Fann gersemi eftir Goodhall Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 11:00 Fimmtíu manns eru í Kór Akraneskirkju og með honum koma fram þrír einsöngvarar á tónleikunum um helgina. „Þetta tónverk eftir Goodall er mikil gersemi sem ekki hefur verið flutt hér á landi áður í heild sinni. Ég fann það á netinu í janúar í fyrra og við höfum flutt nokkur brot úr því síðan en nú ákváðum við að taka það allt,“ segir Sveinn Arnar Sæmundsson, stjórnandi kórs Akraneskirkju, um sálumessuna Eternal Light sem kórinn flytur á sunnudag. Í kórnum eru 50 manns, gott söngfólk að sögn Sveins, og hann segir það hafa lagt mikið á sig við þetta verkefni. Einsöngvarar á tónleikunum eru Björg Þórhallsdóttir sópran, Einar Clausen tenór og Halldór Hallgrímsson tenór en hann er einnig félagi í kórnum. Um hljóðfæraleik sjá Birgir Þórisson sem leikur á orgel, Viðar Guðmundsson píanóleikari, Kristín Sigurjónsdóttir fiðluleikari, Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Sophie Schoonjans hörpuleikari.Sveinn Arnar Sæmundsson stjórnandi kórsins.Tónleikastaðurinn er autt verslunarhús að Kalmansvöllum 1 á Akranesi. Sveinn Arnar segir hljóma sérlega vel þar. „Það er svona kirkjuhljómur,“ segir hann ánægjulegur. Spurður hvort Skagamenn eigi ekki fínan tónleikasal í Tónlistarskólanum svarar hann: „Jú, hann er mjög fínn en sviðið er of lítið. Við þurfum að koma fyrir píanói, litlu pípuorgeli, hörpu og kontrabassa. Kirkjan okkar er líka of lítil og með slæman hljómburð en við gerum salinn í gamla Nettó fínan. Ég hugsa að við komum 350 manns þar inn. Svo endurflytjum við sálumessuna í Háteigskirkju 8. mars.“ Howard Goodall er vinsælt tónskáld í Bretlandi. Hann býr til tónlist fyrir söngleiki, kóra, kvikmyndir og sjónvarpsþætti og hefur meðal annars samið tónlist í þættina um Mr. Bean og Blackadder. Sálumessuna Eternal Light samdi hann 2008 og árið 2009 hlaut hann BRIT-verðlaunin fyrir hana. Sálumessur eru og voru oftast samdar til minningar um látna einstaklinga en í Eternal Light fléttar tónskáldið inn í sitt verk ljóð eftir ensk ljóðskáld sem eru ekki síður hugsuð fyrir þá sem eftir standa. Fallegir textar með sterk skilaboð. Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta tónverk eftir Goodall er mikil gersemi sem ekki hefur verið flutt hér á landi áður í heild sinni. Ég fann það á netinu í janúar í fyrra og við höfum flutt nokkur brot úr því síðan en nú ákváðum við að taka það allt,“ segir Sveinn Arnar Sæmundsson, stjórnandi kórs Akraneskirkju, um sálumessuna Eternal Light sem kórinn flytur á sunnudag. Í kórnum eru 50 manns, gott söngfólk að sögn Sveins, og hann segir það hafa lagt mikið á sig við þetta verkefni. Einsöngvarar á tónleikunum eru Björg Þórhallsdóttir sópran, Einar Clausen tenór og Halldór Hallgrímsson tenór en hann er einnig félagi í kórnum. Um hljóðfæraleik sjá Birgir Þórisson sem leikur á orgel, Viðar Guðmundsson píanóleikari, Kristín Sigurjónsdóttir fiðluleikari, Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Sophie Schoonjans hörpuleikari.Sveinn Arnar Sæmundsson stjórnandi kórsins.Tónleikastaðurinn er autt verslunarhús að Kalmansvöllum 1 á Akranesi. Sveinn Arnar segir hljóma sérlega vel þar. „Það er svona kirkjuhljómur,“ segir hann ánægjulegur. Spurður hvort Skagamenn eigi ekki fínan tónleikasal í Tónlistarskólanum svarar hann: „Jú, hann er mjög fínn en sviðið er of lítið. Við þurfum að koma fyrir píanói, litlu pípuorgeli, hörpu og kontrabassa. Kirkjan okkar er líka of lítil og með slæman hljómburð en við gerum salinn í gamla Nettó fínan. Ég hugsa að við komum 350 manns þar inn. Svo endurflytjum við sálumessuna í Háteigskirkju 8. mars.“ Howard Goodall er vinsælt tónskáld í Bretlandi. Hann býr til tónlist fyrir söngleiki, kóra, kvikmyndir og sjónvarpsþætti og hefur meðal annars samið tónlist í þættina um Mr. Bean og Blackadder. Sálumessuna Eternal Light samdi hann 2008 og árið 2009 hlaut hann BRIT-verðlaunin fyrir hana. Sálumessur eru og voru oftast samdar til minningar um látna einstaklinga en í Eternal Light fléttar tónskáldið inn í sitt verk ljóð eftir ensk ljóðskáld sem eru ekki síður hugsuð fyrir þá sem eftir standa. Fallegir textar með sterk skilaboð.
Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira