Árásin í Grundarfirði: Mun líklega aldrei ná sér að fullu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 18:00 "Hann var ekki bara í lífshættu. Hann var í margfaldri lífshættu," segir læknir. vísir/vilhelm Maðurinn sem varð fyrir líkamsárásinni í Grundarfirði í júlí síðastliðnum mun aldrei ná sér að fullu. Nær engar líkur eru á að hann muni nokkurn tímann lifa því sem skilgreint er sem eðlilegt líf og mun að öllum líkindum alltaf þurfa á utanaðkomandi þjónustu að halda. Þetta kom fram í máli tveggja lækna sem báru vitni í Héraðsdómi Reykjaness við aðalmeðferð ríkissaksóknara á hendur tveggja manna sem grunaðir eru um stórfellda líkamsárás. Mönnunum tveimur, Íslendingi og Þjóðverja, er gefið að sök að hafa ráðist á karlmann á þrítugsaldri hinn 17. júlí síðastliðinn en neita báðir sök í málinu. Hluti árásarinnar náðist þó á myndbandsupptöku. „Hann var ekki bara í lífshættu. Hann var í margfaldri lífshættu,“ sagði annar læknanna sem bar vitni í málinu.Meira hér: Frásögn ákærðu Slagsmálin stóðu yfir í skamman tíma, einungis nokkrar mínútur, en nægilega lengi til þess að maðurinn missti meðvitund og hlaut meðal annars alvarlegan heilaskaða. Hann missti minnið og telja læknar litlar líkur á að hann öðlist minnið aftur. Hvorki langtíma- né skammtímaminni. Einungis hluti slagsmálanna náðist á myndbandsupptöku, en þar sést maðurinn detta aftur fyrir sig og skella með höfuðið í jörðina. Talið er líklegt að hann hafi misst meðvitund við fallið. Þá sést annar mannanna standa yfir honum og slá hann tveimur höggum í andlitið. Sá sem fyrir árásinni varð dvelur nú á endurhæfingardeildinni á Grensás. Að endurhæfingu lokinni fær hann íbúð í svokallaðri sjálfstæðri búsetu hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra þar sem hann fær utanaðkomandi skipulagða þjónustu. Hann var ekki kvaddur fyrir dóm í dag. Tengdar fréttir Fólskuleg líkamsárás í Grundarfirði Þolandinn liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus. 17. júlí 2014 06:15 Árásin á Grundarfirði: „Hann ögraði okkur allan tímann“ Íslendingur og Þjóðverji eru ákærðir fyrir stórfellda líkamsárásí sumar. Maður hlaut heilaskaða og mun aldrei öðlast langtíma- né skammtímaminni aftur. 14. nóvember 2014 15:45 Líkamsárásin í Grundarfirði: Mennirnir í fjögurra vikna gæsluvarðhald Mennirnir tveir sem eru sakaðir um alvarlega líkamsárás á Grundarfirði voru í Héraðsdómi Vesturlands í dag úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. júlí 2014 16:32 Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna árásarinnar á Grundarfirði Héraðsdómur Vesturlands hefur úrskurðað tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald í allt að fjórar vikur, á grundvelli almannahagsmuna. 25. júlí 2014 07:04 Líkamsárásin í Grundarfirði: Maðurinn enn í öndunarvél Lögreglan telur að áhöfn Baldvins NC 100 hafi orðið vitni að árásinni. 17. júlí 2014 11:16 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur Mennirnir tveir sem grunaðir eru fyrir líkamsárásina á Grundarfirði eru nú í gæsluvarðhaldi. 28. júlí 2014 15:45 Líkamsárásin í Grundarfirði: Framburður sakborninga samræmist ekki upptöku Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að annar sakborninga í líkamsárás í Grundarfirði skuli sæta gæsluvarðhaldi. 23. júlí 2014 12:03 Árásin á Grundarfirði: Haldið sofandi í öndunarvél Tveir karlmenn úrskurðaðir í allt að viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar á fólskulegri líkamsárás á karlmann á þrítugsaldri á hafnarsvæðinu í Grundarfirði í fyrrinótt. 18. júlí 2014 07:53 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Maðurinn sem varð fyrir líkamsárásinni í Grundarfirði í júlí síðastliðnum mun aldrei ná sér að fullu. Nær engar líkur eru á að hann muni nokkurn tímann lifa því sem skilgreint er sem eðlilegt líf og mun að öllum líkindum alltaf þurfa á utanaðkomandi þjónustu að halda. Þetta kom fram í máli tveggja lækna sem báru vitni í Héraðsdómi Reykjaness við aðalmeðferð ríkissaksóknara á hendur tveggja manna sem grunaðir eru um stórfellda líkamsárás. Mönnunum tveimur, Íslendingi og Þjóðverja, er gefið að sök að hafa ráðist á karlmann á þrítugsaldri hinn 17. júlí síðastliðinn en neita báðir sök í málinu. Hluti árásarinnar náðist þó á myndbandsupptöku. „Hann var ekki bara í lífshættu. Hann var í margfaldri lífshættu,“ sagði annar læknanna sem bar vitni í málinu.Meira hér: Frásögn ákærðu Slagsmálin stóðu yfir í skamman tíma, einungis nokkrar mínútur, en nægilega lengi til þess að maðurinn missti meðvitund og hlaut meðal annars alvarlegan heilaskaða. Hann missti minnið og telja læknar litlar líkur á að hann öðlist minnið aftur. Hvorki langtíma- né skammtímaminni. Einungis hluti slagsmálanna náðist á myndbandsupptöku, en þar sést maðurinn detta aftur fyrir sig og skella með höfuðið í jörðina. Talið er líklegt að hann hafi misst meðvitund við fallið. Þá sést annar mannanna standa yfir honum og slá hann tveimur höggum í andlitið. Sá sem fyrir árásinni varð dvelur nú á endurhæfingardeildinni á Grensás. Að endurhæfingu lokinni fær hann íbúð í svokallaðri sjálfstæðri búsetu hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra þar sem hann fær utanaðkomandi skipulagða þjónustu. Hann var ekki kvaddur fyrir dóm í dag.
Tengdar fréttir Fólskuleg líkamsárás í Grundarfirði Þolandinn liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus. 17. júlí 2014 06:15 Árásin á Grundarfirði: „Hann ögraði okkur allan tímann“ Íslendingur og Þjóðverji eru ákærðir fyrir stórfellda líkamsárásí sumar. Maður hlaut heilaskaða og mun aldrei öðlast langtíma- né skammtímaminni aftur. 14. nóvember 2014 15:45 Líkamsárásin í Grundarfirði: Mennirnir í fjögurra vikna gæsluvarðhald Mennirnir tveir sem eru sakaðir um alvarlega líkamsárás á Grundarfirði voru í Héraðsdómi Vesturlands í dag úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. júlí 2014 16:32 Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna árásarinnar á Grundarfirði Héraðsdómur Vesturlands hefur úrskurðað tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald í allt að fjórar vikur, á grundvelli almannahagsmuna. 25. júlí 2014 07:04 Líkamsárásin í Grundarfirði: Maðurinn enn í öndunarvél Lögreglan telur að áhöfn Baldvins NC 100 hafi orðið vitni að árásinni. 17. júlí 2014 11:16 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur Mennirnir tveir sem grunaðir eru fyrir líkamsárásina á Grundarfirði eru nú í gæsluvarðhaldi. 28. júlí 2014 15:45 Líkamsárásin í Grundarfirði: Framburður sakborninga samræmist ekki upptöku Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að annar sakborninga í líkamsárás í Grundarfirði skuli sæta gæsluvarðhaldi. 23. júlí 2014 12:03 Árásin á Grundarfirði: Haldið sofandi í öndunarvél Tveir karlmenn úrskurðaðir í allt að viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar á fólskulegri líkamsárás á karlmann á þrítugsaldri á hafnarsvæðinu í Grundarfirði í fyrrinótt. 18. júlí 2014 07:53 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Fólskuleg líkamsárás í Grundarfirði Þolandinn liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus. 17. júlí 2014 06:15
Árásin á Grundarfirði: „Hann ögraði okkur allan tímann“ Íslendingur og Þjóðverji eru ákærðir fyrir stórfellda líkamsárásí sumar. Maður hlaut heilaskaða og mun aldrei öðlast langtíma- né skammtímaminni aftur. 14. nóvember 2014 15:45
Líkamsárásin í Grundarfirði: Mennirnir í fjögurra vikna gæsluvarðhald Mennirnir tveir sem eru sakaðir um alvarlega líkamsárás á Grundarfirði voru í Héraðsdómi Vesturlands í dag úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. júlí 2014 16:32
Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna árásarinnar á Grundarfirði Héraðsdómur Vesturlands hefur úrskurðað tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald í allt að fjórar vikur, á grundvelli almannahagsmuna. 25. júlí 2014 07:04
Líkamsárásin í Grundarfirði: Maðurinn enn í öndunarvél Lögreglan telur að áhöfn Baldvins NC 100 hafi orðið vitni að árásinni. 17. júlí 2014 11:16
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur Mennirnir tveir sem grunaðir eru fyrir líkamsárásina á Grundarfirði eru nú í gæsluvarðhaldi. 28. júlí 2014 15:45
Líkamsárásin í Grundarfirði: Framburður sakborninga samræmist ekki upptöku Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að annar sakborninga í líkamsárás í Grundarfirði skuli sæta gæsluvarðhaldi. 23. júlí 2014 12:03
Árásin á Grundarfirði: Haldið sofandi í öndunarvél Tveir karlmenn úrskurðaðir í allt að viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar á fólskulegri líkamsárás á karlmann á þrítugsaldri á hafnarsvæðinu í Grundarfirði í fyrrinótt. 18. júlí 2014 07:53