Séð og heyrt náði aldrei í hann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 12:00 „Það er full ástæða til að rifja upp afrek Geirs áður en hann verður settur í huldumannahópinn,“ segir Hjalti Rögnvaldsson leikari. Fréttablaðið/Pjetur „Ég hef fókusinn á því sem Geir lagði áherslu á í vali sínu á rússneskum skáldum og hann lagði mesta vinnu í að þýða Majakovskí,“ segir Hjalti Rögnvaldsson leikari sem hefur undirbúið dagskrá um ljóðaþýðingar Geirs Kristjánssonar úr rússnesku. Hann verður líka flytjandi hennar. Hjalti segir þýðingarnar hafa birst á víð og dreif í bókum og tímaritum gegnum tíðina. „Ég átti megnið af þessu í mínum hillum. Ætli það sé ekki talið einkenni á bókaormum,“ segir hann kíminn. Geir var fæddur í Héðinsvík á Tjörnesi 1923. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1943 og eftir nám við Háskóla Íslands nam hann slavneskt nám og bókmenntir í Uppsölum í Svíþjóð og síðan bókmenntir í Englandi og Frakklandi. Í Reykjavík vann hann alla tíð við ritstörf auk þess að kenna rússnesku við MÍR. Hann lést 18. september 1991. Að Majakovskí meðtöldum eru það fjórtán skáld sem flutt verður eftir í MÍR á laugardaginn, að sögn Hjalta, allt frá guðföður gullaldar í rússneskri ljóðlist, Alexander Púshkín sem var fæddur 1799. „Tveir eru fæddir 1933, þeir eru yngstir,“ upplýsir hann. Yfirskrift dagskrárinnar, Hin græna eik, er titill bókar sem inniheldur ljóðaþýðingar Geirs eftir rússnesk skáld og nokkra Spánverja en Spánverjarnir koma ekkert við sögu á laugardaginn. „Dagskráin er byggð upp á tengslum Geirs við MÍR og tekur sextíu og sex og hálfa mínútu.“ segir Hjalti og telur fulla ástæðu til að rifja upp afrek Geirs áður en hann verður settur í huldumannahópinn. „Sjálfur var hann dulur, fékk sér aldrei kaffi á auglýsingastofum og Séð og heyrt náði aldrei í hann.“ Meðal merkra verka Geirs eru: • Útvarpsleikritið Snjómokstur var frumflutt af Þorsteini Ö. Stephensen og Rúrik Haraldssyni fyrir um 40 árum og er endurflutt annað slagið. • Smásagnasafnið Stofnunin kom út 1956. • Geir ritstýrði tímaritinu MÍR frá 1950-1959. • Ský í buxum og fleiri kvæði, þýðingar eftir Vladímír Majakovskí 1965. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég hef fókusinn á því sem Geir lagði áherslu á í vali sínu á rússneskum skáldum og hann lagði mesta vinnu í að þýða Majakovskí,“ segir Hjalti Rögnvaldsson leikari sem hefur undirbúið dagskrá um ljóðaþýðingar Geirs Kristjánssonar úr rússnesku. Hann verður líka flytjandi hennar. Hjalti segir þýðingarnar hafa birst á víð og dreif í bókum og tímaritum gegnum tíðina. „Ég átti megnið af þessu í mínum hillum. Ætli það sé ekki talið einkenni á bókaormum,“ segir hann kíminn. Geir var fæddur í Héðinsvík á Tjörnesi 1923. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1943 og eftir nám við Háskóla Íslands nam hann slavneskt nám og bókmenntir í Uppsölum í Svíþjóð og síðan bókmenntir í Englandi og Frakklandi. Í Reykjavík vann hann alla tíð við ritstörf auk þess að kenna rússnesku við MÍR. Hann lést 18. september 1991. Að Majakovskí meðtöldum eru það fjórtán skáld sem flutt verður eftir í MÍR á laugardaginn, að sögn Hjalta, allt frá guðföður gullaldar í rússneskri ljóðlist, Alexander Púshkín sem var fæddur 1799. „Tveir eru fæddir 1933, þeir eru yngstir,“ upplýsir hann. Yfirskrift dagskrárinnar, Hin græna eik, er titill bókar sem inniheldur ljóðaþýðingar Geirs eftir rússnesk skáld og nokkra Spánverja en Spánverjarnir koma ekkert við sögu á laugardaginn. „Dagskráin er byggð upp á tengslum Geirs við MÍR og tekur sextíu og sex og hálfa mínútu.“ segir Hjalti og telur fulla ástæðu til að rifja upp afrek Geirs áður en hann verður settur í huldumannahópinn. „Sjálfur var hann dulur, fékk sér aldrei kaffi á auglýsingastofum og Séð og heyrt náði aldrei í hann.“ Meðal merkra verka Geirs eru: • Útvarpsleikritið Snjómokstur var frumflutt af Þorsteini Ö. Stephensen og Rúrik Haraldssyni fyrir um 40 árum og er endurflutt annað slagið. • Smásagnasafnið Stofnunin kom út 1956. • Geir ritstýrði tímaritinu MÍR frá 1950-1959. • Ský í buxum og fleiri kvæði, þýðingar eftir Vladímír Majakovskí 1965.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira