Peningarnir góð viðurkenning 12. febrúar 2014 10:30 Ása Helga Hjörleifsdóttir. „Það er ekki hægt að gera bíómynd fyrir þennan pening, en viðurkenningin skiptir máli,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir sem fékk þúsund evrur, eða um 160 þúsund íslenskar krónur, í verðlaun á Berlinale Co-Production Market í gær til að þróa áfram kvikmyndina Svaninn. Kvikmyndin byggir á bók Guðbergs Bergssonar. „Tvö önnur verkefni fengu sömu peningaupphæð í verðlaun. Berlinale Co-Production Market er hugsaður til þess að kynna kvikmyndaverkefni í þróun fyrir meðframleiðendum. Svanurinn verður fyrsta mynd Ásu Helgu í fullri lengd, en hún hefur áður gert stuttmyndina Ástarsögu. Kvikmyndaverkefnin þrjú sem fengu verðlaun voru valin úr hópnum til að kynna kvikmyndirnar með formlegum hætti fyrir framleiðendum á hátíðinni. „Við höfum fengið ótrúlega jákvæðar viðtökur,“ segir Ása Helga. „Við fengum miklu fleiri fundarbeiðnir með framleiðendum en við gátum annað. Við erum í viðræðum við nokkra framleiðendur sem eru þrautreyndir og hafa gert slatta af flottum myndum. Framhaldið skýrist örugglega á næstu vikum.“ Ása Helga hefur haft lítið svigrúm til þess að horfa á myndir á hátíðinni hingað til. „Mig langar að sjá Nymphomaniac eftir Lars Von Trier,“ segir Ása Helga. Menning Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Það er ekki hægt að gera bíómynd fyrir þennan pening, en viðurkenningin skiptir máli,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir sem fékk þúsund evrur, eða um 160 þúsund íslenskar krónur, í verðlaun á Berlinale Co-Production Market í gær til að þróa áfram kvikmyndina Svaninn. Kvikmyndin byggir á bók Guðbergs Bergssonar. „Tvö önnur verkefni fengu sömu peningaupphæð í verðlaun. Berlinale Co-Production Market er hugsaður til þess að kynna kvikmyndaverkefni í þróun fyrir meðframleiðendum. Svanurinn verður fyrsta mynd Ásu Helgu í fullri lengd, en hún hefur áður gert stuttmyndina Ástarsögu. Kvikmyndaverkefnin þrjú sem fengu verðlaun voru valin úr hópnum til að kynna kvikmyndirnar með formlegum hætti fyrir framleiðendum á hátíðinni. „Við höfum fengið ótrúlega jákvæðar viðtökur,“ segir Ása Helga. „Við fengum miklu fleiri fundarbeiðnir með framleiðendum en við gátum annað. Við erum í viðræðum við nokkra framleiðendur sem eru þrautreyndir og hafa gert slatta af flottum myndum. Framhaldið skýrist örugglega á næstu vikum.“ Ása Helga hefur haft lítið svigrúm til þess að horfa á myndir á hátíðinni hingað til. „Mig langar að sjá Nymphomaniac eftir Lars Von Trier,“ segir Ása Helga.
Menning Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira