Hanna Birna hættir Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2014 13:41 Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í dag en Lekamálið hefur reynst henni erfitt. vísir Uppfært klukkan 15:20Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna afsagnar sinnar. Þar segist hún hætta sem innanríkisráðherra en ætla að sitja áfram sem þingmaður. Þannig axli hún ábyrgð. Allt um yfirlýsingu Hönnu Birnu hér.Í spilaranum neðst í fréttinni má hlusta á þegar Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, afhenti fjölmiðlum yfirlýsingu ráðherra.Frétt Vísis frá fyrr í dag Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Hanna Birna Kristjánsdóttir segja af sér sem innanríkisráðherra í dag. Þröngum hópi í kringum Hönnu Birnu var kunnugt um þetta, eða allt þar til klukkan um 13:30, að þetta fór að spyrjast út. Fréttamenn 365 reyndu að ná tali af Hönnu Birnu við ráðuneytið um 14:15, en hún fór inn bakdyramegin hússins þannig að ekki tókst að fá hana til að tjá sig um tíðindin. Nútíminn greindi fyrstur frá málinu en síðan aðrir miðlar.Sjá einnig: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Heimildir Vísis herma að Hanna Birna hafi tilkynnt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bjarna Benediktssyni um þessa ákvörðun sína símleiðis skömmu fyrir hádegi í dag en hún mætti ekki á ríkisstjórnarfund í morgun. Hanna Birna mun jafnframt hafa tilkynnt nánstu samstarfsmönnum sínum ákvörðun sína fyrr í dag. Þá mun víst þykja að Hanna Birna ætli ekki segja af sér sem varaformaður Sjálftæðisflokksins, né mun hún hætta á þingi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Vísi hefur ekki tekist að ná í Hönnu Birnu vegna málsins ennþá, né Þóreyju Vilhjálmsdóttur, aðstoðarkonu hennar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki vita neitt um málið.Sjá einnig: Sjálfstæðismenn koma af fjöllum Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, sagði fyrr í dag, í samtali við Vísi, að Hanna Birna sé nú á ríkisstjórnarfundi. En vildi að öðru leyti ekki tjá sig neitt um málið. Forsætisráðherra er að hans sögn nú á leið til Hafnar til að sitja miðstjórnarfund Framsóknarflokksins.Sjá einnig: „Vona innilega að hún segi af sér“Uppfært kl. 14:00 Vísir var að tala við Guðlaug Þór Þórðarson sitjandi þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, og hann sagði að sér væri ekki kunnugt um að Hanna Birna ætlaði að segja af sér. Sér þætti þetta sérkennilegur tími til slíks, þessi dagur væri ekki góður til að segja af sér ráðherradómi. Ekki hefur verið boðað til þingflokksfundar, eftir því sem Guðlaugur Þór best veit -- og hann ætti að vita það.Uppfært kl.14:45Upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að yfirlýsingar frá Hönnu Birnu sé að vænta. Lekamálið Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Uppfært klukkan 15:20Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna afsagnar sinnar. Þar segist hún hætta sem innanríkisráðherra en ætla að sitja áfram sem þingmaður. Þannig axli hún ábyrgð. Allt um yfirlýsingu Hönnu Birnu hér.Í spilaranum neðst í fréttinni má hlusta á þegar Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, afhenti fjölmiðlum yfirlýsingu ráðherra.Frétt Vísis frá fyrr í dag Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Hanna Birna Kristjánsdóttir segja af sér sem innanríkisráðherra í dag. Þröngum hópi í kringum Hönnu Birnu var kunnugt um þetta, eða allt þar til klukkan um 13:30, að þetta fór að spyrjast út. Fréttamenn 365 reyndu að ná tali af Hönnu Birnu við ráðuneytið um 14:15, en hún fór inn bakdyramegin hússins þannig að ekki tókst að fá hana til að tjá sig um tíðindin. Nútíminn greindi fyrstur frá málinu en síðan aðrir miðlar.Sjá einnig: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Heimildir Vísis herma að Hanna Birna hafi tilkynnt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bjarna Benediktssyni um þessa ákvörðun sína símleiðis skömmu fyrir hádegi í dag en hún mætti ekki á ríkisstjórnarfund í morgun. Hanna Birna mun jafnframt hafa tilkynnt nánstu samstarfsmönnum sínum ákvörðun sína fyrr í dag. Þá mun víst þykja að Hanna Birna ætli ekki segja af sér sem varaformaður Sjálftæðisflokksins, né mun hún hætta á þingi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Vísi hefur ekki tekist að ná í Hönnu Birnu vegna málsins ennþá, né Þóreyju Vilhjálmsdóttur, aðstoðarkonu hennar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki vita neitt um málið.Sjá einnig: Sjálfstæðismenn koma af fjöllum Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, sagði fyrr í dag, í samtali við Vísi, að Hanna Birna sé nú á ríkisstjórnarfundi. En vildi að öðru leyti ekki tjá sig neitt um málið. Forsætisráðherra er að hans sögn nú á leið til Hafnar til að sitja miðstjórnarfund Framsóknarflokksins.Sjá einnig: „Vona innilega að hún segi af sér“Uppfært kl. 14:00 Vísir var að tala við Guðlaug Þór Þórðarson sitjandi þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, og hann sagði að sér væri ekki kunnugt um að Hanna Birna ætlaði að segja af sér. Sér þætti þetta sérkennilegur tími til slíks, þessi dagur væri ekki góður til að segja af sér ráðherradómi. Ekki hefur verið boðað til þingflokksfundar, eftir því sem Guðlaugur Þór best veit -- og hann ætti að vita það.Uppfært kl.14:45Upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að yfirlýsingar frá Hönnu Birnu sé að vænta.
Lekamálið Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira