Arkitektar geta lært af Katrínu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 14:00 Listakonan Katrín mun sjálf lýsa verki sínu Undirstöðu á málþinginu, í spjalli við Julian E. Bronner, blaðamann hjá Artforum. Fréttablaðið/GVA „Þetta verður samræða milli hópsins um tengsl listaverka Katrínar og arkitektúrs. Þrjú okkar eiga það sammerkt að hafa unnið með Katrínu í einhverju af hennar verkum,“ segir Pétur Ármannsson arkitekt um málþing Listasafns Reykjavíkur í tengslum við sýningu Katrínar Sigurðardóttur. „Katrín notar sömu miðla og arkitektar en á annan hátt því hún gerir það út frá sjónarhóli myndlistar,“ segir Pétur og segir um marga snertifleti að ræða milli listaverka Katrínar og arkitektúrs. „Hún notar til dæmis módelið sem tæki til að rannsaka og skrásetja staði og hvernig ákveðin tímabil skilja eftir sig spor í mismunandi stílum. Þetta er einn þátturinn. Síðan vinnur hún með hvernig maðurinn skynjar rýmið, mælikvarða og stærðarhlutföll. Verkið sem hún var með í Listasafni Íslands um árið þar sem maður þurfti að klifra upp í stiga og stinga höfðinu í gegnum gat til að sjá landslag og höfuðið á manni var hluti af landslaginu, það var dæmigert fyrir hana,“ segir Pétur. Hann telur spennandi fyrir arkitekta að skoða verk Katrínar því þeir geti margt af henni lært. Ásamt Pétri verða arkitektarnir Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir í pallborði, ásamt Sigrúnu Birgisdóttur, deildarforseta hönnunar-og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands sem stýrir umræðum. Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, flytur inngang og Julian E. Bronner, blaðamaður hjá Artforum, ræðir verkið Undirstöðu við Katrínu sjálfa. Málþingið hefst klukkan 13 á laugardag og fer fram á íslensku og ensku. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta verður samræða milli hópsins um tengsl listaverka Katrínar og arkitektúrs. Þrjú okkar eiga það sammerkt að hafa unnið með Katrínu í einhverju af hennar verkum,“ segir Pétur Ármannsson arkitekt um málþing Listasafns Reykjavíkur í tengslum við sýningu Katrínar Sigurðardóttur. „Katrín notar sömu miðla og arkitektar en á annan hátt því hún gerir það út frá sjónarhóli myndlistar,“ segir Pétur og segir um marga snertifleti að ræða milli listaverka Katrínar og arkitektúrs. „Hún notar til dæmis módelið sem tæki til að rannsaka og skrásetja staði og hvernig ákveðin tímabil skilja eftir sig spor í mismunandi stílum. Þetta er einn þátturinn. Síðan vinnur hún með hvernig maðurinn skynjar rýmið, mælikvarða og stærðarhlutföll. Verkið sem hún var með í Listasafni Íslands um árið þar sem maður þurfti að klifra upp í stiga og stinga höfðinu í gegnum gat til að sjá landslag og höfuðið á manni var hluti af landslaginu, það var dæmigert fyrir hana,“ segir Pétur. Hann telur spennandi fyrir arkitekta að skoða verk Katrínar því þeir geti margt af henni lært. Ásamt Pétri verða arkitektarnir Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir í pallborði, ásamt Sigrúnu Birgisdóttur, deildarforseta hönnunar-og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands sem stýrir umræðum. Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, flytur inngang og Julian E. Bronner, blaðamaður hjá Artforum, ræðir verkið Undirstöðu við Katrínu sjálfa. Málþingið hefst klukkan 13 á laugardag og fer fram á íslensku og ensku. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira