Fótbolti

Þorvaldur ekki sammála Heimi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari HK og sparkspekingur 365, er ekki sammála Heimi Hallgrímssyni, öðrum þjálfara íslenska landsliðsins, að leikurinn í kvöld sé hálfgerður úrslitaleikur.

„Hollendingar hafa byrjað svakalega illa og hafa byrjað illa. Það var kannski hægt að búast við því eftir sumarið hjá þeim og breytingar," sagði Þorvaldur við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

„Svo er kannski hitt liðið líka sem maður hélt að myndi standa sig betur voru Tyrkirnir. Sú þjóð hefur ekki gert neitt og er ekki að fara gera neitt. Ég er ekki alveg sammála um að þetta sé úrslitaleikur, en þetta getur gefið því liði sem vinnur gríðarlega góða stöðu."

Allt innslagið má sjá hér að ofan þar sem Þorvaldur talar meðal annars um möguleika Íslands í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×