Króatar náðu í gott stig gegn Ítalíu á San Siro í Mílanó í gær þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli, en mörkin skoruðu Antonio Candreva og Ivan Perisic.
Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum þurfti dómarinn að gera hlé vegna óláta hjá hópi stuðningsmanna Króata sem hentu meðal annars blysum inn á völlinn.
„Ég skammast mín og er nú þegar búinn að biðja Ítalana afsökunar. Króatar eru ekki svona fólk. Orðspor okkar bíður hnekki vegna lítils hóps af bullum,“ sagði Kovac eftir leikinn.
„Ef einhver vill mótmæla einhverju þá er staður og stund til að gera það, en ekki á vellinum. Þarna koma fjölskyldur saman til að horfa á leikinn með börnin sín. Maður óttast um þetta fólk.“
Stigið dugði Króötum til að halda efsta sæti H-riðils á markatölu, en liðið er með jafnmörk stig og Ítalíu.
Knattspyrnusamband Króatíu á nú væntanlega von á myndarlegri sekt og jafnvel harðari refsingu vegna athæfis króatísku stuðningsmannanna á San Siro í gærkvöldi.

