Innlent

Vill svör um af hverju vopnareglur lögreglu eru leyndarmál

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Árni Páll vill vita hvort það komi til greina að afnema leyndina.
Árni Páll vill vita hvort það komi til greina að afnema leyndina. Vísir / Ernir
Árni Páll Árnason vill svör frá innanríkisráðherra um hver séu efnisrök fyrir því að halda reglugerð um vopnabúnað lögreglu frá 1999 leyndri. Hann hefur lagt fram fyrirspurn þess efnis fram á þinginu. Þar spyr hann einnig að því hvort komi til greina að afnema leyndina.

Þingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd hafa fengið að skoða leynilegar reglur lögreglunnar um notkun vopna. Þeir þurftu að kvitta fyrir móttöku og skil á reglunum, þeir voru beðnir um trúnað og þeir máttu ekki halda eftir eintaki af reglunum.

Reglurnar eru hvergi birtar opinberlega og er strangur trúnaður um þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×