Getum ekki horft í úrslitin á þessu móti Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2014 08:00 Freyr Alexandersson stýrir Íslandi á Algarve-mótinu í fyrsta sinn. Mynd/KSÍ-Hilmar Þór Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur leik á Algarve-mótinu í dag þegar liðið mætir áttföldum Evrópumeisturum Þýskalands klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Það er skammt stórra högga á milli á Algarve-mótinu því Ísland mætir Noregi, silfurliði síðasta Evrópumóts, á föstudaginn og sterku liði Kína á mánudaginn. Síðan verður leikið um sæti eftir slétta viku. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur undirbúið leikmennina sem spila hér heima á æfingum undanfarið en stuttur tími gafst til að stilla saman strengina á Algarve í gær. „Við komum hingað, þjálfarar og leikmenn frá Íslandi, klukkan níu í gærkvöldi [mánudag]. Síðustu leikmennirnir voru að koma upp úr miðnætti en nokkrir leikmenn voru komnir fyrr um daginn. Ferðalagið gekk annars vel og fór allt eins og upp var lagt,“ sagði Freyr við Fréttablaðið í gærkvöldi en eðlilega var nokkur þreyta í stelpunum á æfingu í gær. „Ég fann meira fyrir því á seinni æfingunni. Það var fín æfing um morguninn en svo líður á daginn og þreytan fer að segja til sín. Fyrri æfingin var líka þyngri. Á þeirri síðari fórum við meira yfir föst leikatriði og svona,“ sagði Freyr. Eðlilega er þetta ekki ákjósanlegur undirbúningur fyrir hvaða leik sem er, hvað þá þegar mótherjinn er ríkjandi Evrópumeistari og eitt allra besta landslið heims. „Þetta hjálpar náttúrlega ekki neitt en við höfum ekkert val. Við verðum bara að horfa á jákvætt á þetta. Þýskaland kom reyndar líka seint til Algarve en vissulega í beinu flugi. En allar aðstæður hér eru framúrskarandi þannig við nýtum bara tímann vel og reynum að undirbúa okkur fyrir leikinn.“Stelpurnar skokka á æfingu í gær.Mynd/KSÍEkkert eðlilegt að spila tvo leiki á þremur dögum Freyr setur mótið upp eins og fjögur verkefni þar sem ýmsar útfærslur af því sem liðið hefur æft saman og í sitthvoru lagi verða prófaðar. Í dag verður byrjað á varnarleiknum. „Hver leikur hefur sitt líf enda andstæðingarnir mismunandi. Við leggjum upp með varnarleik gegn Þýskalandi og prófum þar útfærslu á lápressu sem við munum reyna koma til skila. Eftir það er einn hvíldardagur og svo leikur gegn Noregi. Við þurfum því að rúlla á liðinu enda er ekkert eðlilegt að spila tvo leiki á þremur dögum. Á móti Kína verðum við sína með útfærslu á sóknarleik fyrir komandi verkefni í undankeppni HM gegn Möltu og Ísrael,“ segir Freyr. Nýi landsliðsþjálfarinn ætlar að nota mótið til að stilla saman strengi hjá landsliðinu enda kynslóðaskipti í gangi og margir óreyndir leikmenn í hópnum. Þar vantar marga máttarstólpa sem eru annaðhvort hættir eða frá vegna meiðsla. „Ég tilkynnti leikmönnunum það að við munum rúlla á hópnum og leikmenn sem eru vanir að fá marga leiki á þessu móti fá færri leiki en áður. Ungir leikmenn sem eru með minni reynslu fá stór hlutverk á mótinu og vonandi sjáum við þá vaxa í hlutverkunum. Þetta er eitthvað sem við munum taka alvarlega,“ segir Freyr.Harpa Þorsteinsdóttir reynir að ná boltanum af Katrínu Ómarsdóttur.Mynd/KSÍFrábær vettvangur til að gera liðið betra Það er einmitt vegna alls þessa sem landsliðsþjálfarinn getur ekki leyft sér að horfa í úrslit á mótinu. Íslenska liðið kemur til Algarve núna undir allt öðrum formerkjum en í fyrra þegar vel samstillt lið var að undirbúa sig fyrir EM. „Við getum ekki horft á úrslitin. Auðvitað viljum við ná góðum úrslitum en við verðum að gefa þessum yngri leikönnum tækifæri til að þroskast og hjálpa þeim við það. Í fyrra var liðið á Algarve að undirbúa sig fyrir stórmót. Það er bara allt annað í gangi núna. Nú erum við að reyna að gera liðið betra til framtíðar og þetta er frábær vettvangur til þess,“ segir Freyr. Freyr ætlar ekki bara að henda óreyndari stúlkum út í djúpu laugina heldur setjast niður með þeim flestum eins og hann gerði með Söru Björk Gunnarsdóttur, einni reyndustu konu liðsins, í gær. Hún er að spila á sínu sjöunda Algarve-móti. „Ég er einmitt að fara að setjast niður með Söru Björk og fá hennar upplifun á því þegar ég sagði hópnum frá því að fleiri leikmenn fái tækifæri á mótinu. Ég mun leggja mig fram um að undirbúa þá leikmenn sem hafa minni reynslu og reyna að ná þeim öllum á eintal,“ segir Freyr en fáum við að sjá miklar breytingar á leikstöðum hjá stelpunum? „Hallbera mun spila svolítið á kantinum – allavega á morgun [í dag]. Það er alveg klárt. Hún hefur reyndar gert það áður. Dagný og Sara munu skipta aðeins um hlutverk á miðjunni í leikjum og Katrín Ómarsdóttir mun spila svolítið úti á kanti sem hún hefur ekki gert áður. En það verður reyndar ekki gegn Þýskalandi. Það er svona ýmislegt sem við erum að prófa,“ segir Freyr Alexandersson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Alltaf krefjandi að spila á móti Þýskalandi Sara Björk Gunnarsdóttir er mætt til Algarve í sjöunda sinn en Ísland mætir Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik á morgun. 4. mars 2014 22:30 Stelpurnar æfa í Algarve | Myndir Kvennalandsliðið mætir Þýskalandi í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu í fótbolta á morgun. 4. mars 2014 17:45 Freyr: Verða leikmenn sem fá nýtt og stærra hlutverk Landsliðsþjálfari kvenna undirbýr liðið fyrir stórleikinn gegn Þýskalandi á morgun. 4. mars 2014 15:43 Katrín: Yngri leikmenn liðsins vantar reynslu Íslenska kvennalandsliðið mætir Evrópumeisturum Þýskaland á Algarve-mótinu á morgun. 4. mars 2014 20:30 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Í beinni: ÍA - FH | Lið sem hafa margt að sanna Í beinni: Brighton - Liverpool | Hvernig klára meistararnir tímabilið? Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur leik á Algarve-mótinu í dag þegar liðið mætir áttföldum Evrópumeisturum Þýskalands klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Það er skammt stórra högga á milli á Algarve-mótinu því Ísland mætir Noregi, silfurliði síðasta Evrópumóts, á föstudaginn og sterku liði Kína á mánudaginn. Síðan verður leikið um sæti eftir slétta viku. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur undirbúið leikmennina sem spila hér heima á æfingum undanfarið en stuttur tími gafst til að stilla saman strengina á Algarve í gær. „Við komum hingað, þjálfarar og leikmenn frá Íslandi, klukkan níu í gærkvöldi [mánudag]. Síðustu leikmennirnir voru að koma upp úr miðnætti en nokkrir leikmenn voru komnir fyrr um daginn. Ferðalagið gekk annars vel og fór allt eins og upp var lagt,“ sagði Freyr við Fréttablaðið í gærkvöldi en eðlilega var nokkur þreyta í stelpunum á æfingu í gær. „Ég fann meira fyrir því á seinni æfingunni. Það var fín æfing um morguninn en svo líður á daginn og þreytan fer að segja til sín. Fyrri æfingin var líka þyngri. Á þeirri síðari fórum við meira yfir föst leikatriði og svona,“ sagði Freyr. Eðlilega er þetta ekki ákjósanlegur undirbúningur fyrir hvaða leik sem er, hvað þá þegar mótherjinn er ríkjandi Evrópumeistari og eitt allra besta landslið heims. „Þetta hjálpar náttúrlega ekki neitt en við höfum ekkert val. Við verðum bara að horfa á jákvætt á þetta. Þýskaland kom reyndar líka seint til Algarve en vissulega í beinu flugi. En allar aðstæður hér eru framúrskarandi þannig við nýtum bara tímann vel og reynum að undirbúa okkur fyrir leikinn.“Stelpurnar skokka á æfingu í gær.Mynd/KSÍEkkert eðlilegt að spila tvo leiki á þremur dögum Freyr setur mótið upp eins og fjögur verkefni þar sem ýmsar útfærslur af því sem liðið hefur æft saman og í sitthvoru lagi verða prófaðar. Í dag verður byrjað á varnarleiknum. „Hver leikur hefur sitt líf enda andstæðingarnir mismunandi. Við leggjum upp með varnarleik gegn Þýskalandi og prófum þar útfærslu á lápressu sem við munum reyna koma til skila. Eftir það er einn hvíldardagur og svo leikur gegn Noregi. Við þurfum því að rúlla á liðinu enda er ekkert eðlilegt að spila tvo leiki á þremur dögum. Á móti Kína verðum við sína með útfærslu á sóknarleik fyrir komandi verkefni í undankeppni HM gegn Möltu og Ísrael,“ segir Freyr. Nýi landsliðsþjálfarinn ætlar að nota mótið til að stilla saman strengi hjá landsliðinu enda kynslóðaskipti í gangi og margir óreyndir leikmenn í hópnum. Þar vantar marga máttarstólpa sem eru annaðhvort hættir eða frá vegna meiðsla. „Ég tilkynnti leikmönnunum það að við munum rúlla á hópnum og leikmenn sem eru vanir að fá marga leiki á þessu móti fá færri leiki en áður. Ungir leikmenn sem eru með minni reynslu fá stór hlutverk á mótinu og vonandi sjáum við þá vaxa í hlutverkunum. Þetta er eitthvað sem við munum taka alvarlega,“ segir Freyr.Harpa Þorsteinsdóttir reynir að ná boltanum af Katrínu Ómarsdóttur.Mynd/KSÍFrábær vettvangur til að gera liðið betra Það er einmitt vegna alls þessa sem landsliðsþjálfarinn getur ekki leyft sér að horfa í úrslit á mótinu. Íslenska liðið kemur til Algarve núna undir allt öðrum formerkjum en í fyrra þegar vel samstillt lið var að undirbúa sig fyrir EM. „Við getum ekki horft á úrslitin. Auðvitað viljum við ná góðum úrslitum en við verðum að gefa þessum yngri leikönnum tækifæri til að þroskast og hjálpa þeim við það. Í fyrra var liðið á Algarve að undirbúa sig fyrir stórmót. Það er bara allt annað í gangi núna. Nú erum við að reyna að gera liðið betra til framtíðar og þetta er frábær vettvangur til þess,“ segir Freyr. Freyr ætlar ekki bara að henda óreyndari stúlkum út í djúpu laugina heldur setjast niður með þeim flestum eins og hann gerði með Söru Björk Gunnarsdóttur, einni reyndustu konu liðsins, í gær. Hún er að spila á sínu sjöunda Algarve-móti. „Ég er einmitt að fara að setjast niður með Söru Björk og fá hennar upplifun á því þegar ég sagði hópnum frá því að fleiri leikmenn fái tækifæri á mótinu. Ég mun leggja mig fram um að undirbúa þá leikmenn sem hafa minni reynslu og reyna að ná þeim öllum á eintal,“ segir Freyr en fáum við að sjá miklar breytingar á leikstöðum hjá stelpunum? „Hallbera mun spila svolítið á kantinum – allavega á morgun [í dag]. Það er alveg klárt. Hún hefur reyndar gert það áður. Dagný og Sara munu skipta aðeins um hlutverk á miðjunni í leikjum og Katrín Ómarsdóttir mun spila svolítið úti á kanti sem hún hefur ekki gert áður. En það verður reyndar ekki gegn Þýskalandi. Það er svona ýmislegt sem við erum að prófa,“ segir Freyr Alexandersson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Alltaf krefjandi að spila á móti Þýskalandi Sara Björk Gunnarsdóttir er mætt til Algarve í sjöunda sinn en Ísland mætir Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik á morgun. 4. mars 2014 22:30 Stelpurnar æfa í Algarve | Myndir Kvennalandsliðið mætir Þýskalandi í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu í fótbolta á morgun. 4. mars 2014 17:45 Freyr: Verða leikmenn sem fá nýtt og stærra hlutverk Landsliðsþjálfari kvenna undirbýr liðið fyrir stórleikinn gegn Þýskalandi á morgun. 4. mars 2014 15:43 Katrín: Yngri leikmenn liðsins vantar reynslu Íslenska kvennalandsliðið mætir Evrópumeisturum Þýskaland á Algarve-mótinu á morgun. 4. mars 2014 20:30 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Í beinni: ÍA - FH | Lið sem hafa margt að sanna Í beinni: Brighton - Liverpool | Hvernig klára meistararnir tímabilið? Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Sjá meira
Sara Björk: Alltaf krefjandi að spila á móti Þýskalandi Sara Björk Gunnarsdóttir er mætt til Algarve í sjöunda sinn en Ísland mætir Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik á morgun. 4. mars 2014 22:30
Stelpurnar æfa í Algarve | Myndir Kvennalandsliðið mætir Þýskalandi í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu í fótbolta á morgun. 4. mars 2014 17:45
Freyr: Verða leikmenn sem fá nýtt og stærra hlutverk Landsliðsþjálfari kvenna undirbýr liðið fyrir stórleikinn gegn Þýskalandi á morgun. 4. mars 2014 15:43
Katrín: Yngri leikmenn liðsins vantar reynslu Íslenska kvennalandsliðið mætir Evrópumeisturum Þýskaland á Algarve-mótinu á morgun. 4. mars 2014 20:30
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn