Segir Eggert hafa dylgjað um sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. nóvember 2014 22:43 Jóhann Páll segir Eggert hafa dylgjað um sig. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, hefur sent bréf til stjórnenda blaðsins þar sem fram kemur að honum hafi verið tjáð að nafn hans hafi iðulega borið á góma þegar Eggert Skúlason ræddi við aðra starfsmenn fyrirtækisins vegna greiningar sem hann vann á starfsemi blaðsins. Jóhann birti bréfið einnig á Facebook-síðu sinni. „Ólíkt öðrum starfsmönnum DV varð ég ekki þess heiðurs aðnjótandi að fá að ræða við Eggert Skúlason almannatengil, né fékk ég að svara netkönnun hans," ritar Jóhann til yfirmanna sinna og heldur áfram: „Hins vegar er mér sagt að hann hafi nafngreint mig sérstaklega í viðtölum við starfsfólk, þráspurt leiðandi spurninga um mig og mína persónu og dylgjað um að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum mínum á DV. Gagnrýndi hann sérstaklega skrif okkar Jóns Bjarka um lekamálið og málefni Hönnu Birnu, fréttaflutning sem við höfum hlotið blaðamannaverðlaun fyrir. Jóhann segir enn fremur að honum þætti það móðgandi ef skýrslan sem hann skilaði frá sér vegna greiningarinnar verði notuð sem grundvöllur frekari stefnumótunar fyrir DV. „Ég hef nú þegar rætt við fagfólk sem staðfestir að vinnubrögð sem þessi samræmist ekki þeim gæðakröfum sem venjulega eru gerðar til SWOT-greiningar; Eggert hljóti að hafa farið út fyrir hlutverk sitt." Í bréfinu segir Jóhann einnig frá viðbrögðum við fréttaskrifum hans. „Ég er óflokksbundinn en frjálslyndur og vinstrisinnaður, með sterkar skoðanir á mannréttindamálum. Ég hef aldrei farið í grafgötur með það en skrifað með krítískum hætti bæði um hægrimenn og vinstrimenn. Fyrir það hef ég þurft að þola aðkast á götum úti frá áhrifafólki innan Sjálfstæðisflokksins. Að sama skapi hefur ráðherra flokksins hringt í ritstjóra og beðið hann um að reka mig og samstarfsmann minn auk þess sem pólitískur aðstoðarmaður ráðherra fer nú fram á að við verðum dæmdir í fangelsi." Jóhann segist hafa fært fórnir fyrir blaðið. „Mér finnst ég ekki eiga svona framkomu skilið. Ég hef unnið á DV í þrjú ár og er stoltur af störfum mínum. Mér þykir vænt um blaðið og hef fært fórnir fyrir það," útskýrir hann og bætir við: „Þetta er hundleiðinlegt, en öllu verra er þegar árásirnar koma bakdyramegin frá. Eggerti Skúlasyni var falið að vinna SWOT-greiningu á fyrirtækinu. Eins og rökstutt hefur verið annars staðar er plaggið hans hrákasmíð. Eftir að hafa heyrt af dylgjum hans í minn garð og misheppnuðum tilraunum til að etja samstarfsfólki gegn mér – án þess að ég fengi að verja mig – hef ég verulegar efasemdir um að Eggerti hafi gengið gott eitt til þegar hann útbjó skýrslu sína." Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, hefur sent bréf til stjórnenda blaðsins þar sem fram kemur að honum hafi verið tjáð að nafn hans hafi iðulega borið á góma þegar Eggert Skúlason ræddi við aðra starfsmenn fyrirtækisins vegna greiningar sem hann vann á starfsemi blaðsins. Jóhann birti bréfið einnig á Facebook-síðu sinni. „Ólíkt öðrum starfsmönnum DV varð ég ekki þess heiðurs aðnjótandi að fá að ræða við Eggert Skúlason almannatengil, né fékk ég að svara netkönnun hans," ritar Jóhann til yfirmanna sinna og heldur áfram: „Hins vegar er mér sagt að hann hafi nafngreint mig sérstaklega í viðtölum við starfsfólk, þráspurt leiðandi spurninga um mig og mína persónu og dylgjað um að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum mínum á DV. Gagnrýndi hann sérstaklega skrif okkar Jóns Bjarka um lekamálið og málefni Hönnu Birnu, fréttaflutning sem við höfum hlotið blaðamannaverðlaun fyrir. Jóhann segir enn fremur að honum þætti það móðgandi ef skýrslan sem hann skilaði frá sér vegna greiningarinnar verði notuð sem grundvöllur frekari stefnumótunar fyrir DV. „Ég hef nú þegar rætt við fagfólk sem staðfestir að vinnubrögð sem þessi samræmist ekki þeim gæðakröfum sem venjulega eru gerðar til SWOT-greiningar; Eggert hljóti að hafa farið út fyrir hlutverk sitt." Í bréfinu segir Jóhann einnig frá viðbrögðum við fréttaskrifum hans. „Ég er óflokksbundinn en frjálslyndur og vinstrisinnaður, með sterkar skoðanir á mannréttindamálum. Ég hef aldrei farið í grafgötur með það en skrifað með krítískum hætti bæði um hægrimenn og vinstrimenn. Fyrir það hef ég þurft að þola aðkast á götum úti frá áhrifafólki innan Sjálfstæðisflokksins. Að sama skapi hefur ráðherra flokksins hringt í ritstjóra og beðið hann um að reka mig og samstarfsmann minn auk þess sem pólitískur aðstoðarmaður ráðherra fer nú fram á að við verðum dæmdir í fangelsi." Jóhann segist hafa fært fórnir fyrir blaðið. „Mér finnst ég ekki eiga svona framkomu skilið. Ég hef unnið á DV í þrjú ár og er stoltur af störfum mínum. Mér þykir vænt um blaðið og hef fært fórnir fyrir það," útskýrir hann og bætir við: „Þetta er hundleiðinlegt, en öllu verra er þegar árásirnar koma bakdyramegin frá. Eggerti Skúlasyni var falið að vinna SWOT-greiningu á fyrirtækinu. Eins og rökstutt hefur verið annars staðar er plaggið hans hrákasmíð. Eftir að hafa heyrt af dylgjum hans í minn garð og misheppnuðum tilraunum til að etja samstarfsfólki gegn mér – án þess að ég fengi að verja mig – hef ég verulegar efasemdir um að Eggerti hafi gengið gott eitt til þegar hann útbjó skýrslu sína."
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Sjá meira