Fótbolti

Læknir landsliðsins segir sjúkraþjálfarana vinna kraftaverk

Björn Sigurðsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifa
Gauti Laxdal fer fyrir fjögurra manna sjúkrateymi íslenska knattspyrnulandsliðsins sem mætir Tékklandi annað kvöld hér í Plzen.

Fyrr í vikunni mættu strákarnir Belgíu í vináttulandsleik í Brussel en alls telur hópurinn 24 leikmenn. Það er því í mörg horn að líta fyrir Gauta og hans menn, þó svo að allir séu sagðir heilir heilsu.

„Leikmenn koma í misjöfnu ástandi til okkar og við þurfum að kíkja á hvern leikmann sem kvartar,“ sagði Gauti í kvöldfréttum Stöðvar 2 en fréttina má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Það tekur svo alltaf á að spila erfiðan leik eins og við gerðum í Belgíu en heilt yfir hefur þetta gengið ótrúlega vel. Leikmennirnir eru í mjög góð standi enda vill enginn missa af leiknum á morgun.“

Gauti lofaði starf sjúkraþjálfaranna Stefáns Stefánssonar, Friðriks Ellerts Jónssonar og Rúnars Pálmarssonar. „Þeir eru algjörlega ómissandi í þessum verkefnum sem við erum að taka þátt í. Þeir vinna kraftaverk. Við læknarnir erum bara öryggisventill ef eitthvað alvarlegt myndi gerast.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×