Grafarþögn í ráðuneytinu Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2014 15:24 Ráðuneytið vísar í formsatriði, sem er að allar fyrirspurning eða samband við starfsmenn ráðuneytisins verði að fara í gegnum upplýsingafulltrúa, sem er í fríi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að fá nokkurn starfsmann innanríkisráðuneytisins til að tjá sig um afstöðu starfsmanna til Lekamálsins, eftir að til tíðinda dró í því í vikunni. Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri vísar til formsatriða, þeirra að frétta- og blaðamenn þurfi að hafa beint samband við upplýsingafulltrúa, og hann sé í fríi. Svo hafi þetta alltaf verið. RÚV greindi frá því í dag að innanríkisráðuneytið hafi fyrirskipað að fréttamenn fái ekki beinan aðgang að starfsmönnum fyrr en upplýsingafulltrúi ráðuneytisins kemur úr fríi á þriðjudag. Ingilín segir þetta misskilning en Vísir hefur fengið svipuð svör í afgreiðslu ráðuneytisins, en þetta er vægast sagt óheppilegt frí Jóhannesar Tómassonar upplýsingafulltrúa vegna óróa sem skapast hefur vegna mála Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ráðherra og játninga og dóms sem Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hlaut í gær. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að starfsmenn margir hverjir séu afar ósáttir við stöðu mála, hvernig málið hefur verið lagt upp gagnvart þeim, að þeir hafi mátt sitja sumir saklausir í ár grunaðir um leka. Því getur ekki verið úr vegi að spyrja þá milliliðalaust um hver afstaða þeirra til málsins er? Vísir hringdi í ráðuneytið í morgun en var þá vísað á tölvupóstfangið postur@irr.is með allar fyrirspurnir. Sú sem varð fyrir svörum vildi engum spurningum svara um hvort gefnar hefðu verið út fyrirskipanir um fjölmiðlabann starfsmanna eða hver hefði gefið út slíka tilskipun. Því var gripið til þess að senda slíka fyrirspurn. Og meðfylgjandi svar barst frá skrifstofu stefnumótunar og þróunar og undir ritar Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri. Hún segir fréttaflutning RÚV á misskilningi byggðan og bendir á að frá stofnun ráðuneytis hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Tilvísun í mál: IRR14110131Komdu sæll JakobÖllum fyrirspurnum sem berast ráðuneytinu er svarað. Ekkert hefur breyst í þeim efnum.Frétt RÚV er byggð á misskilningi og hef ég leiðrétt misskilninginn við RÚV.Frá stofnun ráðuneytisins hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Þegar upplýsingafulltrúinn er í fríi er fyrirspurnun beint á póstfang ráðuneytisins, postur@irr.is, en það pósthólf er vaktað yfir daginn og fyrirspurnun svarað.Góð kveðja, Ingilín Einn starfsmanna ráðuneytisins hefur látið að því liggja, í Facebookstatus, að verið sé að hefta tjáningarfrelsi starfsmanna, hann hvetur þá sem hafa óheft tjáningarfrelsi í lífinu, að nota það. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af starfsmönnum ráðuneytisins til að fá nánari svör við stöðu mála, afstöðu starfsmanna sem tæplega getur flokkast undir trúnaðarmál af nokkru tagi, en allir þeir sem náðst hefur í hafa verið þöglir sem gröfin, og engum spurningum viljað svara. Ekki einu sinni þeim hvort farið hafi verið fram á það við þá að þeir svari engum spurningum fjölmiðla. Lekamálið Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að fá nokkurn starfsmann innanríkisráðuneytisins til að tjá sig um afstöðu starfsmanna til Lekamálsins, eftir að til tíðinda dró í því í vikunni. Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri vísar til formsatriða, þeirra að frétta- og blaðamenn þurfi að hafa beint samband við upplýsingafulltrúa, og hann sé í fríi. Svo hafi þetta alltaf verið. RÚV greindi frá því í dag að innanríkisráðuneytið hafi fyrirskipað að fréttamenn fái ekki beinan aðgang að starfsmönnum fyrr en upplýsingafulltrúi ráðuneytisins kemur úr fríi á þriðjudag. Ingilín segir þetta misskilning en Vísir hefur fengið svipuð svör í afgreiðslu ráðuneytisins, en þetta er vægast sagt óheppilegt frí Jóhannesar Tómassonar upplýsingafulltrúa vegna óróa sem skapast hefur vegna mála Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ráðherra og játninga og dóms sem Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hlaut í gær. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að starfsmenn margir hverjir séu afar ósáttir við stöðu mála, hvernig málið hefur verið lagt upp gagnvart þeim, að þeir hafi mátt sitja sumir saklausir í ár grunaðir um leka. Því getur ekki verið úr vegi að spyrja þá milliliðalaust um hver afstaða þeirra til málsins er? Vísir hringdi í ráðuneytið í morgun en var þá vísað á tölvupóstfangið postur@irr.is með allar fyrirspurnir. Sú sem varð fyrir svörum vildi engum spurningum svara um hvort gefnar hefðu verið út fyrirskipanir um fjölmiðlabann starfsmanna eða hver hefði gefið út slíka tilskipun. Því var gripið til þess að senda slíka fyrirspurn. Og meðfylgjandi svar barst frá skrifstofu stefnumótunar og þróunar og undir ritar Ingilín Kristmannsdóttir skrifstofustjóri. Hún segir fréttaflutning RÚV á misskilningi byggðan og bendir á að frá stofnun ráðuneytis hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Tilvísun í mál: IRR14110131Komdu sæll JakobÖllum fyrirspurnum sem berast ráðuneytinu er svarað. Ekkert hefur breyst í þeim efnum.Frétt RÚV er byggð á misskilningi og hef ég leiðrétt misskilninginn við RÚV.Frá stofnun ráðuneytisins hafa frétta- og blaðamenn getað haft beint samband við upplýsingafulltrúa.Þegar upplýsingafulltrúinn er í fríi er fyrirspurnun beint á póstfang ráðuneytisins, postur@irr.is, en það pósthólf er vaktað yfir daginn og fyrirspurnun svarað.Góð kveðja, Ingilín Einn starfsmanna ráðuneytisins hefur látið að því liggja, í Facebookstatus, að verið sé að hefta tjáningarfrelsi starfsmanna, hann hvetur þá sem hafa óheft tjáningarfrelsi í lífinu, að nota það. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af starfsmönnum ráðuneytisins til að fá nánari svör við stöðu mála, afstöðu starfsmanna sem tæplega getur flokkast undir trúnaðarmál af nokkru tagi, en allir þeir sem náðst hefur í hafa verið þöglir sem gröfin, og engum spurningum viljað svara. Ekki einu sinni þeim hvort farið hafi verið fram á það við þá að þeir svari engum spurningum fjölmiðla.
Lekamálið Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira