Á lista með helstu leikstjórunum 24. janúar 2014 09:00 Af sýningu á uppsetningu Þorleifs Arnar á Rómeó og Júlíu. MYND/Þorleifur Örn „Þetta er auðvitað mikill heiður, enda er ég þarna á lista með öllum helstu leikstjórum heims,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri, en uppsetning hans á Rómeó og Júlíu hefur verið tilnefnd sem sýning ársins í Þýskalandi, Austurríki og í Sviss á nachtkritik.de, stærsta vettvangi leiklistarumræðu í Þýskalandi. Sýningin, sem var frumsýnd í borgarleikhúsinu í Mainz í október síðastliðnum, er nýstárleg nálgun við þetta frægasta verk Shakespeares. „Þetta er ekki bara mín vinna, bak við þessa uppsetningu stendur þrotlaus vinna og langt samstarf við listamenn eins og Jósef Halldórsson og Filippíu Elísdóttur, sem ég hef unnið með lengi,“ bætir Þorleifur við. Fyrir vefinn nachtkritik.de skrifa vel á sjötta tug gagnrýnenda – en hann birtir leikdóma að morgni eftir frumsýningar á flestöllum verkum hins þýskumælandi heims. Þorleifur hefur áður verið tilnefndur í þessum sama flokki fyrir uppsetningu sína á Pétri Gaut árið 2010, en vefurinn tekur árlega saman þær sýningar sem þessir gagnrýnendur telja merkilegastar ár hvert og birtur er listi yfir 60 bestu sýningarnar, sem eru valdar úr hópi um 1.500 sýninga. „Þetta er í sjötta skipti sem tilnefningar eru veittar en aldrei hafa verið fleiri sýningar en þetta árið,“ segir Þorleifur. Menning Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta er auðvitað mikill heiður, enda er ég þarna á lista með öllum helstu leikstjórum heims,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri, en uppsetning hans á Rómeó og Júlíu hefur verið tilnefnd sem sýning ársins í Þýskalandi, Austurríki og í Sviss á nachtkritik.de, stærsta vettvangi leiklistarumræðu í Þýskalandi. Sýningin, sem var frumsýnd í borgarleikhúsinu í Mainz í október síðastliðnum, er nýstárleg nálgun við þetta frægasta verk Shakespeares. „Þetta er ekki bara mín vinna, bak við þessa uppsetningu stendur þrotlaus vinna og langt samstarf við listamenn eins og Jósef Halldórsson og Filippíu Elísdóttur, sem ég hef unnið með lengi,“ bætir Þorleifur við. Fyrir vefinn nachtkritik.de skrifa vel á sjötta tug gagnrýnenda – en hann birtir leikdóma að morgni eftir frumsýningar á flestöllum verkum hins þýskumælandi heims. Þorleifur hefur áður verið tilnefndur í þessum sama flokki fyrir uppsetningu sína á Pétri Gaut árið 2010, en vefurinn tekur árlega saman þær sýningar sem þessir gagnrýnendur telja merkilegastar ár hvert og birtur er listi yfir 60 bestu sýningarnar, sem eru valdar úr hópi um 1.500 sýninga. „Þetta er í sjötta skipti sem tilnefningar eru veittar en aldrei hafa verið fleiri sýningar en þetta árið,“ segir Þorleifur.
Menning Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira