Hætta á færibandavinnu í málum hælisleitenda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 13:04 Lögmaður Útlendingastofnunar segir málsmeðferð Omos hafa verið vandaða - hann hefði fengið tíma og tækifæri til að koma öllum sínum sjónarmiðum á framfæri. vísir/pjetur Lögmaður Tony Omos telur að minnisblaði um Omos hafi gagngert verið lekið úr innanríkisráðuneytinu til þess eins að gera hann tortryggilegan svo hægt væri að vísa honum úr landi. Lekinn hafi verið réttlæting ákvörðunar ráðuneytisins og fer fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins verði ógildur. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi lögmannsins en aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Omos biðlaði til stjórnvalda að veita sér hæli hér á landi, það sé honum nauðsynlegt svo hann fái tækifæri til að ala upp son sinn og vera með unnustu sinni. Sagði hann það ósk sína að koma aftur til landsins til að sjá barni sínu farborða.Álag engin afsökun Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Omos, sagði óviðunandi að mál hælisleitenda dragist á langinn og sagði að álag á starfsfólk sem fjalla eigi um málin sé ekki afsökun. Þess þó heldur skapist hætta á að niðurstöður allra mála verði eins og í færibandavinnu innan embætta. Hann sagði málsmeðferðina óvandaða og óviðundandi og vísaði í tvo dóma sem féllu í málum hælisleitenda á þessu ári. Sagði hann þá allt eins geta átt við um Omos því orðalagið væri alls staðar eins. Það væri til marks um að yfirvöld sinntu ekki rannsóknarskyldu sinni.Tony Omos, flóttamaður frá Nígeríu.Fékk að koma sínum sjónarmiðum á framfæri Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður Útlendingastofnunar, sagði málsmeðferðina vandaða. Omos hefði fengið þann tíma sem hann þurfti til að afla mikilvægra gagna og að hann hefði haft sinn andmælarétt. Ómögulegt hefði verið fyrir embættið að leggjast í rannsóknarvinnu á gögnum sem ekki hefðu komið fram. Hann hefði notið aðstoðar túlks, öll hans réttindi hefðu verið tryggð og hann fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Stefán gagnrýndi harðlega langan málsmeðferðartíma – tvö ár hefðu liðið frá því að Tony kom hingað þar til úrskurðað var í máli hans. Nú væri ár liðið frá því að kæra var lögð fram en þrátt fyrir það væri málið ekki lengra komið. Omos hefði verið hafður að ginningarfífli og orðinn hornreka í íslensku samfélagi í ljósi lekans. Þá sagði hann að innanríkisráðuneytið hefði ekki gætt hlutlægnisskyldu sinni við málsmeðferð Omos. Vísaði hann til minnisblaðsins máli sínu til stuðnings. Fanney Rós andmælti þessu og sagði þá málsástæðu hafa komið of seint fram og ekki studda neinum gögnum. Hún sagði mikla vinnu hafa farið fram við að meta aðstæður í ríkjum sem hælisleitendur væru sendir aftur til og að aðstæður í Sviss væru góðar. Aðalmeðferð málsins lauk með munnlegum málflutningi lögmannanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lekamálið Tengdar fréttir Lekamálið tekið til efnislegrar meðferðar Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10. október 2014 12:49 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22 Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15 Tony Omos: "Ég verð að fá að sjá son minn“ Aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2014 12:04 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Lögmaður Tony Omos telur að minnisblaði um Omos hafi gagngert verið lekið úr innanríkisráðuneytinu til þess eins að gera hann tortryggilegan svo hægt væri að vísa honum úr landi. Lekinn hafi verið réttlæting ákvörðunar ráðuneytisins og fer fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins verði ógildur. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi lögmannsins en aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Omos biðlaði til stjórnvalda að veita sér hæli hér á landi, það sé honum nauðsynlegt svo hann fái tækifæri til að ala upp son sinn og vera með unnustu sinni. Sagði hann það ósk sína að koma aftur til landsins til að sjá barni sínu farborða.Álag engin afsökun Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Omos, sagði óviðunandi að mál hælisleitenda dragist á langinn og sagði að álag á starfsfólk sem fjalla eigi um málin sé ekki afsökun. Þess þó heldur skapist hætta á að niðurstöður allra mála verði eins og í færibandavinnu innan embætta. Hann sagði málsmeðferðina óvandaða og óviðundandi og vísaði í tvo dóma sem féllu í málum hælisleitenda á þessu ári. Sagði hann þá allt eins geta átt við um Omos því orðalagið væri alls staðar eins. Það væri til marks um að yfirvöld sinntu ekki rannsóknarskyldu sinni.Tony Omos, flóttamaður frá Nígeríu.Fékk að koma sínum sjónarmiðum á framfæri Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður Útlendingastofnunar, sagði málsmeðferðina vandaða. Omos hefði fengið þann tíma sem hann þurfti til að afla mikilvægra gagna og að hann hefði haft sinn andmælarétt. Ómögulegt hefði verið fyrir embættið að leggjast í rannsóknarvinnu á gögnum sem ekki hefðu komið fram. Hann hefði notið aðstoðar túlks, öll hans réttindi hefðu verið tryggð og hann fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Stefán gagnrýndi harðlega langan málsmeðferðartíma – tvö ár hefðu liðið frá því að Tony kom hingað þar til úrskurðað var í máli hans. Nú væri ár liðið frá því að kæra var lögð fram en þrátt fyrir það væri málið ekki lengra komið. Omos hefði verið hafður að ginningarfífli og orðinn hornreka í íslensku samfélagi í ljósi lekans. Þá sagði hann að innanríkisráðuneytið hefði ekki gætt hlutlægnisskyldu sinni við málsmeðferð Omos. Vísaði hann til minnisblaðsins máli sínu til stuðnings. Fanney Rós andmælti þessu og sagði þá málsástæðu hafa komið of seint fram og ekki studda neinum gögnum. Hún sagði mikla vinnu hafa farið fram við að meta aðstæður í ríkjum sem hælisleitendur væru sendir aftur til og að aðstæður í Sviss væru góðar. Aðalmeðferð málsins lauk með munnlegum málflutningi lögmannanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Lekamálið Tengdar fréttir Lekamálið tekið til efnislegrar meðferðar Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10. október 2014 12:49 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22 Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15 Tony Omos: "Ég verð að fá að sjá son minn“ Aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2014 12:04 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Lekamálið tekið til efnislegrar meðferðar Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10. október 2014 12:49
Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04
Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22
Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15
Tony Omos: "Ég verð að fá að sjá son minn“ Aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2014 12:04