Fjórum sinnum fimm konur í dansleiðangri Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. mars 2014 12:00 Eydís Rós Vilmundardóttir dansar í verki Steinunnar Ketilsdóttur við óbóverkið Round eftir Þuríði Jónsdóttur. Eydís Franzdóttir leikur á óbóið. Mynd: Hulda Sif Ég vil eiginlega kalla þetta dansleiðangur,“ segir Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld, forsvarskona Kvennasólós, sem verður í Norræna húsinu á morgun. „Þetta er allt lifandi flutningur sem er dálítið óvanalegt í dansi. Annað sem er óvanalegt er að það eru konur í öllum störfum í sýningunni, nema hvað ljósamaðurinn er karlmaður. Ég leitaði og leitaði en fann enga konu sem er ljósamaður á lausu.“ Spurð hvernig þessi hugmynd hafi komið til segir Elín að þær Eydís Franzdóttir hafi fyrir fimm árum staðið fyrir tónleikunum Konur og kammermúsík sem hafi tekist mjög vel og þær hafi langað að þróa hugmyndina áfram. „Ég hafði samband við Láru Stefánsdóttur, sem ég hafði líka unnið með áður, og hún benti mér á að hafa samband við dansbraut Listaháskólans. Þau tóku mér vel og Sveinbjörg Þórhallsdóttir, yfirmaður dansbrautarinnar, hefur síðan unnið þetta með mér enda eru allir dansararnir af dansbraut Listaháskólans.“ Kvennasóló er sem sagt danssýning þar sem tuttugu konur úr tónlistar- og dansgeiranum leiða saman hesta sína. Um er að ræða fimm danshöfunda, fimm dansara, fimm tónskáld og fimm hljóðfæraleikara og fer sýningin fram undir merki 15:15 tónleikasyrpunnar í Norræna húsinu. Verkin sem flutt verða eru einleiksverk og verður frumsýndur sólódans við hvert þeirra. Sýningin hefst í sal hússins og síðan verða áhorfendur leiddir frá einu verki til annars í gegnum húsið, en ferðalagið endar svo á upphafsstaðnum. Sýningin er haldin í tilefni af 8. mars, alþjóðlegum baráttudegi kvenna, og er markmiðið með henni að fagna tjáningarfrelsinu og því sem áunnist hefur í baráttu kvenna fyrir jafnrétti. Tónleikarnir hefjast eins og áður segir klukkan 15.15 á morgun og fara fram í Norræna húsinu. Menning Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ég vil eiginlega kalla þetta dansleiðangur,“ segir Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld, forsvarskona Kvennasólós, sem verður í Norræna húsinu á morgun. „Þetta er allt lifandi flutningur sem er dálítið óvanalegt í dansi. Annað sem er óvanalegt er að það eru konur í öllum störfum í sýningunni, nema hvað ljósamaðurinn er karlmaður. Ég leitaði og leitaði en fann enga konu sem er ljósamaður á lausu.“ Spurð hvernig þessi hugmynd hafi komið til segir Elín að þær Eydís Franzdóttir hafi fyrir fimm árum staðið fyrir tónleikunum Konur og kammermúsík sem hafi tekist mjög vel og þær hafi langað að þróa hugmyndina áfram. „Ég hafði samband við Láru Stefánsdóttur, sem ég hafði líka unnið með áður, og hún benti mér á að hafa samband við dansbraut Listaháskólans. Þau tóku mér vel og Sveinbjörg Þórhallsdóttir, yfirmaður dansbrautarinnar, hefur síðan unnið þetta með mér enda eru allir dansararnir af dansbraut Listaháskólans.“ Kvennasóló er sem sagt danssýning þar sem tuttugu konur úr tónlistar- og dansgeiranum leiða saman hesta sína. Um er að ræða fimm danshöfunda, fimm dansara, fimm tónskáld og fimm hljóðfæraleikara og fer sýningin fram undir merki 15:15 tónleikasyrpunnar í Norræna húsinu. Verkin sem flutt verða eru einleiksverk og verður frumsýndur sólódans við hvert þeirra. Sýningin hefst í sal hússins og síðan verða áhorfendur leiddir frá einu verki til annars í gegnum húsið, en ferðalagið endar svo á upphafsstaðnum. Sýningin er haldin í tilefni af 8. mars, alþjóðlegum baráttudegi kvenna, og er markmiðið með henni að fagna tjáningarfrelsinu og því sem áunnist hefur í baráttu kvenna fyrir jafnrétti. Tónleikarnir hefjast eins og áður segir klukkan 15.15 á morgun og fara fram í Norræna húsinu.
Menning Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira