Hvít skyrta er flík sem passar við allt og má finna í óteljandi útgáfum frá flestum tískuhúsum heims í gegnum tíðina.
Í upphafi var skyrtan einungis ætluð herramönnum en er nú orðin lykilflík í fataskápum beggja kynja.
Tískuhúsin eru á einu máli um að hvíta skyrtan eigi heima í vor- og sumartískunni sem, með hækkandi sól, ekki er seinna vænna að fara að huga að.
Hér að neðan fylgja myndir af hvítum skyrtum af tískupöllunum, frá merkjum tískuhúsa á borð við Balenciaga, Acne, Alexander Wang, Phillip Lim, Prabal Gurung, Bottega Veneta, Victoria Beckham og Nina Ricci.
Sjón er sögu ríkari.







