Verður að gæda við Rio Grande til vors Karl Lúðvíksson skrifar 29. desember 2014 11:45 Kristján með fallegan sjóbirting úr Rio Grande Íslenskir veiðileiðsögumenn hafa margir fengið verkefni utan landssteinanna og hafa þeir víða farið með veiðistöng í farteskinu. Mislangt fara þeir þó en það er varla lengra farið frá heimahögum en til Argentínu, nánar tiltekið við ánna Rio Grande, þar sem Kristján Ævar Gunnarsson kemur til með að starfa við veiðileiðsögn fram til 17. apríl á komandi ári. Núna er hásumar þar syðra og veiðitíminn að nálgast sína bestu daga og þá er nóg að gera. Þarna eltast veiðimenn við sjóbirting sem getur verið mjög vænn. Að sögn Kristjáns er veiðin ekkert ólík því sem veiðimenn eiga að venjast við árnar hér heima en töluvert meiri fjölbreytni er þó í fluguvali en þarna er t.d. vinsælt að veiða sjóbirtinga á þurrflugu en það er ekki mikið stundað á Íslandi einhverra hluta vegna. Þegar þessu veiðiævintýri lýkur kemur Kristján aftur heim til Íslands en þá tekur við veiðileiðsögn í Miðfjarðará og Laugardalsá. En þar sem það verða líklega tæpir tveir mánuðir á milli þess sem hann kemur heim og þar til laxinn fer að ganga ætlar hann að verja þeim tíma í silungsveiði vítt og breitt um landið á komandi vori. Þetta hljómar eins og draumalíf fyrir veiðimenn. Stangveiði Mest lesið Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Fyrsta Sportveiðiblað ársins komið út Veiði Þegar örflugurnar gefa best Veiði Vænar bleikjur farnar að taka flugurnar í Þingvallavatni Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Stangveiðin hófst í gær Veiði
Íslenskir veiðileiðsögumenn hafa margir fengið verkefni utan landssteinanna og hafa þeir víða farið með veiðistöng í farteskinu. Mislangt fara þeir þó en það er varla lengra farið frá heimahögum en til Argentínu, nánar tiltekið við ánna Rio Grande, þar sem Kristján Ævar Gunnarsson kemur til með að starfa við veiðileiðsögn fram til 17. apríl á komandi ári. Núna er hásumar þar syðra og veiðitíminn að nálgast sína bestu daga og þá er nóg að gera. Þarna eltast veiðimenn við sjóbirting sem getur verið mjög vænn. Að sögn Kristjáns er veiðin ekkert ólík því sem veiðimenn eiga að venjast við árnar hér heima en töluvert meiri fjölbreytni er þó í fluguvali en þarna er t.d. vinsælt að veiða sjóbirtinga á þurrflugu en það er ekki mikið stundað á Íslandi einhverra hluta vegna. Þegar þessu veiðiævintýri lýkur kemur Kristján aftur heim til Íslands en þá tekur við veiðileiðsögn í Miðfjarðará og Laugardalsá. En þar sem það verða líklega tæpir tveir mánuðir á milli þess sem hann kemur heim og þar til laxinn fer að ganga ætlar hann að verja þeim tíma í silungsveiði vítt og breitt um landið á komandi vori. Þetta hljómar eins og draumalíf fyrir veiðimenn.
Stangveiði Mest lesið Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Fyrsta Sportveiðiblað ársins komið út Veiði Þegar örflugurnar gefa best Veiði Vænar bleikjur farnar að taka flugurnar í Þingvallavatni Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Stangveiðin hófst í gær Veiði