Fjarskiptin þá og nú Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2014 13:00 Sverrir og Eva Magnúsdóttir, forstöðumaður þjónustu hjá Mílu, gerðu með sér samning. Mynd/Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari „Við settum strax upp sýningu á símtækjum þegar við opnuðum árið 2002. Það voru tæki af byggðasafninu í Skógum. Nú er sú sýning orðin að deild sem geymir minjar og sögu fjarskipta á Íslandi frá upphafi til okkar daga,“ segir Sverrir Magnússon, safnstjóri Samgöngusafnsins á Skógum. Hann segir safnið hafa tekið við Síma-og fjarskiptasafni Þjóðminjasafnsins sem var í gömlu loftskeytastöðinni á Melunum. Þannig hafi því áskotnast búnaður og tæki sem tilheyrðu áður Landsímanum. Nú myndi þau tæki kjarnann í fjarskiptadeildinni í Samgöngusafninu. Í framhaldinu segir hann safnið hafa byrjað að safna NMT-símtækjum. „NMT-kerfið var við lýði frá 1986 til 2010 og var aðalfjarskiptatæknin á hálendinu á því tímabili. Símtækin voru klossuð til að byrja með en þróunin var þannig að í lokin voru þau orðin nettari og ekki ólík GSM-tækjunum sem tóku við af þeim,“ útskýrir hann. Talstöðvar eru meðal safngripanna á Skógum, allt frá fyrstu talstöðvum sem komu fyrst til landsins til nýjustu tetrastöðvanna.Svona símar voru á sveitabæjum landsins á síðustu öld.Mynd/Samgöngusafnið á Skógum Samgöngusafnið hefur fengið loforð frá Símanum um að styrkja starfsemi þessarar deildar fjárhagslega og í vikunni var undirritaður ámóta samningur við Mílu sem tók við dreifikerfinu af Landsímanum og byggir því á um 100 ára sögu fjarskipta. „Þetta eru samstarfssamningar þannig að við tökum að okkur að varðveita búnað og tæki um ókomin ár þó þau séu ekki á sýningunni,“ segir Sverrir og upplýsir að safnið hafi nýlega tekið í notkun nýtt 1.750 fermetra hús, áfast við sýningarrýmið. „Við byggðum þetta hús í kreppunni án nokkurra styrkja,“ segir hann. „Það er geymsla fyrir ökutæki og alls konar muni.“ Menning Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við settum strax upp sýningu á símtækjum þegar við opnuðum árið 2002. Það voru tæki af byggðasafninu í Skógum. Nú er sú sýning orðin að deild sem geymir minjar og sögu fjarskipta á Íslandi frá upphafi til okkar daga,“ segir Sverrir Magnússon, safnstjóri Samgöngusafnsins á Skógum. Hann segir safnið hafa tekið við Síma-og fjarskiptasafni Þjóðminjasafnsins sem var í gömlu loftskeytastöðinni á Melunum. Þannig hafi því áskotnast búnaður og tæki sem tilheyrðu áður Landsímanum. Nú myndi þau tæki kjarnann í fjarskiptadeildinni í Samgöngusafninu. Í framhaldinu segir hann safnið hafa byrjað að safna NMT-símtækjum. „NMT-kerfið var við lýði frá 1986 til 2010 og var aðalfjarskiptatæknin á hálendinu á því tímabili. Símtækin voru klossuð til að byrja með en þróunin var þannig að í lokin voru þau orðin nettari og ekki ólík GSM-tækjunum sem tóku við af þeim,“ útskýrir hann. Talstöðvar eru meðal safngripanna á Skógum, allt frá fyrstu talstöðvum sem komu fyrst til landsins til nýjustu tetrastöðvanna.Svona símar voru á sveitabæjum landsins á síðustu öld.Mynd/Samgöngusafnið á Skógum Samgöngusafnið hefur fengið loforð frá Símanum um að styrkja starfsemi þessarar deildar fjárhagslega og í vikunni var undirritaður ámóta samningur við Mílu sem tók við dreifikerfinu af Landsímanum og byggir því á um 100 ára sögu fjarskipta. „Þetta eru samstarfssamningar þannig að við tökum að okkur að varðveita búnað og tæki um ókomin ár þó þau séu ekki á sýningunni,“ segir Sverrir og upplýsir að safnið hafi nýlega tekið í notkun nýtt 1.750 fermetra hús, áfast við sýningarrýmið. „Við byggðum þetta hús í kreppunni án nokkurra styrkja,“ segir hann. „Það er geymsla fyrir ökutæki og alls konar muni.“
Menning Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira