Segir Eggert hafa dylgjað um sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. nóvember 2014 22:43 Jóhann Páll segir Eggert hafa dylgjað um sig. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, hefur sent bréf til stjórnenda blaðsins þar sem fram kemur að honum hafi verið tjáð að nafn hans hafi iðulega borið á góma þegar Eggert Skúlason ræddi við aðra starfsmenn fyrirtækisins vegna greiningar sem hann vann á starfsemi blaðsins. Jóhann birti bréfið einnig á Facebook-síðu sinni. „Ólíkt öðrum starfsmönnum DV varð ég ekki þess heiðurs aðnjótandi að fá að ræða við Eggert Skúlason almannatengil, né fékk ég að svara netkönnun hans," ritar Jóhann til yfirmanna sinna og heldur áfram: „Hins vegar er mér sagt að hann hafi nafngreint mig sérstaklega í viðtölum við starfsfólk, þráspurt leiðandi spurninga um mig og mína persónu og dylgjað um að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum mínum á DV. Gagnrýndi hann sérstaklega skrif okkar Jóns Bjarka um lekamálið og málefni Hönnu Birnu, fréttaflutning sem við höfum hlotið blaðamannaverðlaun fyrir. Jóhann segir enn fremur að honum þætti það móðgandi ef skýrslan sem hann skilaði frá sér vegna greiningarinnar verði notuð sem grundvöllur frekari stefnumótunar fyrir DV. „Ég hef nú þegar rætt við fagfólk sem staðfestir að vinnubrögð sem þessi samræmist ekki þeim gæðakröfum sem venjulega eru gerðar til SWOT-greiningar; Eggert hljóti að hafa farið út fyrir hlutverk sitt." Í bréfinu segir Jóhann einnig frá viðbrögðum við fréttaskrifum hans. „Ég er óflokksbundinn en frjálslyndur og vinstrisinnaður, með sterkar skoðanir á mannréttindamálum. Ég hef aldrei farið í grafgötur með það en skrifað með krítískum hætti bæði um hægrimenn og vinstrimenn. Fyrir það hef ég þurft að þola aðkast á götum úti frá áhrifafólki innan Sjálfstæðisflokksins. Að sama skapi hefur ráðherra flokksins hringt í ritstjóra og beðið hann um að reka mig og samstarfsmann minn auk þess sem pólitískur aðstoðarmaður ráðherra fer nú fram á að við verðum dæmdir í fangelsi." Jóhann segist hafa fært fórnir fyrir blaðið. „Mér finnst ég ekki eiga svona framkomu skilið. Ég hef unnið á DV í þrjú ár og er stoltur af störfum mínum. Mér þykir vænt um blaðið og hef fært fórnir fyrir það," útskýrir hann og bætir við: „Þetta er hundleiðinlegt, en öllu verra er þegar árásirnar koma bakdyramegin frá. Eggerti Skúlasyni var falið að vinna SWOT-greiningu á fyrirtækinu. Eins og rökstutt hefur verið annars staðar er plaggið hans hrákasmíð. Eftir að hafa heyrt af dylgjum hans í minn garð og misheppnuðum tilraunum til að etja samstarfsfólki gegn mér – án þess að ég fengi að verja mig – hef ég verulegar efasemdir um að Eggerti hafi gengið gott eitt til þegar hann útbjó skýrslu sína." Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, hefur sent bréf til stjórnenda blaðsins þar sem fram kemur að honum hafi verið tjáð að nafn hans hafi iðulega borið á góma þegar Eggert Skúlason ræddi við aðra starfsmenn fyrirtækisins vegna greiningar sem hann vann á starfsemi blaðsins. Jóhann birti bréfið einnig á Facebook-síðu sinni. „Ólíkt öðrum starfsmönnum DV varð ég ekki þess heiðurs aðnjótandi að fá að ræða við Eggert Skúlason almannatengil, né fékk ég að svara netkönnun hans," ritar Jóhann til yfirmanna sinna og heldur áfram: „Hins vegar er mér sagt að hann hafi nafngreint mig sérstaklega í viðtölum við starfsfólk, þráspurt leiðandi spurninga um mig og mína persónu og dylgjað um að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum mínum á DV. Gagnrýndi hann sérstaklega skrif okkar Jóns Bjarka um lekamálið og málefni Hönnu Birnu, fréttaflutning sem við höfum hlotið blaðamannaverðlaun fyrir. Jóhann segir enn fremur að honum þætti það móðgandi ef skýrslan sem hann skilaði frá sér vegna greiningarinnar verði notuð sem grundvöllur frekari stefnumótunar fyrir DV. „Ég hef nú þegar rætt við fagfólk sem staðfestir að vinnubrögð sem þessi samræmist ekki þeim gæðakröfum sem venjulega eru gerðar til SWOT-greiningar; Eggert hljóti að hafa farið út fyrir hlutverk sitt." Í bréfinu segir Jóhann einnig frá viðbrögðum við fréttaskrifum hans. „Ég er óflokksbundinn en frjálslyndur og vinstrisinnaður, með sterkar skoðanir á mannréttindamálum. Ég hef aldrei farið í grafgötur með það en skrifað með krítískum hætti bæði um hægrimenn og vinstrimenn. Fyrir það hef ég þurft að þola aðkast á götum úti frá áhrifafólki innan Sjálfstæðisflokksins. Að sama skapi hefur ráðherra flokksins hringt í ritstjóra og beðið hann um að reka mig og samstarfsmann minn auk þess sem pólitískur aðstoðarmaður ráðherra fer nú fram á að við verðum dæmdir í fangelsi." Jóhann segist hafa fært fórnir fyrir blaðið. „Mér finnst ég ekki eiga svona framkomu skilið. Ég hef unnið á DV í þrjú ár og er stoltur af störfum mínum. Mér þykir vænt um blaðið og hef fært fórnir fyrir það," útskýrir hann og bætir við: „Þetta er hundleiðinlegt, en öllu verra er þegar árásirnar koma bakdyramegin frá. Eggerti Skúlasyni var falið að vinna SWOT-greiningu á fyrirtækinu. Eins og rökstutt hefur verið annars staðar er plaggið hans hrákasmíð. Eftir að hafa heyrt af dylgjum hans í minn garð og misheppnuðum tilraunum til að etja samstarfsfólki gegn mér – án þess að ég fengi að verja mig – hef ég verulegar efasemdir um að Eggerti hafi gengið gott eitt til þegar hann útbjó skýrslu sína."
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira