Dortmund á botninum | Versta byrjun í sögu félagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2014 22:30 Það var þungt yfir Klopp eftir leikinn í dag. vísir/getty Staða Borussia Dortmund í þýsku Bundesligunni í fótbolta versnaði enn frekar þegar liðið tapaði fyrir Frankfurt á útivelli í dag. Dortmund situr nú í 18. og neðsta sæti Bundesligunnar með 11 stig, en þetta er versta byrjun í sögu félagsins. Dortmund hefur aðeins unnið þrjá af 13 leikjum sínum í deildinni og ljóst er einhver breyting þarf að verða á ef ekki á illa að fara. Aðeins tvö ár eru síðan liðið varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi og fyrir ári lék liðið til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Fall liðsins er því talsvert á skömmum tíma.Klopp hughreystir sína menn.vísir/gettyJürgen Klopp, knattspyrnustjóri Dortmund, sagðist í viðtali eftir leikinn gegn Frankfurt taka fulla ábyrgð á slöku gengi liðsins. Hann sagði ennfremur að hann væri ekki á förum. „Það verður ekki skipt um þjálfara. Ég get stokkið frá borði. Ég get ekki farið fyrr en það finnst betri lausn,“ sagði Klopp sem hefur stýrt Dortmund frá árinu 2008. Undir hans stjórn varð liðið þýskur meistari 2011 og 2012 og bikarmeistari 2012. Þá komst Dortmund alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar 2013, eins og áður sagði. Síðustu tvö tímabil hefur Dortmund endað í 2. sæti Bundesligunnar á eftir Bayern München.Shinji Kagawa og félagar komust lítt áleiðis gegn Frankfurt í dag.vísir/gettyLiðið varð hins vegar fyrir miklu áfalli þegar pólski framherjinn Robert Lewandowski gekk til liðsins við Bayern í sumar, en Dortmund hefur ekki tekist að fylla það skarð. Tveir framherjar voru keyptir í stað Lewandowskis, Adrian Ramos og Ciro Immobile, en þeir hafa aðeins skorað fjögur mörk samtals í deildinni. Þá hafa meiðsli lykilmanna á borð við Marco Reus og Mats Hummels ekki hjálpað til, en þeir hafa báðir verið orðaðir við brotthvarf frá félaginu. Þrátt fyrir hörmungargengið gengur Dortmund flest í haginn í Meistaradeildinni, en liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Dortmund tekur á móti Hoffenheim í næsta leik sínum í þýsku deildinni á föstudaginn. Þýski boltinn Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Sjá meira
Staða Borussia Dortmund í þýsku Bundesligunni í fótbolta versnaði enn frekar þegar liðið tapaði fyrir Frankfurt á útivelli í dag. Dortmund situr nú í 18. og neðsta sæti Bundesligunnar með 11 stig, en þetta er versta byrjun í sögu félagsins. Dortmund hefur aðeins unnið þrjá af 13 leikjum sínum í deildinni og ljóst er einhver breyting þarf að verða á ef ekki á illa að fara. Aðeins tvö ár eru síðan liðið varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi og fyrir ári lék liðið til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Fall liðsins er því talsvert á skömmum tíma.Klopp hughreystir sína menn.vísir/gettyJürgen Klopp, knattspyrnustjóri Dortmund, sagðist í viðtali eftir leikinn gegn Frankfurt taka fulla ábyrgð á slöku gengi liðsins. Hann sagði ennfremur að hann væri ekki á förum. „Það verður ekki skipt um þjálfara. Ég get stokkið frá borði. Ég get ekki farið fyrr en það finnst betri lausn,“ sagði Klopp sem hefur stýrt Dortmund frá árinu 2008. Undir hans stjórn varð liðið þýskur meistari 2011 og 2012 og bikarmeistari 2012. Þá komst Dortmund alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar 2013, eins og áður sagði. Síðustu tvö tímabil hefur Dortmund endað í 2. sæti Bundesligunnar á eftir Bayern München.Shinji Kagawa og félagar komust lítt áleiðis gegn Frankfurt í dag.vísir/gettyLiðið varð hins vegar fyrir miklu áfalli þegar pólski framherjinn Robert Lewandowski gekk til liðsins við Bayern í sumar, en Dortmund hefur ekki tekist að fylla það skarð. Tveir framherjar voru keyptir í stað Lewandowskis, Adrian Ramos og Ciro Immobile, en þeir hafa aðeins skorað fjögur mörk samtals í deildinni. Þá hafa meiðsli lykilmanna á borð við Marco Reus og Mats Hummels ekki hjálpað til, en þeir hafa báðir verið orðaðir við brotthvarf frá félaginu. Þrátt fyrir hörmungargengið gengur Dortmund flest í haginn í Meistaradeildinni, en liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Dortmund tekur á móti Hoffenheim í næsta leik sínum í þýsku deildinni á föstudaginn.
Þýski boltinn Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti