Kaldranaleg kúvending Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 8. janúar 2014 06:00 Nýtt upphaf! Ný tækifæri! Nýtt líf! Ég drattast fram úr í kolniðamyrkri og tíni á mig spjarirnar, fyrsta heila vinnuvikan er fram undan í langan tíma og það er janúar. Úti bítur frostið og vindgnauðið smýgur inn um hlustirnar. Byrjaðu núna! Engar afsakanir! Ég feta mig eftir svellbunkanum og sýg upp í nefið. Menn eru víst komnir á kolvetnalaust heyri ég útundan mér, sneiða hjá sterkju og drekka sítrónuvatn á fastandi maga. Fólk deilir á milli sín leiðbeiningum um innkaup fyrir þennan og hinn kúrinn. Einhverjir ætla að fasta. Alls staðar er fólk að snúa við blaðinu, taka sig á og varla hægt að fletta blaði né opna netið án þess að dynji á manni skilaboð frá bísperrtum heilsuspekúlöntum með uppskriftir að bættum lífsstíl. Lausnina fyrir þig! Og mig sjálfsagt líka. En ég er lítið í lausnum svona á janúarmorgni. Vaknaði ekki fyrr til að skjótast í ræktina áður en vinnudagur hæfist. Er ekki einu sinni búin að kaupa mér kort. Skokkaði heldur ekki hring í hverfinu fyrir morgunmat og þeytti ekki grænan klíðishristing í blandaranum í morgun. Ég bara drattaðist. Undanfarnar vikur hafa enda snúist um allt annað. Það er ekki langt síðan ég leitaði ákaft að uppskrift að mjúkum súkkulaðismákökum. Ég datt niður á eina sem innihélt svo mikið smjör, svo mikið súkkulaði og svo mikinn sykur að útkoman varð draumi líkust. Uppskriftin dugði í 70 kökur! Ég bakaði tvo umganga. Það er enn styttra síðan ég skóflaði í mig dísætri pavlóvu og drakk heitt súkkulaði með rjóma með án þess að blikna, og það rétt eftir að ég hafði farið tvær ferðir í majonesbaðaða smurbrauðstertuna og heita réttinn! Ég kæmist ekki upp með það í dag. En ég mátti eiga von á þessu. Þessi lífsstílskúvending yfirtekur alltaf allt um leið og nýtt ár gengur í garð. Kaldranalegt, svona á kaldasta tíma ársins. Ég læt minninguna um pavlóvuna fleyta mér inn í nýja árið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun
Nýtt upphaf! Ný tækifæri! Nýtt líf! Ég drattast fram úr í kolniðamyrkri og tíni á mig spjarirnar, fyrsta heila vinnuvikan er fram undan í langan tíma og það er janúar. Úti bítur frostið og vindgnauðið smýgur inn um hlustirnar. Byrjaðu núna! Engar afsakanir! Ég feta mig eftir svellbunkanum og sýg upp í nefið. Menn eru víst komnir á kolvetnalaust heyri ég útundan mér, sneiða hjá sterkju og drekka sítrónuvatn á fastandi maga. Fólk deilir á milli sín leiðbeiningum um innkaup fyrir þennan og hinn kúrinn. Einhverjir ætla að fasta. Alls staðar er fólk að snúa við blaðinu, taka sig á og varla hægt að fletta blaði né opna netið án þess að dynji á manni skilaboð frá bísperrtum heilsuspekúlöntum með uppskriftir að bættum lífsstíl. Lausnina fyrir þig! Og mig sjálfsagt líka. En ég er lítið í lausnum svona á janúarmorgni. Vaknaði ekki fyrr til að skjótast í ræktina áður en vinnudagur hæfist. Er ekki einu sinni búin að kaupa mér kort. Skokkaði heldur ekki hring í hverfinu fyrir morgunmat og þeytti ekki grænan klíðishristing í blandaranum í morgun. Ég bara drattaðist. Undanfarnar vikur hafa enda snúist um allt annað. Það er ekki langt síðan ég leitaði ákaft að uppskrift að mjúkum súkkulaðismákökum. Ég datt niður á eina sem innihélt svo mikið smjör, svo mikið súkkulaði og svo mikinn sykur að útkoman varð draumi líkust. Uppskriftin dugði í 70 kökur! Ég bakaði tvo umganga. Það er enn styttra síðan ég skóflaði í mig dísætri pavlóvu og drakk heitt súkkulaði með rjóma með án þess að blikna, og það rétt eftir að ég hafði farið tvær ferðir í majonesbaðaða smurbrauðstertuna og heita réttinn! Ég kæmist ekki upp með það í dag. En ég mátti eiga von á þessu. Þessi lífsstílskúvending yfirtekur alltaf allt um leið og nýtt ár gengur í garð. Kaldranalegt, svona á kaldasta tíma ársins. Ég læt minninguna um pavlóvuna fleyta mér inn í nýja árið.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun