Ekkert annað en Persaflóinn í boði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2014 09:15 Heimir Hallgrímsson sagði að hægt væri að búa til næstum fjögur lið úr þeim hópi Íslendinga sem spila á Norðurlöndunum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Eftir að Ísland féll úr leik í umspili fyrir HM 2014 í nóvember síðastliðnum er strax farið að leggja grunn fyrir undankeppni næsta stórmóts. Ísland mætir Svíþjóð í æfingaleik sem fer fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 21. janúar næstkomandi. Heimir Hallgrímsson tilkynnti landsliðshópinn í gær en hann er aðeins skipaður leikmönnum sem spila hér á landi eða á hinum Norðurlöndunum. „Þetta eru nauðsynlegir leikir,“ sagði Heimir við Fréttablaðið í gær en Ísland spilaði síðast æfingaleik með sams konar fyrirkomulagi árið 2012. „Í fyrra fengum við ekki tækifæri til að prófa neinn nýjan leikmann og teljum við það ósanngjarnt fyrir þá leikmenn sem eru að standa sig vel. Þess vegna eru leikir sem þessir afar mikilvægir.“Ekkert annað í boði Heimir hafði orð á því að það kynni að hljóma kjánalega að leika æfingaleik gegn Svíþjóð við Persaflóann. „Það var einfaldlega ekkert annað í boði fyrir okkur,“ útskýrir Heimir. „Ég veit ekki hvort kostnaðurinn sem þessu fylgir er mikill fyrir KSÍ en við hefðum alltaf þurft að fara í ferðalag nema við hefðum fundið hentugt verkefni á Norðurlöndunum. Slíkt var ekki í boði og því var ákveðið að taka þessu.“ Heimir tók fram á fundinum í gær að alls er 41 íslenskur knattspyrnumaður að spila á hinum Norðurlöndunum og því hafi verið úr stórum hópi að velja. Ákveðið hafi verið að leggja áherslu á unga leikmenn en einnig þá sem hafa gert tilkall til sætis í landsliðinu. „Það er mikilvægt fyrir leikmenn eins og Indriða, Elmar og Matthías að fá tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir þjálfaranum. Þetta eru strákar sem hafa viljað fá stærra hlutverk með landsliðinu.“Lítið breyst í samstarfinu við Lars Þetta verður fyrsti leikur Heimis sem aðallandsliðsþjálfari en hann deilir nú þeirri stöðu með Lars Lagerbäck eftir að hafa verið aðstoðarmaður Svíans undanfarin tvö ár. „Það hefur í raun lítið breyst í okkar samstarfi. Ég er með stærra hlutverk en áður og hef ef til vill meira að segja um hverjir eru valdir og fleira slíkt. En skipting á verkum breytist ekki mikið,“ segir Heimir. „Lars þarf þar að auki ekki lengur að koma til Íslands fyrir einn blaðamannafund þannig að þetta fyrirkomulag er þægilegt fyrir hann.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira
Eftir að Ísland féll úr leik í umspili fyrir HM 2014 í nóvember síðastliðnum er strax farið að leggja grunn fyrir undankeppni næsta stórmóts. Ísland mætir Svíþjóð í æfingaleik sem fer fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 21. janúar næstkomandi. Heimir Hallgrímsson tilkynnti landsliðshópinn í gær en hann er aðeins skipaður leikmönnum sem spila hér á landi eða á hinum Norðurlöndunum. „Þetta eru nauðsynlegir leikir,“ sagði Heimir við Fréttablaðið í gær en Ísland spilaði síðast æfingaleik með sams konar fyrirkomulagi árið 2012. „Í fyrra fengum við ekki tækifæri til að prófa neinn nýjan leikmann og teljum við það ósanngjarnt fyrir þá leikmenn sem eru að standa sig vel. Þess vegna eru leikir sem þessir afar mikilvægir.“Ekkert annað í boði Heimir hafði orð á því að það kynni að hljóma kjánalega að leika æfingaleik gegn Svíþjóð við Persaflóann. „Það var einfaldlega ekkert annað í boði fyrir okkur,“ útskýrir Heimir. „Ég veit ekki hvort kostnaðurinn sem þessu fylgir er mikill fyrir KSÍ en við hefðum alltaf þurft að fara í ferðalag nema við hefðum fundið hentugt verkefni á Norðurlöndunum. Slíkt var ekki í boði og því var ákveðið að taka þessu.“ Heimir tók fram á fundinum í gær að alls er 41 íslenskur knattspyrnumaður að spila á hinum Norðurlöndunum og því hafi verið úr stórum hópi að velja. Ákveðið hafi verið að leggja áherslu á unga leikmenn en einnig þá sem hafa gert tilkall til sætis í landsliðinu. „Það er mikilvægt fyrir leikmenn eins og Indriða, Elmar og Matthías að fá tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir þjálfaranum. Þetta eru strákar sem hafa viljað fá stærra hlutverk með landsliðinu.“Lítið breyst í samstarfinu við Lars Þetta verður fyrsti leikur Heimis sem aðallandsliðsþjálfari en hann deilir nú þeirri stöðu með Lars Lagerbäck eftir að hafa verið aðstoðarmaður Svíans undanfarin tvö ár. „Það hefur í raun lítið breyst í okkar samstarfi. Ég er með stærra hlutverk en áður og hef ef til vill meira að segja um hverjir eru valdir og fleira slíkt. En skipting á verkum breytist ekki mikið,“ segir Heimir. „Lars þarf þar að auki ekki lengur að koma til Íslands fyrir einn blaðamannafund þannig að þetta fyrirkomulag er þægilegt fyrir hann.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira