Tíu tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2013 kynntar í gær Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. janúar 2014 11:00 Þessi fríði hópur var í gær tilnefndur til Viðurkenningar Hagþenkis sem veitt verður eftir mánuð. Fréttablaðið/Valli Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna voru kynntar í gær og eftir mánuð verður athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þar sem tilkynnt verður hvaða höfundur hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis 2013. Tíu verk voru tilnefnd að þessu sinni, allt framúrskarandi rit að sögn Friðbjargar Ingimarsdóttur, framkvæmdastýru Hagþenkis, sem segir óvenjumörg rit hafa komið til álita að þessu sinni. Viðurkenning Hagþenkis telst til virtustu og veglegustu verðlauna sem höfundum fræðilegra rita fyrir skóla og almenning geta hlotnast, að sögn Friðbjargar, og nemur verðlaunaupphæðin einni milljón króna. Viðurkenningaráð, skipað fimm félagsmönnum af ólíkum fræðasviðum til tveggja ára í senn, stendur að valinu og hóf ráðið störf um miðjan október á síðasta ári. Það skipa þau Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur, Bjarni Ólafsson íslenskufræðingur, Íris Ellenberger sagnfræðingur, Sigmundur Einarsson jarðfræðingur og Þorbjörn Broddason félagsfræðingur. Verkefnastýra ráðsins er Friðbjörg Ingimarsdóttir.Þessi voru tilnefnd:Aðalsteinn Ingólfsson: Karólína Lárusdóttir. JPV. Edward Hákon Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson: Ferðamál á Íslandi. Mál og menning. Guðbjörg Kristjánsdóttir: Íslenska teiknibókin. Crymogea. Guðný Hallgrímsdóttir: Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Háskólaútgáfan. Halldór Björn Runólfsson og Ingimar Waage: Listasaga - Frá hellalist til 1900. Námsgagnastofnun. Hjörleifur Stefánsson: Af jörðu. Íslensk torfhús. Crymogea. Inga Lára Baldvinsdóttir: Sigfús Eymundsson myndasmiður. Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar. Þjóðminjasafn Íslands. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason (ritstjórar): Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan. Sigrún Pálsdóttir: Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga. JPV. Þorleifur Friðriksson: Dagar vinnu og vona. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði. Háskólaútgáfan. Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna voru kynntar í gær og eftir mánuð verður athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þar sem tilkynnt verður hvaða höfundur hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis 2013. Tíu verk voru tilnefnd að þessu sinni, allt framúrskarandi rit að sögn Friðbjargar Ingimarsdóttur, framkvæmdastýru Hagþenkis, sem segir óvenjumörg rit hafa komið til álita að þessu sinni. Viðurkenning Hagþenkis telst til virtustu og veglegustu verðlauna sem höfundum fræðilegra rita fyrir skóla og almenning geta hlotnast, að sögn Friðbjargar, og nemur verðlaunaupphæðin einni milljón króna. Viðurkenningaráð, skipað fimm félagsmönnum af ólíkum fræðasviðum til tveggja ára í senn, stendur að valinu og hóf ráðið störf um miðjan október á síðasta ári. Það skipa þau Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur, Bjarni Ólafsson íslenskufræðingur, Íris Ellenberger sagnfræðingur, Sigmundur Einarsson jarðfræðingur og Þorbjörn Broddason félagsfræðingur. Verkefnastýra ráðsins er Friðbjörg Ingimarsdóttir.Þessi voru tilnefnd:Aðalsteinn Ingólfsson: Karólína Lárusdóttir. JPV. Edward Hákon Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson: Ferðamál á Íslandi. Mál og menning. Guðbjörg Kristjánsdóttir: Íslenska teiknibókin. Crymogea. Guðný Hallgrímsdóttir: Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Háskólaútgáfan. Halldór Björn Runólfsson og Ingimar Waage: Listasaga - Frá hellalist til 1900. Námsgagnastofnun. Hjörleifur Stefánsson: Af jörðu. Íslensk torfhús. Crymogea. Inga Lára Baldvinsdóttir: Sigfús Eymundsson myndasmiður. Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar. Þjóðminjasafn Íslands. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason (ritstjórar): Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan. Sigrún Pálsdóttir: Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga. JPV. Þorleifur Friðriksson: Dagar vinnu og vona. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði. Háskólaútgáfan.
Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira