Allra síðasta tækifærið til að sjá Stóru börnin í Tjarnarbíói Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. janúar 2014 11:00 Birna Hafstein í hlutverki sínu í Stóru börnunum. Tvær sýningar á Stóru börnunum eftir Lilju Sigurðardóttur í uppsetningu Lab Loka verða í Tjarnarbíói um helgina. Að sögn Birnu Hafstein leikkonu í sýningunni er ástæðan sú að færri komust að en vildu á sýningarnar fyrir jólin. „Áhorfendur voru gífurlega ánægðir og við ákváðum að gefa þeim, sem ekki voru búnir að koma, þetta tækifæri til að bæta úr því,“ segir hún. „En þetta verða allra síðustu sýningarnar svo þeir sem vilja koma verða að drífa sig.“ Birna segir mikla spennu ríkja innan leikhópsins þar sem von sé á aðilum frá Þýskalandi sem komi til landsins gagngert til að sjá sýninguna. „Meira get ég eiginlega ekki sagt strax, en við erum mjög spennt og ánægð með hvað það er mikill áhugi fyrir sýningunni.“ Stóru börnin fékk mikið lof áhorfenda og gagnrýnenda þegar hún var sýnd í nóvember og byrjun desember. Símon Birgisson í Djöflaeyjunni valdi hana sýningu haustsins. Jón Viðar Jónsson, gagnrýnandi Fréttablaðsins, gaf henni fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, og að hans mati var Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri sýningarinnar, leikstjóri ársins. Þá valdi Sigurður Valgeirsson, gagnrýnandi Morgunblaðsins, hana sem eina af fimm bestu sýningum ársins. Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tvær sýningar á Stóru börnunum eftir Lilju Sigurðardóttur í uppsetningu Lab Loka verða í Tjarnarbíói um helgina. Að sögn Birnu Hafstein leikkonu í sýningunni er ástæðan sú að færri komust að en vildu á sýningarnar fyrir jólin. „Áhorfendur voru gífurlega ánægðir og við ákváðum að gefa þeim, sem ekki voru búnir að koma, þetta tækifæri til að bæta úr því,“ segir hún. „En þetta verða allra síðustu sýningarnar svo þeir sem vilja koma verða að drífa sig.“ Birna segir mikla spennu ríkja innan leikhópsins þar sem von sé á aðilum frá Þýskalandi sem komi til landsins gagngert til að sjá sýninguna. „Meira get ég eiginlega ekki sagt strax, en við erum mjög spennt og ánægð með hvað það er mikill áhugi fyrir sýningunni.“ Stóru börnin fékk mikið lof áhorfenda og gagnrýnenda þegar hún var sýnd í nóvember og byrjun desember. Símon Birgisson í Djöflaeyjunni valdi hana sýningu haustsins. Jón Viðar Jónsson, gagnrýnandi Fréttablaðsins, gaf henni fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, og að hans mati var Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri sýningarinnar, leikstjóri ársins. Þá valdi Sigurður Valgeirsson, gagnrýnandi Morgunblaðsins, hana sem eina af fimm bestu sýningum ársins.
Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira