Breyttu gallajakkanum í anda Kendall Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2014 13:30 Kendall hefur setið mikið fyrir upp á síðkastið og gekk meðal annars tískupallana fyrir Chanel og Givenchy á nýafstaðinni tískuviku í París. Fyrirsætan Kendall Jenner er á hraðri uppleið í tískubransanum en hún er hálfsystir Kardashian-systranna Khloé, Kim og Kourtney. Kendall spókaði sig í Beverly Hills fyrir stuttu í reffilegum gallajakka sem var ansi snjáður og með götum á olnbogunum. Lítið mál er að breyta gömlum eða nýjum gallajakka til að líkjast þeim sem Kendall er í á meðfylgjandi mynd og er flíkin tilvalin fyrir sumarið – ef það kemur einhvern tímann. 1. Teiknið göt sem ykkur finnst passleg á olnbogasvæði gallajakkans með hvítri krít. 2. Takið ykkur skæri í hönd og klippið eftir krítarlínunum. 3. Togið í hvítu þræðina sem liggja lárétt við sárið. Hægt er að nota nál til að losa þá ef þeir eru of þéttir. Stærð gatsins verður meiri eftir því sem togað er í fleiri þræði. 4. Takið bláu þræðina sem liggja lóðrétt við sárið úr gatinu þannig að þeir séu áberandi. Gott er að nota plokkara eða flísatöng við þann verknað. 5. Takið rifjárn eða sandpappír og farið yfir vasa, hálsmál og ermalíninguna á jakkanum. Þá virðist hann notaður. 6. Dýfið svampi í bleikiefni og nuddið því varlega í kringum götin á jakkanum. 7. Setjið jakkann í þvottavél. Þvotturinn mun valda enn meiri trosnun í jakkanum. 8. Leyfið jakkanum að þorna og skellið ykkur út til að sýna ykkur og sjá aðra! Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Fyrirsætan Kendall Jenner er á hraðri uppleið í tískubransanum en hún er hálfsystir Kardashian-systranna Khloé, Kim og Kourtney. Kendall spókaði sig í Beverly Hills fyrir stuttu í reffilegum gallajakka sem var ansi snjáður og með götum á olnbogunum. Lítið mál er að breyta gömlum eða nýjum gallajakka til að líkjast þeim sem Kendall er í á meðfylgjandi mynd og er flíkin tilvalin fyrir sumarið – ef það kemur einhvern tímann. 1. Teiknið göt sem ykkur finnst passleg á olnbogasvæði gallajakkans með hvítri krít. 2. Takið ykkur skæri í hönd og klippið eftir krítarlínunum. 3. Togið í hvítu þræðina sem liggja lárétt við sárið. Hægt er að nota nál til að losa þá ef þeir eru of þéttir. Stærð gatsins verður meiri eftir því sem togað er í fleiri þræði. 4. Takið bláu þræðina sem liggja lóðrétt við sárið úr gatinu þannig að þeir séu áberandi. Gott er að nota plokkara eða flísatöng við þann verknað. 5. Takið rifjárn eða sandpappír og farið yfir vasa, hálsmál og ermalíninguna á jakkanum. Þá virðist hann notaður. 6. Dýfið svampi í bleikiefni og nuddið því varlega í kringum götin á jakkanum. 7. Setjið jakkann í þvottavél. Þvotturinn mun valda enn meiri trosnun í jakkanum. 8. Leyfið jakkanum að þorna og skellið ykkur út til að sýna ykkur og sjá aðra!
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira