Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. desember 2014 10:45 Þær björgunaraðgerðir sem unnar voru á Landspítalanum á sunnudag í síðustu viku eftir að karlmaður var stunginn með hnífi á Hverfisgötu þykja kraftaverki líkastar. Maðurinn, Sebastian Andrzej Golab, var stunginn í gegnum hjartað og voru áverkarnir verulega alvarlegir, en á tímapunkti var honum ekki hugað líf. Þrekvirkið sem læknar og heilbrigðisstarfsfólk unnu og komu Sebastiani til bjargar var því ótrúlegt. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu í gær og hefur það gott. Sjúklingurinn að fjara út Það voru skurðlæknarnir Tómas Guðbjartsson og Helgi Kjartan Sigurðsson sem tóku á móti Sebastiani á Landspítalanum, en báðir voru þeir á bakvakt heima hjá sér. „Ég sat bara að snæðingi með frúnni. En við gátum komið okkur niður eftir mjög hratt þannig að við vorum komnir um 1-2 mínútum eftir að sjúklingurinn kemur inn. Þá er hann að fjara út fyrir framan okkur á kannski 2-3 mínútum og augljóst að þetta var ekki að stefna í rétta átt,“ sagði Tómas í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en Sebastian hefur gefið honum góðfúslegt leyfi til að segja frá sögunni.„Ég er orðlaus. Ég er bara venjulegur maður og myndi gefa þessu fólki sem bjargaði lífi mínu bæði allt sem ég á og ekki á,“ segir Sebastian.vísir/ernirOpin hjartaaðgerð inni á bráðamóttöku Ástandið var það slæmt að enginn tími gafst til að fara með Sebastian á skurðstofu, sem staðsett er á annarri hæð hússins. Ákvörðun var því tekin um að fara inn í eitt herbergi slysavarðstofunnar og opna þar brjósthol hans. „Það var bara með hálfgerðum plasthníf sem er notaður meira til að hreinsa sár. Ekki eiginlegur skurðhnífur,“ segir Tómas. „Þá er farið inn í brjóstholið vinstra megin og markmiðið er að létta á þessu blóði sem er í kringum hjartað. Kallað hjartaþröng. Þá er tvennt sem gerist. Annars vegar að sjúklingnum blæðir út, en það eru að fara kannski fimm lítrar um kerfið á mínútu, og það þarf ekki stórt gat á hjartað til að sjúklingnum blæði út á nokkrum mínútum. En það er sekkur í kringum hjartað sem kallast gollurshús og hann að hluta til heldur blóðinu inni og minnkar blæðinguna. En að sama skapi gerir hann það líka að verkum að blóðið safnast saman fyrir utan hjartað þannig að hjartað nær ekki að fylla sig. Það var það sem var að gerast, hvort tveggja. Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“„Með hjartað í lúkunum“ Gollurshúsið er bandvefshulstur sem liggur utan um hjartað, eða þekur það og var það opnað þegar Sebastían fór í hjartastopp og síðan hjartahnoðað beint. „Eða eins og maður segir, með hjartað í lúkunum.“ Skömmu síðar náði Tómas hjartanu aftur í gang, en á þessari stundu var Sebastiani nánast búið að blæða út. Aðalatriðið með hnoðinu er að koma blóði upp til heilans. „Heilinn þarf ekki nema kannski fjórar mínútur og þá byrja frumurnar að skemmast óafturkræft, þannig að aðalatriðið er að reyna að varðveita heilastarfsemina.“Hélt rifbeinunum í sundur Á meðan þessu stóð hélt Helgi Kjartan rifbeinunum í sundur, en svokölluð rifjaglenna var ekki til staðar. „Hann er sterkur maður,“ segir Tómas.Tómas notaði plasthníf til að skera sjúklinginn upp. Hann setti síðan einn fingur í gatið á hjartanu til að koma í veg fyrir að það myndi dæla út blóði.vísir/pjeturSebastian fór fjórum til fimm sinnum í hjartastopp eftir að Tómas náði hjartslættinum aftur í gang. Það var vegna blóðleysis en talið er að Sebastian hafi misst um fimm lítra af blóði.Með fingurinn í gatinu til að koma í veg fyrir blóðmissi „Við sjáum allt í einu að það var kominn blóðþrýstingur og allt að ganga í rétta átt. Þá var auðvitað að setja puttann í gatið, halda áfram að fylla blóð, og þegar sjúklingurinn var orðinn sæmilega stabíll þá tekur maður svona sauma í þetta gat sem er í hjartanu. Maður verður samt að passa sig hvað maður er að gera því það eru kransæðar þarna allt í kring sem liggja utan um hjartað og næra hjartað. Það er ekki sama hvernig maður gerir þetta.“Myndi gefa þeim allt sem ég á Sebastian sagði í samtali við Fréttablaðið á mánudag vera afar þakklátur og ánægður með að vera á lífi. Ég er orðlaus. Ég er bara venjulegur maður og myndi gefa þessu fólki sem bjargaði lífi mínu bæði allt sem ég á og ekki á,“ sagði Sebastian. Tengdar fréttir Fjórir handteknir vegna hnífsstungu á Hverfisgötu Sá særði var fluttur á spítala og er í aðgerð. Ekki er hægt að upplýsa um ástand hans að svo stöddu. 23. nóvember 2014 22:02 Fjórir yfirheyrðir vegna lífshættulegrar hnífstungu Yfirheyrslur hefjast um hádegisbil yfir fjórum karlmönnum, sem eru grunaðir um að hafa sært karlmann lífshættulega á Hverfisgötu í gærkvöldi. 24. nóvember 2014 12:07 Hnífstungan á Hverfisgötu: Tveir hinna handteknu látnir lausir Rannsókn lögreglu á líkamsárásinni í gærkvöldi í fullum gangi. 24. nóvember 2014 20:04 Tókst á ögurstundu að stöðva hjartablæðingu Skjót viðbrögð lækna og hjúkrunarfólks björguðu lífi manns eftir að hann var stunginn í hjartað á Hverfisgötu. Læknir hnoðaði hjarta mannsins í höndunum. 28. nóvember 2014 07:00 Hnífstungan á Hverfisgötu: Hæstiréttur staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir mönnunum þremur sem grunaðir eru um að hafa stungið mann á Hverfisgötu þann 23. nóvember. 28. nóvember 2014 15:00 Þakklátur fyrir að hafa lifað af hnífstungu gegnum hjartað Sebastian var stunginn í gegnum hjartað á Hverfisgötu fyrir rúmri viku. Með ótrúlegum hætti tókst að bjarga lífi hans og bati hans þykir undraverður. Hann lítur á björgunina sem annað tækifæri og ætlar að lifa lífinu með allt öðrum hætti hér eftir. 1. desember 2014 08:15 Lýst eftir manni í tengslum við hnífstunguna Þeir sem vita hvar Arkadiusz Lech Ustaszewski er niðurkominn eru beðnir að hafa samband við lögreglu. 24. nóvember 2014 17:12 Arkadiusz Lech kominn í leitirnar Arkadiusz Lech Ustaszewski sem lögregla lýsti eftir í tengslum við rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Hverfisgötu í Reykjavík á sunnudagskvöld er fundinn. 25. nóvember 2014 13:53 Hnífurinn gekk í hjarta mannsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann í gærkvöldi mann, sem hún hafði lýst eftir vegna rannsóknar á lífshættulegu hnífstungumáli, sem kom upp í heimahúsi við Hverfisgötu aðfararnótt sunnudags. 26. nóvember 2014 14:44 Í lífshættu eftir hnífstungu á Hverfisgötu Karlmaður liggur nú þungt haldinn og í lífshættu, að sögn lækna, á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu á Hverfisgötu í gærkvöldi. Lögreglan handtók fjóra karlmenn á vettvangi, grunaða um að hafa veitt manninum lífshættulega áverka. 24. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Sjá meira
Þær björgunaraðgerðir sem unnar voru á Landspítalanum á sunnudag í síðustu viku eftir að karlmaður var stunginn með hnífi á Hverfisgötu þykja kraftaverki líkastar. Maðurinn, Sebastian Andrzej Golab, var stunginn í gegnum hjartað og voru áverkarnir verulega alvarlegir, en á tímapunkti var honum ekki hugað líf. Þrekvirkið sem læknar og heilbrigðisstarfsfólk unnu og komu Sebastiani til bjargar var því ótrúlegt. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu í gær og hefur það gott. Sjúklingurinn að fjara út Það voru skurðlæknarnir Tómas Guðbjartsson og Helgi Kjartan Sigurðsson sem tóku á móti Sebastiani á Landspítalanum, en báðir voru þeir á bakvakt heima hjá sér. „Ég sat bara að snæðingi með frúnni. En við gátum komið okkur niður eftir mjög hratt þannig að við vorum komnir um 1-2 mínútum eftir að sjúklingurinn kemur inn. Þá er hann að fjara út fyrir framan okkur á kannski 2-3 mínútum og augljóst að þetta var ekki að stefna í rétta átt,“ sagði Tómas í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en Sebastian hefur gefið honum góðfúslegt leyfi til að segja frá sögunni.„Ég er orðlaus. Ég er bara venjulegur maður og myndi gefa þessu fólki sem bjargaði lífi mínu bæði allt sem ég á og ekki á,“ segir Sebastian.vísir/ernirOpin hjartaaðgerð inni á bráðamóttöku Ástandið var það slæmt að enginn tími gafst til að fara með Sebastian á skurðstofu, sem staðsett er á annarri hæð hússins. Ákvörðun var því tekin um að fara inn í eitt herbergi slysavarðstofunnar og opna þar brjósthol hans. „Það var bara með hálfgerðum plasthníf sem er notaður meira til að hreinsa sár. Ekki eiginlegur skurðhnífur,“ segir Tómas. „Þá er farið inn í brjóstholið vinstra megin og markmiðið er að létta á þessu blóði sem er í kringum hjartað. Kallað hjartaþröng. Þá er tvennt sem gerist. Annars vegar að sjúklingnum blæðir út, en það eru að fara kannski fimm lítrar um kerfið á mínútu, og það þarf ekki stórt gat á hjartað til að sjúklingnum blæði út á nokkrum mínútum. En það er sekkur í kringum hjartað sem kallast gollurshús og hann að hluta til heldur blóðinu inni og minnkar blæðinguna. En að sama skapi gerir hann það líka að verkum að blóðið safnast saman fyrir utan hjartað þannig að hjartað nær ekki að fylla sig. Það var það sem var að gerast, hvort tveggja. Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“„Með hjartað í lúkunum“ Gollurshúsið er bandvefshulstur sem liggur utan um hjartað, eða þekur það og var það opnað þegar Sebastían fór í hjartastopp og síðan hjartahnoðað beint. „Eða eins og maður segir, með hjartað í lúkunum.“ Skömmu síðar náði Tómas hjartanu aftur í gang, en á þessari stundu var Sebastiani nánast búið að blæða út. Aðalatriðið með hnoðinu er að koma blóði upp til heilans. „Heilinn þarf ekki nema kannski fjórar mínútur og þá byrja frumurnar að skemmast óafturkræft, þannig að aðalatriðið er að reyna að varðveita heilastarfsemina.“Hélt rifbeinunum í sundur Á meðan þessu stóð hélt Helgi Kjartan rifbeinunum í sundur, en svokölluð rifjaglenna var ekki til staðar. „Hann er sterkur maður,“ segir Tómas.Tómas notaði plasthníf til að skera sjúklinginn upp. Hann setti síðan einn fingur í gatið á hjartanu til að koma í veg fyrir að það myndi dæla út blóði.vísir/pjeturSebastian fór fjórum til fimm sinnum í hjartastopp eftir að Tómas náði hjartslættinum aftur í gang. Það var vegna blóðleysis en talið er að Sebastian hafi misst um fimm lítra af blóði.Með fingurinn í gatinu til að koma í veg fyrir blóðmissi „Við sjáum allt í einu að það var kominn blóðþrýstingur og allt að ganga í rétta átt. Þá var auðvitað að setja puttann í gatið, halda áfram að fylla blóð, og þegar sjúklingurinn var orðinn sæmilega stabíll þá tekur maður svona sauma í þetta gat sem er í hjartanu. Maður verður samt að passa sig hvað maður er að gera því það eru kransæðar þarna allt í kring sem liggja utan um hjartað og næra hjartað. Það er ekki sama hvernig maður gerir þetta.“Myndi gefa þeim allt sem ég á Sebastian sagði í samtali við Fréttablaðið á mánudag vera afar þakklátur og ánægður með að vera á lífi. Ég er orðlaus. Ég er bara venjulegur maður og myndi gefa þessu fólki sem bjargaði lífi mínu bæði allt sem ég á og ekki á,“ sagði Sebastian.
Tengdar fréttir Fjórir handteknir vegna hnífsstungu á Hverfisgötu Sá særði var fluttur á spítala og er í aðgerð. Ekki er hægt að upplýsa um ástand hans að svo stöddu. 23. nóvember 2014 22:02 Fjórir yfirheyrðir vegna lífshættulegrar hnífstungu Yfirheyrslur hefjast um hádegisbil yfir fjórum karlmönnum, sem eru grunaðir um að hafa sært karlmann lífshættulega á Hverfisgötu í gærkvöldi. 24. nóvember 2014 12:07 Hnífstungan á Hverfisgötu: Tveir hinna handteknu látnir lausir Rannsókn lögreglu á líkamsárásinni í gærkvöldi í fullum gangi. 24. nóvember 2014 20:04 Tókst á ögurstundu að stöðva hjartablæðingu Skjót viðbrögð lækna og hjúkrunarfólks björguðu lífi manns eftir að hann var stunginn í hjartað á Hverfisgötu. Læknir hnoðaði hjarta mannsins í höndunum. 28. nóvember 2014 07:00 Hnífstungan á Hverfisgötu: Hæstiréttur staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir mönnunum þremur sem grunaðir eru um að hafa stungið mann á Hverfisgötu þann 23. nóvember. 28. nóvember 2014 15:00 Þakklátur fyrir að hafa lifað af hnífstungu gegnum hjartað Sebastian var stunginn í gegnum hjartað á Hverfisgötu fyrir rúmri viku. Með ótrúlegum hætti tókst að bjarga lífi hans og bati hans þykir undraverður. Hann lítur á björgunina sem annað tækifæri og ætlar að lifa lífinu með allt öðrum hætti hér eftir. 1. desember 2014 08:15 Lýst eftir manni í tengslum við hnífstunguna Þeir sem vita hvar Arkadiusz Lech Ustaszewski er niðurkominn eru beðnir að hafa samband við lögreglu. 24. nóvember 2014 17:12 Arkadiusz Lech kominn í leitirnar Arkadiusz Lech Ustaszewski sem lögregla lýsti eftir í tengslum við rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Hverfisgötu í Reykjavík á sunnudagskvöld er fundinn. 25. nóvember 2014 13:53 Hnífurinn gekk í hjarta mannsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann í gærkvöldi mann, sem hún hafði lýst eftir vegna rannsóknar á lífshættulegu hnífstungumáli, sem kom upp í heimahúsi við Hverfisgötu aðfararnótt sunnudags. 26. nóvember 2014 14:44 Í lífshættu eftir hnífstungu á Hverfisgötu Karlmaður liggur nú þungt haldinn og í lífshættu, að sögn lækna, á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu á Hverfisgötu í gærkvöldi. Lögreglan handtók fjóra karlmenn á vettvangi, grunaða um að hafa veitt manninum lífshættulega áverka. 24. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Sjá meira
Fjórir handteknir vegna hnífsstungu á Hverfisgötu Sá særði var fluttur á spítala og er í aðgerð. Ekki er hægt að upplýsa um ástand hans að svo stöddu. 23. nóvember 2014 22:02
Fjórir yfirheyrðir vegna lífshættulegrar hnífstungu Yfirheyrslur hefjast um hádegisbil yfir fjórum karlmönnum, sem eru grunaðir um að hafa sært karlmann lífshættulega á Hverfisgötu í gærkvöldi. 24. nóvember 2014 12:07
Hnífstungan á Hverfisgötu: Tveir hinna handteknu látnir lausir Rannsókn lögreglu á líkamsárásinni í gærkvöldi í fullum gangi. 24. nóvember 2014 20:04
Tókst á ögurstundu að stöðva hjartablæðingu Skjót viðbrögð lækna og hjúkrunarfólks björguðu lífi manns eftir að hann var stunginn í hjartað á Hverfisgötu. Læknir hnoðaði hjarta mannsins í höndunum. 28. nóvember 2014 07:00
Hnífstungan á Hverfisgötu: Hæstiréttur staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir mönnunum þremur sem grunaðir eru um að hafa stungið mann á Hverfisgötu þann 23. nóvember. 28. nóvember 2014 15:00
Þakklátur fyrir að hafa lifað af hnífstungu gegnum hjartað Sebastian var stunginn í gegnum hjartað á Hverfisgötu fyrir rúmri viku. Með ótrúlegum hætti tókst að bjarga lífi hans og bati hans þykir undraverður. Hann lítur á björgunina sem annað tækifæri og ætlar að lifa lífinu með allt öðrum hætti hér eftir. 1. desember 2014 08:15
Lýst eftir manni í tengslum við hnífstunguna Þeir sem vita hvar Arkadiusz Lech Ustaszewski er niðurkominn eru beðnir að hafa samband við lögreglu. 24. nóvember 2014 17:12
Arkadiusz Lech kominn í leitirnar Arkadiusz Lech Ustaszewski sem lögregla lýsti eftir í tengslum við rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Hverfisgötu í Reykjavík á sunnudagskvöld er fundinn. 25. nóvember 2014 13:53
Hnífurinn gekk í hjarta mannsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann í gærkvöldi mann, sem hún hafði lýst eftir vegna rannsóknar á lífshættulegu hnífstungumáli, sem kom upp í heimahúsi við Hverfisgötu aðfararnótt sunnudags. 26. nóvember 2014 14:44
Í lífshættu eftir hnífstungu á Hverfisgötu Karlmaður liggur nú þungt haldinn og í lífshættu, að sögn lækna, á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu á Hverfisgötu í gærkvöldi. Lögreglan handtók fjóra karlmenn á vettvangi, grunaða um að hafa veitt manninum lífshættulega áverka. 24. nóvember 2014 07:03