Vilja fleiri þýðingar Ugla Egilsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 12:00 Áhuga Skandínava á að þýða íslenskar bókmenntir hefur verið ábótavant, að sögn Þorgerðar Öglu Magnúsdóttur hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Fréttablaðið/valli Áhuga Skandínava á að þýða íslenskar bókmenntir hefur verið ábótavant að undanförnu að sögn Þorgerðar Öglu Magnúsdóttur hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. „Það verður að segjast eins og er að þýðingum yfir á sænsku og finnsku hefur fækkað, en á heildina litið hefur fjöldi þýðinga yfir á norðurlandamál staðið í stað. Hver sem ástæðan er ætlum við að beita öllum brögðum til að snúa því við,“ segir Þorgerður Agla. „Reyndar höfum við fundið fyrir auknum áhuga í Noregi, og alltaf er töluvert þýtt yfir á dönsku,“ segir Þorgerður Agla „En við ætlum í átak til að fjölga þýðingum yfir á norræn mál.“ Eftir Bókamessuna í Frankfurt 2011 þar sem Ísland var heiðursgestur fjölgaði þýðingum úr íslensku víðast hvar nema á Norðurlöndum. „Við sjáum það á fjölda umsókna um þýðingarstyrki hjá okkur. Þar standa Norðurlöndin í stað á meðan þeim hefur fjölgað annars staðar. Það er erfitt að skýra þetta. Í þessum bransa kreppir reglulega að. Svo er talað um svokallaðan „bestsellerisma“ í Svíþjóð, og sumir kenna frjálsu bókaverði um. Reynslan í Frankfurt sýnir okkur að átaksverkefni á einu menningarsvæði geta skilað góðum árangri,“ segir Þorgerður Agla. „Fyrsta mál á dagskrá er að hitta útgefendur á þeirra heimavelli.“ Fundað verður með útgefendum í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi í maí. „Andri Snær Magnason, nýkrýndur bókmenntaverðlaunahafi, kemur með okkur til Svíþjóðar og talar við útgefendur. Þorgerður E. Sigurðardóttir bókmenntafræðingur kemur einnig með og talar við útgefendur um íslenskar samtímabókmenntir.“ Ekki verður látið staðar numið við utanferð til Svíþjóðar. „Við ætlum að fara til Finnlands og Noregs og vonandi Grænlands og Færeyja á næsta ári,“ segir Þorgerður Agla. „Síðan tökum við Hollendinga og Norðmenn okkur til fyrirmyndar, en þeir standa framarlega í bókmenntakynningu, og útbúum lista yfir bækur til að kynna fyrir erlendum útgefendum. Eins ætlum við að kynna þýðingarstyrki sem í boði eru, en norræna ráðherranefndin styrkir þýðingar á milli norðurlandamála. Svo ætlum við að gera okkar til að auka sýnileika íslenskra bókmennta í dagskrá Bókamessunnar í Gautaborg, en hana sækja árlega um 100.000 gestir,“ segir Þorgerður Agla. Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Áhuga Skandínava á að þýða íslenskar bókmenntir hefur verið ábótavant að undanförnu að sögn Þorgerðar Öglu Magnúsdóttur hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. „Það verður að segjast eins og er að þýðingum yfir á sænsku og finnsku hefur fækkað, en á heildina litið hefur fjöldi þýðinga yfir á norðurlandamál staðið í stað. Hver sem ástæðan er ætlum við að beita öllum brögðum til að snúa því við,“ segir Þorgerður Agla. „Reyndar höfum við fundið fyrir auknum áhuga í Noregi, og alltaf er töluvert þýtt yfir á dönsku,“ segir Þorgerður Agla „En við ætlum í átak til að fjölga þýðingum yfir á norræn mál.“ Eftir Bókamessuna í Frankfurt 2011 þar sem Ísland var heiðursgestur fjölgaði þýðingum úr íslensku víðast hvar nema á Norðurlöndum. „Við sjáum það á fjölda umsókna um þýðingarstyrki hjá okkur. Þar standa Norðurlöndin í stað á meðan þeim hefur fjölgað annars staðar. Það er erfitt að skýra þetta. Í þessum bransa kreppir reglulega að. Svo er talað um svokallaðan „bestsellerisma“ í Svíþjóð, og sumir kenna frjálsu bókaverði um. Reynslan í Frankfurt sýnir okkur að átaksverkefni á einu menningarsvæði geta skilað góðum árangri,“ segir Þorgerður Agla. „Fyrsta mál á dagskrá er að hitta útgefendur á þeirra heimavelli.“ Fundað verður með útgefendum í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi í maí. „Andri Snær Magnason, nýkrýndur bókmenntaverðlaunahafi, kemur með okkur til Svíþjóðar og talar við útgefendur. Þorgerður E. Sigurðardóttir bókmenntafræðingur kemur einnig með og talar við útgefendur um íslenskar samtímabókmenntir.“ Ekki verður látið staðar numið við utanferð til Svíþjóðar. „Við ætlum að fara til Finnlands og Noregs og vonandi Grænlands og Færeyja á næsta ári,“ segir Þorgerður Agla. „Síðan tökum við Hollendinga og Norðmenn okkur til fyrirmyndar, en þeir standa framarlega í bókmenntakynningu, og útbúum lista yfir bækur til að kynna fyrir erlendum útgefendum. Eins ætlum við að kynna þýðingarstyrki sem í boði eru, en norræna ráðherranefndin styrkir þýðingar á milli norðurlandamála. Svo ætlum við að gera okkar til að auka sýnileika íslenskra bókmennta í dagskrá Bókamessunnar í Gautaborg, en hana sækja árlega um 100.000 gestir,“ segir Þorgerður Agla.
Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira