Margir máluðu Halldór Kiljan Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2014 13:00 Aðalsteinn kemur Þorsteini frá Hamri fyrir á vegg í Gunnarshúsi. Á bak við hann er meistari Þórbergur. Fréttablaðið/GVA „Þetta er tilraun til að skreyta veggina hér með viðeigandi efni,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur sem hefur safnað saman portrettmyndum af íslenskum rithöfundum og hengt upp í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 – húsi Rithöfundasambands Íslands. Þar verður dagskrá á morgun af þessu tilefni þar sem Aðalsteinn fjallar um listaverkin, Pétur Ármannsson arkitekt fræðir gesti um Gunnarshús og Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, ræðir um veru sambandsins í húsinu. „Þetta eru málverk, teikningar og klippimyndir,“ segir Aðalsteinn um portrettin. „Það var mjög gott samband milli myndlistarmanna og rithöfunda fyrr á tímum og margir rithöfundar birtust oft í portrettmyndum. Mjög margir máluðu til dæmis Halldór Kiljan og Kristján Davíðsson málaði Stein Steinarr trekk í trekk, nánast allt sitt líf.“ Aðalsteinn segir að samið hafi verið við eigendur myndanna um langtímalán á þeim sem þýði að Rithöfundasambandið hafi þær eins lengi og eigendur þurfi ekki á þeim að halda, fari með þær eins og sína eign á meðan, taki ábyrgð á þeim og tryggi þær. „Þetta eru fimmtán myndir í allt, plús myndir sem fyrir voru af Gunnari Gunnarssyni og húsið á. Auk þess eru hér býsn af ljósmyndum af rithöfundum.“ Aðalsteinn segir það hafa verið létt verk að leita uppi portrettin, sem flest séu í einkaeigu. „Ég naut þess að hafa áður sett upp tímabundna sýningu á svona verkum í Gunnarshúsi fyrir nokkrum árum þannig að ég vissi hvar þau var að finna. Eigendunum finnst bara heiður að hafa þau í þessu húsi.“ Dagskráin í Gunnarshúsi verður milli kl. 15 og 17 á morgun, laugardag. Boðið verður upp á léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Menning Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta er tilraun til að skreyta veggina hér með viðeigandi efni,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur sem hefur safnað saman portrettmyndum af íslenskum rithöfundum og hengt upp í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 – húsi Rithöfundasambands Íslands. Þar verður dagskrá á morgun af þessu tilefni þar sem Aðalsteinn fjallar um listaverkin, Pétur Ármannsson arkitekt fræðir gesti um Gunnarshús og Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, ræðir um veru sambandsins í húsinu. „Þetta eru málverk, teikningar og klippimyndir,“ segir Aðalsteinn um portrettin. „Það var mjög gott samband milli myndlistarmanna og rithöfunda fyrr á tímum og margir rithöfundar birtust oft í portrettmyndum. Mjög margir máluðu til dæmis Halldór Kiljan og Kristján Davíðsson málaði Stein Steinarr trekk í trekk, nánast allt sitt líf.“ Aðalsteinn segir að samið hafi verið við eigendur myndanna um langtímalán á þeim sem þýði að Rithöfundasambandið hafi þær eins lengi og eigendur þurfi ekki á þeim að halda, fari með þær eins og sína eign á meðan, taki ábyrgð á þeim og tryggi þær. „Þetta eru fimmtán myndir í allt, plús myndir sem fyrir voru af Gunnari Gunnarssyni og húsið á. Auk þess eru hér býsn af ljósmyndum af rithöfundum.“ Aðalsteinn segir það hafa verið létt verk að leita uppi portrettin, sem flest séu í einkaeigu. „Ég naut þess að hafa áður sett upp tímabundna sýningu á svona verkum í Gunnarshúsi fyrir nokkrum árum þannig að ég vissi hvar þau var að finna. Eigendunum finnst bara heiður að hafa þau í þessu húsi.“ Dagskráin í Gunnarshúsi verður milli kl. 15 og 17 á morgun, laugardag. Boðið verður upp á léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Menning Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira