Lystisemdir, Efasemdir, Heimsendir Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. mars 2014 11:30 "Þessir listamenn skapa verk sem fylla okkur samtímis af von og vonleysi,“ segir Ragnar Kjartansson. Lystisemdir, Efasemdir, Heimsendir nefnist sýning sem opnuð verður í Kling og Bang galleríi á laugardaginn klukkan 17. Þar sýna Emma Heiðarsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Loji Höskuldsson, Margrét Helga Sesseljudóttir og Sigurður Ámundason ný verk. Sýningarstjóri er Anna Hrund Másdóttir og það var hún sem valdi verkin á sýninguna. „Ég lét tilfinninguna algjörlega ráða valinu,“ segir hún. „Ég hef þekkt til þessara listamanna og fylgst með verkum þeirra í nokkur ár og þau gera alltaf eitthvað sem snertir mig mjög mikið. Þótt þau vinni ólík verk á ólíkan hátt og í ólíka miðla þá er í þeim öllum einhver neisti sem fær mann til þess að hugsa og skynja á nýjan hátt.“ Allir listamennirnir eru tiltölulega nýútskrifaðir úr myndlistarnámi en Anna Hrund segir þau öll hafa sterk höfundareinkenni. Á sýningunni kennir ýmissa grasa og verkin eru afar ólík. „Þar eru performans, innsetning, skúlptúrar og veggverk, allt verk sem eru sérstaklega unnin fyrir þessa sýningu og taka flest mið af rýminu í Kling & Bang,“ segir Anna Hrund. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður fylgir sýningunni úr hlaði með nokkrum orðum í sýningarskrá og segir þar meðal annars: „Á þessum tímum vonleysis, máttleysis og laskaðrar réttlætiskenndar sjáum við verk sem vinna með fagurfæði á einhvern dularfullan hátt. Rýmiskennd, innri ólgu, endalausan einmanaleika og þrá. Þessir listamenn skapa verk sem fylla okkur samtímis af von og vonleysi. Kynslóðin í tóminu.“ Menning Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Lystisemdir, Efasemdir, Heimsendir nefnist sýning sem opnuð verður í Kling og Bang galleríi á laugardaginn klukkan 17. Þar sýna Emma Heiðarsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Loji Höskuldsson, Margrét Helga Sesseljudóttir og Sigurður Ámundason ný verk. Sýningarstjóri er Anna Hrund Másdóttir og það var hún sem valdi verkin á sýninguna. „Ég lét tilfinninguna algjörlega ráða valinu,“ segir hún. „Ég hef þekkt til þessara listamanna og fylgst með verkum þeirra í nokkur ár og þau gera alltaf eitthvað sem snertir mig mjög mikið. Þótt þau vinni ólík verk á ólíkan hátt og í ólíka miðla þá er í þeim öllum einhver neisti sem fær mann til þess að hugsa og skynja á nýjan hátt.“ Allir listamennirnir eru tiltölulega nýútskrifaðir úr myndlistarnámi en Anna Hrund segir þau öll hafa sterk höfundareinkenni. Á sýningunni kennir ýmissa grasa og verkin eru afar ólík. „Þar eru performans, innsetning, skúlptúrar og veggverk, allt verk sem eru sérstaklega unnin fyrir þessa sýningu og taka flest mið af rýminu í Kling & Bang,“ segir Anna Hrund. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður fylgir sýningunni úr hlaði með nokkrum orðum í sýningarskrá og segir þar meðal annars: „Á þessum tímum vonleysis, máttleysis og laskaðrar réttlætiskenndar sjáum við verk sem vinna með fagurfæði á einhvern dularfullan hátt. Rýmiskennd, innri ólgu, endalausan einmanaleika og þrá. Þessir listamenn skapa verk sem fylla okkur samtímis af von og vonleysi. Kynslóðin í tóminu.“
Menning Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira