Kunnáttan kom frá Danmörku Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2014 11:00 Guðjón ætlar að miðla fróðleik um þá sögu sem rakin er í tveimur bindum um Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands. Fréttablaðið/Stefán „Ég ætla að taka fyrir tvö atriði sem segja má að séu nýjungar í söguskoðun,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur um erindi sitt á fræðslufundi Minja og sögu klukkan 17 á morgun þar sem hann fjallar um tilurð og efni bókanna Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, eftir hann og Jón Þ. Þór sagnfræðing. Dönsku kaupmennirnir og einokunarverslunin verður fyrra umræðuefni Guðjóns. Hann segir ítök hollenskra og þýskra kaupmanna hafa verið mun meiri hér en áður hafi fram komið. „Danakonungur var svo háður lánardrottnum, sérstaklega í Amsterdam og Hamborg, útaf alls konar stríðsrekstri, að hann neyddist til að láta þá hafa meiri ítök í Íslandsversluninni en hann hefði kosið. Oft voru því dönsku kaupmennirnir hér bara leppar hollenskra og þýskra aðila, sérstaklega á það við um 17. öldina þegar þessi Íslandsverslun stóð með hvað mestum blóma,“ segir hann. Hann segir til dæmis markaðinn fyrir íslenska skreið, sem var aðalútflutningsvara Íslendinga, hafa verið mestan í Hamborg. „Þar var skreiðinni skipað upp og þaðan var hún flutt suður í Evrópu,“ upplýsir hann. Guðjón segir ýmsa hópa Íslendinga hafa verið í Kaupmannahöfn fyrr á öldum, umfram þá stúdenta sem alltaf er talað um, til dæmis konur sem fóru þangað til að mennta sig í ýmsum greinum og einnig handverksmenn við nám og störf. „Við vitum um Hallgrím Pétursson sem fór til Danmerkur að læra járnsmíði en þeir voru miklu, miklu fleiri. Í rauninni kemur öll handverkskunnátta okkar frá Danmörku, trésmíði og allt mögulegt,“ segir hann. „Ég leitaði heimilda um iðnaðarmenn sem fóru ýmist í framhaldsnám í Danmörku eða lærðu þar alveg frá upphafi og fann 270 trésmiði á tímabilinu frá 1814 til 1918. Þeir eru örugglega ekki nærri allir upp taldir. Þannig að öll þessi danskættuðu gömlu timburhús hér byggjast á handverki sem er lært í Danmörku.“Að loknum fyrirlestrinum í Þjóðminjasafninu mun Guðjón svara fyrirspurnum. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
„Ég ætla að taka fyrir tvö atriði sem segja má að séu nýjungar í söguskoðun,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur um erindi sitt á fræðslufundi Minja og sögu klukkan 17 á morgun þar sem hann fjallar um tilurð og efni bókanna Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, eftir hann og Jón Þ. Þór sagnfræðing. Dönsku kaupmennirnir og einokunarverslunin verður fyrra umræðuefni Guðjóns. Hann segir ítök hollenskra og þýskra kaupmanna hafa verið mun meiri hér en áður hafi fram komið. „Danakonungur var svo háður lánardrottnum, sérstaklega í Amsterdam og Hamborg, útaf alls konar stríðsrekstri, að hann neyddist til að láta þá hafa meiri ítök í Íslandsversluninni en hann hefði kosið. Oft voru því dönsku kaupmennirnir hér bara leppar hollenskra og þýskra aðila, sérstaklega á það við um 17. öldina þegar þessi Íslandsverslun stóð með hvað mestum blóma,“ segir hann. Hann segir til dæmis markaðinn fyrir íslenska skreið, sem var aðalútflutningsvara Íslendinga, hafa verið mestan í Hamborg. „Þar var skreiðinni skipað upp og þaðan var hún flutt suður í Evrópu,“ upplýsir hann. Guðjón segir ýmsa hópa Íslendinga hafa verið í Kaupmannahöfn fyrr á öldum, umfram þá stúdenta sem alltaf er talað um, til dæmis konur sem fóru þangað til að mennta sig í ýmsum greinum og einnig handverksmenn við nám og störf. „Við vitum um Hallgrím Pétursson sem fór til Danmerkur að læra járnsmíði en þeir voru miklu, miklu fleiri. Í rauninni kemur öll handverkskunnátta okkar frá Danmörku, trésmíði og allt mögulegt,“ segir hann. „Ég leitaði heimilda um iðnaðarmenn sem fóru ýmist í framhaldsnám í Danmörku eða lærðu þar alveg frá upphafi og fann 270 trésmiði á tímabilinu frá 1814 til 1918. Þeir eru örugglega ekki nærri allir upp taldir. Þannig að öll þessi danskættuðu gömlu timburhús hér byggjast á handverki sem er lært í Danmörku.“Að loknum fyrirlestrinum í Þjóðminjasafninu mun Guðjón svara fyrirspurnum. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira