð fyrir því að ráðherra hafi heimild til að birta úrskurði og setja nánari reglur um birtingu þeirra.Ragnhildur Helgadóttir prófessor við háskólann í reykjavík fréttablaðið/aðsentRagnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík, segir að birting stjórnvaldsúrskurða tryggi jafnræði við úrvinnslu mála innan stjórnsýslunnar. „Almennt er gott að úrskurðir séu birtir því þá er auðveldara að gæta jafnræðis en hins vegar þarf stjórnsýslan að fara að lögum og það er því spurning hvort má birta nokkuð án þess að það sé lagaheimild fyrir því auk þess sem það þarf að gæta persónuverndar þeirra sem í hlut eiga.“ Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, segir að birting persónuupplýsinga sé vandmeðfarin.Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands.„Þetta er mjög matskennt en spurningin er hvort nafnhreinsunin sé fullnægjandi og hvort hreinsun upplýsinga úr úrskurðinum sé fullnægjandi. Þær reglur eru mjög matskenndar og það þyrfti að skoða hvern einstakan úrskurð fyrir sig.“ Persónuvernd gaf allsherjarnefnd álit sitt á því frumvarpi sem liggur fyrir þinginu. Þar kemur fram að gæta verði að 9. gr. upplýsingalaga þar sem mælt er fyrir um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamál einstaklinga sem sanngjarnt þyki að séu einkamál nema sá sem gögnin fjalla um samþykki birtinguna. Persónuvernd leggur áherslu á að ákvörðun um birtingu úrskurðanna sé ekki í hendi ráðherra heldur að Alþingi taki afstöðu til þess hvort birta eigi úrskurðina og með hvaða hætti.Upplýsingar um ástalíf kunngjörðarÞeir úrskurðir sem ráðuneytið hefur nú þegar birt á vefsíðunni úrskurðir.is eru sex talsins. Nafnleyndar er gætt í skjölunum og þjóðerni kæruaðila er jafnframt afmáð. Þó má ráða af einu skjalinu að aðili máls sé af þjóðarbroti sjálfstjórnarríkis sem viðurkennt var árið 1999. Í skjölunum koma einnig fram upplýsingar um námsárangur umsækjenda um námsdvöl sem og viðkvæmar upplýsingar um hvernig meint kærustupar kynntist, hóf samband og hvernig sambandinu er háttað í dag. Lekamálið Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Úrskurðir innanríkisráðuneytisins í útlendingamálum hafa verið birtir í heild sinni á vefnum úrskurðir.is án þess að ráðuneytið hafi skýra lagaheimild til þess. Á vef ráðuneytisins þann 20. febrúar síðastliðinn er fjallað um áætlanir þess efnis að birta útdrætti úr úrskurðum í útlendingamálum en þegar fréttin birtist höfðu sex úrskurðir í útlendingamálum þegar verið birtir. Frumvarp til breytinga á útlendingalögum, sem nú er til meðferðar á Alþingi, gerir ráð fyrir því að ráðherra hafi heimild til að birta úrskurði og setja nánari reglur um birtingu þeirra.Ragnhildur Helgadóttir prófessor við háskólann í reykjavík fréttablaðið/aðsentRagnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík, segir að birting stjórnvaldsúrskurða tryggi jafnræði við úrvinnslu mála innan stjórnsýslunnar. „Almennt er gott að úrskurðir séu birtir því þá er auðveldara að gæta jafnræðis en hins vegar þarf stjórnsýslan að fara að lögum og það er því spurning hvort má birta nokkuð án þess að það sé lagaheimild fyrir því auk þess sem það þarf að gæta persónuverndar þeirra sem í hlut eiga.“ Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, segir að birting persónuupplýsinga sé vandmeðfarin.Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands.„Þetta er mjög matskennt en spurningin er hvort nafnhreinsunin sé fullnægjandi og hvort hreinsun upplýsinga úr úrskurðinum sé fullnægjandi. Þær reglur eru mjög matskenndar og það þyrfti að skoða hvern einstakan úrskurð fyrir sig.“ Persónuvernd gaf allsherjarnefnd álit sitt á því frumvarpi sem liggur fyrir þinginu. Þar kemur fram að gæta verði að 9. gr. upplýsingalaga þar sem mælt er fyrir um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamál einstaklinga sem sanngjarnt þyki að séu einkamál nema sá sem gögnin fjalla um samþykki birtinguna. Persónuvernd leggur áherslu á að ákvörðun um birtingu úrskurðanna sé ekki í hendi ráðherra heldur að Alþingi taki afstöðu til þess hvort birta eigi úrskurðina og með hvaða hætti.Upplýsingar um ástalíf kunngjörðarÞeir úrskurðir sem ráðuneytið hefur nú þegar birt á vefsíðunni úrskurðir.is eru sex talsins. Nafnleyndar er gætt í skjölunum og þjóðerni kæruaðila er jafnframt afmáð. Þó má ráða af einu skjalinu að aðili máls sé af þjóðarbroti sjálfstjórnarríkis sem viðurkennt var árið 1999. Í skjölunum koma einnig fram upplýsingar um námsárangur umsækjenda um námsdvöl sem og viðkvæmar upplýsingar um hvernig meint kærustupar kynntist, hóf samband og hvernig sambandinu er háttað í dag.
Lekamálið Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent