Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Bjarki Ármannsson skrifar 11. nóvember 2014 22:15 Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. Vísir/GVA Gísli Freyr Valdórsson, sem í dag viðurkenndi fyrir saksóknara að hafa lekið trúnaðargögnum um hælisleitandann Tony Omos úr innanríkisráðuneytinu, segist í tilkynningu til fjölmiðla hafa „brugðist trúnaði þeirra sem um fjallað“ og að hann verði nú að „horfast í augu við gjörðir“ sínar. Hann ítrekar að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann hafi brotið lög með því að hafa átt við minnisblað úr ráðuneytinu og sent til fjölmiðla. Hann segir mistök sín hafa falist í því að telja eðlilegt að upplýsa almenning á Íslandi betur um málefni Omos. Gísli segist sjálfur bera ábyrgð á því að hafa spunnið í kringum sig „lygavef“ og að hann hafi logið að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar hún spurði hann hvort hann hefði sent minnisblaðið til fjölmiðla. Tilkynningu Gísla í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Tilkynning frá Gísla Frey Valdórssyni Ég kýs að stíga fram og viðurkenna að hafa afhent fjölmiðlum upplýsingar um málefni hælisleitenda sem höfðu verið í opinberri umræðu í nóvember 2013. Ég get ekki lengur lifað í lygavef sem ég sjálfur ber ábyrgð á að hafa spunnið í kringum mig. Það er ljóst að ég hef brugðist trúnaði þeirra einstaklinga sem um var fjallað og trausti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og samstarfsfólks í innanríkisráðuneytinu. Nú er mál að linni og ég verð að horfast í augu við gjörðir mínar. Mér hefur verið vikið úr starfi og nú bíð ég dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þegar ég afhenti fjölmiðlum upplýsingarnar var það gert í góðri trú. Þá gerði ég mér ekki grein fyrir alvarleika málsins, hvað þá að um lögbrot var að ræða. Það var dómgreindarbrestur af minni hálfu. Fjölmiðlar höfðu þá spurst fyrir um málið sem málsaðilar höfðu sjálfir haft frumkvæði að fjalla um opinberlega. En eðli þessara mála er viðkvæmt og stjórnsýslan getur ekki upplýst um alla anga þeirra. Mistök mín fólust í því að telja eðlilegt að upplýsa almenning á Íslandi betur um efni málsins frá fleiri hliðum en komið höfðu fram. Daginn eftir gerði ég mér grein fyrir að ég hafði tekið ranga ákvörðun. Í stað þess að vera maður til að viðurkenna mistök mín strax sagði ég ráðherra ósatt þegar hún spurði mig hvort ég hefði sent fjölmiðlum upplýsingarnar. Þar sem ég naut þá og síðar óskoraðs trausts ráðherra hafði hún enga ástæðu til að draga orð mín í efa.Það má vera að reynsluleysi mitt í stjórnsýslu hafi gert það að verkum að ég gerði mér ekki grein fyrir alvarleika málsins. En tíminn leið og málið vatt uppá sig með afleiðingum sem ég sá ekki fyrir. Það varð því alltaf erfiðara fyrir mig að stíga til baka og viðurkenna að ég hafði ekki sagt satt frá í upphafi. Það er erfitt að útskýra af hverju ég tók ekki af skarið fyrr og viðurkenndi brot mitt. Mig tekur það mjög sárt gagnvart öllum þeim sem ég hef starfað með og hafa mátt sæta ásökunum í kjölfar þeirrar atburðarrásar sem ég ber ábyrgð á. Mig tekur það sárt gagnvart fólki sem tekur þátt í stjórnmálum með það að leiðarljósi að berjast fyrir hugsjónum sínum af heiðarleika og mig tekur það sárt gagnvart almenningi sem á að geta treyst á fagmennsku í íslenskri stjórnsýslu. Ég brást þessu fólki en vil horfast í augu við mistök mín og biðja það fyrirgefningar. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna ber vitni í málinu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er á meðal þeirra sem kvödd verða til vitnis í máli ríkissaksóknara á hendur Gísla Frey Valdórssyni. 16. september 2014 11:45 Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42 Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Ákæran gegn Gísla Frey í heild sinni Hann er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra. 19. ágúst 2014 18:18 Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Innanríkisráðherra ítrekar að hún hafi enga vitneskju um að aðstoðarmaður sinn hafi lekið minnisblaði til fjölmiðla 16. ágúst 2014 18:57 Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28 Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður "Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum. 15. ágúst 2014 20:14 Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32 Gísli Freyr með tæp 900 þúsund á mánuði Fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, heldur óskertum launum á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum. 16. september 2014 06:00 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 5. nóvember 2014 13:29 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, sem í dag viðurkenndi fyrir saksóknara að hafa lekið trúnaðargögnum um hælisleitandann Tony Omos úr innanríkisráðuneytinu, segist í tilkynningu til fjölmiðla hafa „brugðist trúnaði þeirra sem um fjallað“ og að hann verði nú að „horfast í augu við gjörðir“ sínar. Hann ítrekar að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann hafi brotið lög með því að hafa átt við minnisblað úr ráðuneytinu og sent til fjölmiðla. Hann segir mistök sín hafa falist í því að telja eðlilegt að upplýsa almenning á Íslandi betur um málefni Omos. Gísli segist sjálfur bera ábyrgð á því að hafa spunnið í kringum sig „lygavef“ og að hann hafi logið að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar hún spurði hann hvort hann hefði sent minnisblaðið til fjölmiðla. Tilkynningu Gísla í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Tilkynning frá Gísla Frey Valdórssyni Ég kýs að stíga fram og viðurkenna að hafa afhent fjölmiðlum upplýsingar um málefni hælisleitenda sem höfðu verið í opinberri umræðu í nóvember 2013. Ég get ekki lengur lifað í lygavef sem ég sjálfur ber ábyrgð á að hafa spunnið í kringum mig. Það er ljóst að ég hef brugðist trúnaði þeirra einstaklinga sem um var fjallað og trausti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og samstarfsfólks í innanríkisráðuneytinu. Nú er mál að linni og ég verð að horfast í augu við gjörðir mínar. Mér hefur verið vikið úr starfi og nú bíð ég dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þegar ég afhenti fjölmiðlum upplýsingarnar var það gert í góðri trú. Þá gerði ég mér ekki grein fyrir alvarleika málsins, hvað þá að um lögbrot var að ræða. Það var dómgreindarbrestur af minni hálfu. Fjölmiðlar höfðu þá spurst fyrir um málið sem málsaðilar höfðu sjálfir haft frumkvæði að fjalla um opinberlega. En eðli þessara mála er viðkvæmt og stjórnsýslan getur ekki upplýst um alla anga þeirra. Mistök mín fólust í því að telja eðlilegt að upplýsa almenning á Íslandi betur um efni málsins frá fleiri hliðum en komið höfðu fram. Daginn eftir gerði ég mér grein fyrir að ég hafði tekið ranga ákvörðun. Í stað þess að vera maður til að viðurkenna mistök mín strax sagði ég ráðherra ósatt þegar hún spurði mig hvort ég hefði sent fjölmiðlum upplýsingarnar. Þar sem ég naut þá og síðar óskoraðs trausts ráðherra hafði hún enga ástæðu til að draga orð mín í efa.Það má vera að reynsluleysi mitt í stjórnsýslu hafi gert það að verkum að ég gerði mér ekki grein fyrir alvarleika málsins. En tíminn leið og málið vatt uppá sig með afleiðingum sem ég sá ekki fyrir. Það varð því alltaf erfiðara fyrir mig að stíga til baka og viðurkenna að ég hafði ekki sagt satt frá í upphafi. Það er erfitt að útskýra af hverju ég tók ekki af skarið fyrr og viðurkenndi brot mitt. Mig tekur það mjög sárt gagnvart öllum þeim sem ég hef starfað með og hafa mátt sæta ásökunum í kjölfar þeirrar atburðarrásar sem ég ber ábyrgð á. Mig tekur það sárt gagnvart fólki sem tekur þátt í stjórnmálum með það að leiðarljósi að berjast fyrir hugsjónum sínum af heiðarleika og mig tekur það sárt gagnvart almenningi sem á að geta treyst á fagmennsku í íslenskri stjórnsýslu. Ég brást þessu fólki en vil horfast í augu við mistök mín og biðja það fyrirgefningar.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna ber vitni í málinu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er á meðal þeirra sem kvödd verða til vitnis í máli ríkissaksóknara á hendur Gísla Frey Valdórssyni. 16. september 2014 11:45 Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42 Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Ákæran gegn Gísla Frey í heild sinni Hann er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra. 19. ágúst 2014 18:18 Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Innanríkisráðherra ítrekar að hún hafi enga vitneskju um að aðstoðarmaður sinn hafi lekið minnisblaði til fjölmiðla 16. ágúst 2014 18:57 Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28 Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður "Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum. 15. ágúst 2014 20:14 Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32 Gísli Freyr með tæp 900 þúsund á mánuði Fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, heldur óskertum launum á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum. 16. september 2014 06:00 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 5. nóvember 2014 13:29 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Hanna Birna ber vitni í málinu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er á meðal þeirra sem kvödd verða til vitnis í máli ríkissaksóknara á hendur Gísla Frey Valdórssyni. 16. september 2014 11:45
Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42
Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08
Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04
Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02
Ákæran gegn Gísla Frey í heild sinni Hann er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra. 19. ágúst 2014 18:18
Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Innanríkisráðherra ítrekar að hún hafi enga vitneskju um að aðstoðarmaður sinn hafi lekið minnisblaði til fjölmiðla 16. ágúst 2014 18:57
Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28
Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður "Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum. 15. ágúst 2014 20:14
Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32
Gísli Freyr með tæp 900 þúsund á mánuði Fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, heldur óskertum launum á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum. 16. september 2014 06:00
Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15
Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 5. nóvember 2014 13:29