Fótbolti

Hjálpuðu stuðningsmönnum liðsins að drekkja sorgum sínum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Miðvörðurinn Mats Hummels með einn hélaðan kláran fyrir stuðningsmann Dortmund.
Miðvörðurinn Mats Hummels með einn hélaðan kláran fyrir stuðningsmann Dortmund. mynd/Borussia Dortmund
Þó Dortmund sé nánast óstöðvandi í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á þessu tímabili er liðið í afar óvæntri stöðu í þýsku 1. deildinni.

Dortmund er á botni deildarinnar með með aðeins ellefu stig eftir þrettán umferðir, en það hefur unnið tvo titla og hafnað tvisvar sinnum í öðru sæti á síðustu fjórum tímabilinu.

Þrátt fyrir þetta skelfilega gengi er alltaf fullt á Signal Iduna-vellinum og frábærir stuðningsmenn liðsins leggja ekki árar í bát.

Þennan stuðning vildu leikmenn Dortmund þakka fyrir og mættu þeir því að vanda á jólaboð félagsins þar sem þeir árituðu treyjur og tóku myndir af sér með fólkinu.

En þeir hættu ekki þar heldur skiptust þeir á að taka vakt á barnum þar sem þeir afgreiddu bjór til stuðningsmannanna og hjálpuðu þeim að drekkja sorgum sínum.

Markvörðurinn Roman Weidenfeller lætur ekki freyða yfir.mynd/Borussia Dortmund
Aðeins of mikil froða hjá Sebastian Kehlmynd/Borussia Dortmund
Neven Subotic eflaust fengið einn frá Kehl. Alltof mikil froða.mynd/Borussia Dortmund
Marco Reus, t.v., er í endurhæfingu vegna meiðsla og sat því bara og áritaði.mynd/Borussia Dortmund

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×