Fótbolti

Drónar munu leysa dómara af hólmi

Franz Beckenbauer.
Franz Beckenbauer. vísir/getty
Þýska goðsögnin Franz Beckenbauer óttast um framtíð dómara í knattspyrnunni.

Þýska úrvalsdeildin hefur ákveðið að taka upp marklínutækni á næsta tímabili þar sem það hefur gengið vel í ensku úrvalsdeildinni. Beckenbauer segir að tæknin muni ekki stöðva þar.

„Við lifum á öld þar sem allt snýst um tæknina. Við vitum öll að þetta endar ekki með marklínutækni," sagði Beckenbauer.

„Á einhverjum tímapunkti verða dómarar óþarfir. Drónar munu svífa yfir vellinum og fylgjast með því sem er að gerast. Ég trúi því í alvörunni að svona líti framtíðin út. Ég held aftur á móti að ég verði ekki á lífi til þess að upplifa það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×