Dóra María fyrst til að spila hundrað landsleiki fyrir þrítugt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2014 07:00 Dóra María Lárusdóttir. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Það eru enn 477 dagar þangað til Dóra María Lárusdóttir heldur upp á þrítugsafmælið sitt og ætti því að eiga mörg ár eftir í viðbót til að bæta við landsleikina hundrað sem hún hefur spilað með kvennalandsliði Íslands. Dóra María lék sinn fyrsta landsleik í 10-0 sigri á Póllandi 13. september 2003 og var búin að skora sitt fyrsta mark fimm mínútum eftir að flautað var til leiks. Síðan hefur íslenska kvennalandsliðið spilað 107 landsleiki og Dóra María hefur komið við sögu í 100 þeirra auk þess að sitja á varamannabekknum í þremur til viðbótar. Í raun hefur ekki verið valinn íslenskur landsliðshópur án Dóru Maríu Lárusdóttur síðan fyrir vináttulandsleik við Bandaríkin 24. júlí 2005 en hún var þá ásamt fleiri A-landsliðskonum upptekin á Norðurlandamóti með 21 árs landsliðinu. Síðasti landsliðsþjálfarinn sem leit fram hjá Dóru Maríu í vali á A-landsliðshópi kvenna var Helena Ólafsdóttir, núverandi þjálfari hennar hjá Val, sem valdi hana ekki í hópinn fyrir leik í Póllandi 27. september. Dóra María missti þá sætið sitt til Eddu Garðarsdóttur sem lék ekki leikinn á undan, fyrsta A-landsleik Dóru Maríu, þar sem hún var upptekin í námi í Bandaríkjunum. Dóra María lék í gær sinn 36. landsleik í röð og einu tveir leikirnir sem hún hefur misst af frá og með árinu 2007 (af 83) voru tveir fyrstu leikirnir á Algarve-mótinu en hún glímdi þá við meiðsli. Dóra María spilaði þriðja leikinn og skoraði þá sigurmarkið sem tryggði íslenska liðinu sæti í úrslitaleiknum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira
Það eru enn 477 dagar þangað til Dóra María Lárusdóttir heldur upp á þrítugsafmælið sitt og ætti því að eiga mörg ár eftir í viðbót til að bæta við landsleikina hundrað sem hún hefur spilað með kvennalandsliði Íslands. Dóra María lék sinn fyrsta landsleik í 10-0 sigri á Póllandi 13. september 2003 og var búin að skora sitt fyrsta mark fimm mínútum eftir að flautað var til leiks. Síðan hefur íslenska kvennalandsliðið spilað 107 landsleiki og Dóra María hefur komið við sögu í 100 þeirra auk þess að sitja á varamannabekknum í þremur til viðbótar. Í raun hefur ekki verið valinn íslenskur landsliðshópur án Dóru Maríu Lárusdóttur síðan fyrir vináttulandsleik við Bandaríkin 24. júlí 2005 en hún var þá ásamt fleiri A-landsliðskonum upptekin á Norðurlandamóti með 21 árs landsliðinu. Síðasti landsliðsþjálfarinn sem leit fram hjá Dóru Maríu í vali á A-landsliðshópi kvenna var Helena Ólafsdóttir, núverandi þjálfari hennar hjá Val, sem valdi hana ekki í hópinn fyrir leik í Póllandi 27. september. Dóra María missti þá sætið sitt til Eddu Garðarsdóttur sem lék ekki leikinn á undan, fyrsta A-landsleik Dóru Maríu, þar sem hún var upptekin í námi í Bandaríkjunum. Dóra María lék í gær sinn 36. landsleik í röð og einu tveir leikirnir sem hún hefur misst af frá og með árinu 2007 (af 83) voru tveir fyrstu leikirnir á Algarve-mótinu en hún glímdi þá við meiðsli. Dóra María spilaði þriðja leikinn og skoraði þá sigurmarkið sem tryggði íslenska liðinu sæti í úrslitaleiknum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira