Drukkinn bóndadrengur lendir í ógöngum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. febrúar 2014 13:00 Sölvi bjó í Skotlandi um tíma og heillaðist af landi, þjóð og tungumáli. Mynd/Hermann Karlsson „Ég fékk þessa hugmynd þegar ég bjó úti í Skotlandi fyrir um tíu árum síðan og hef lengi ætlað að klára þessa þýðingu. Nú lét ég verða af því,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson spurður um tildrög þess að hann þýddi ljóðabálkinn Tam o'Shanter eftir Roberts Burns, sem nú er kominn út hjá Gallerýi Brumm.Robert Burns er þjóðskáld Skota og ljóð hans eru mjög skosk, skapaði það vandamál við þýðinguna? „Hann blandar oft saman ensku og skosku sem var og er þjóðtunga þeirra Skota. Oft orti hann reyndar bara á skosku þannig að það er ekki alltaf hlaupið að því að skilja skáldið, en ég var með ágæta fræðilega útgáfu á verkum hans þar sem voru glósur og skýringar og þurfti að lesa dálítið stíft til að komast í gegnum það.“Robert Burns var fæddur 1759, tala ljóð hans til nútímans? „Já, mér finnst það. Hann er mjög skemmtilegt skáld, fyndinn og tímalaus. Sérstaklega skemmtilegur, auðvitað, fyrir þá sem hafa einhver tengsl við Skotland, því skoskur kúltúr, landslag og matur er svo ríkt. Svo ekki sé nú minnst á ævintýrin og tungumálið.“Bjóst þú lengi í Skotlandi? „Fyrst bjó ég þar í eitt og hálft ár og seinna í nokkra mánuði og hef alltaf verið þar með annan fótinn síðan, reyni að heimsækja Edinborg eins oft og ég get.“Var Tam o‘Shanter, sem bálkurinn fjallar um, raunveruleg persóna? „Nei, ég held að hann sé skálduð persóna, en Burns byggir ljóðið á prósafrásögn annars manns og gerir það auðvitað með sínum hætti. Sagan fjallar um ósköp venjulegan bóndadreng sem fer á markaðinn og tefst á kránni á leiðinni heim. Konan hans bíður, ekki par sátt, eftir honum heima en hann leggur ekki af stað heim fyrr en hann er búinn að drekka sig fullan og lendir í miklum ógöngum og óförum á heimleiðinni. Hann álpast inn í kirkju á nornanóttina sjálfa og hittir þar fyrir nornir, drýsla og djöfla sem eru að dansi og skemmtun. Hann verður svo heillaður að hann gerir vart við sig og þar með hefst mikill eltingaleikur. Það má alveg lesa þetta sem existensíalíska lýsingu á ástandi mannsins og það er mikið kjöt á beinunum í þessu kvæði.“Bókin er gefin út af Gallerýi Brumm, hvað er það? „Það er lítið gallerý og forlag sem hóf sinn rekstur í skottinu á Land Rover og framdi gjörninga uppi á fjöllum. Ég stóð fyrir þessu en það hafa ýmsir listamenn verið viðloðandi gallerýið þótt það hafi svo sem ekki látið mikið að sér kveða.“Þú sendir í haust frá þér mikið stórvirki, Stangveiðar á Íslandi og Íslenska vatnabók, var ljóðagerðin og þýðingarnar nokkurs konar hvíld frá því? „Já, eiginlega, ég var bara að draga andann eftir þá útgáfu og notaði þýðinguna til að koma mér niður á jörðina í haust.“Og hvar geta áhugasamir orðið sér úti um Tam o‘Shanter? „Ég er nú ekki búinn að dreifa henni í bókabúðir ennþá, en það er á stefnuskránni að koma henni allavega í búðir í miðbænum. Þangað til geta þeir sem áhugasamir eru sent mér skilaboð á Facebook og tryggt sér eintak.“ Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
„Ég fékk þessa hugmynd þegar ég bjó úti í Skotlandi fyrir um tíu árum síðan og hef lengi ætlað að klára þessa þýðingu. Nú lét ég verða af því,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson spurður um tildrög þess að hann þýddi ljóðabálkinn Tam o'Shanter eftir Roberts Burns, sem nú er kominn út hjá Gallerýi Brumm.Robert Burns er þjóðskáld Skota og ljóð hans eru mjög skosk, skapaði það vandamál við þýðinguna? „Hann blandar oft saman ensku og skosku sem var og er þjóðtunga þeirra Skota. Oft orti hann reyndar bara á skosku þannig að það er ekki alltaf hlaupið að því að skilja skáldið, en ég var með ágæta fræðilega útgáfu á verkum hans þar sem voru glósur og skýringar og þurfti að lesa dálítið stíft til að komast í gegnum það.“Robert Burns var fæddur 1759, tala ljóð hans til nútímans? „Já, mér finnst það. Hann er mjög skemmtilegt skáld, fyndinn og tímalaus. Sérstaklega skemmtilegur, auðvitað, fyrir þá sem hafa einhver tengsl við Skotland, því skoskur kúltúr, landslag og matur er svo ríkt. Svo ekki sé nú minnst á ævintýrin og tungumálið.“Bjóst þú lengi í Skotlandi? „Fyrst bjó ég þar í eitt og hálft ár og seinna í nokkra mánuði og hef alltaf verið þar með annan fótinn síðan, reyni að heimsækja Edinborg eins oft og ég get.“Var Tam o‘Shanter, sem bálkurinn fjallar um, raunveruleg persóna? „Nei, ég held að hann sé skálduð persóna, en Burns byggir ljóðið á prósafrásögn annars manns og gerir það auðvitað með sínum hætti. Sagan fjallar um ósköp venjulegan bóndadreng sem fer á markaðinn og tefst á kránni á leiðinni heim. Konan hans bíður, ekki par sátt, eftir honum heima en hann leggur ekki af stað heim fyrr en hann er búinn að drekka sig fullan og lendir í miklum ógöngum og óförum á heimleiðinni. Hann álpast inn í kirkju á nornanóttina sjálfa og hittir þar fyrir nornir, drýsla og djöfla sem eru að dansi og skemmtun. Hann verður svo heillaður að hann gerir vart við sig og þar með hefst mikill eltingaleikur. Það má alveg lesa þetta sem existensíalíska lýsingu á ástandi mannsins og það er mikið kjöt á beinunum í þessu kvæði.“Bókin er gefin út af Gallerýi Brumm, hvað er það? „Það er lítið gallerý og forlag sem hóf sinn rekstur í skottinu á Land Rover og framdi gjörninga uppi á fjöllum. Ég stóð fyrir þessu en það hafa ýmsir listamenn verið viðloðandi gallerýið þótt það hafi svo sem ekki látið mikið að sér kveða.“Þú sendir í haust frá þér mikið stórvirki, Stangveiðar á Íslandi og Íslenska vatnabók, var ljóðagerðin og þýðingarnar nokkurs konar hvíld frá því? „Já, eiginlega, ég var bara að draga andann eftir þá útgáfu og notaði þýðinguna til að koma mér niður á jörðina í haust.“Og hvar geta áhugasamir orðið sér úti um Tam o‘Shanter? „Ég er nú ekki búinn að dreifa henni í bókabúðir ennþá, en það er á stefnuskránni að koma henni allavega í búðir í miðbænum. Þangað til geta þeir sem áhugasamir eru sent mér skilaboð á Facebook og tryggt sér eintak.“
Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira