Ísland mætir Belgíu í vináttulandsleik í Brussel á miðvikudagskvöld en fjórum dögum síðar halda strákarnir okkar til Tékklands fyrir leik í undankeppni EM 2016.
Christian Benteke snýr aftur í landslið Belga eftir meiðsli en Wilmots tilkynnti einnig að hann muni vera í byrjunarliðinu gegn Íslandi, sem og Moussa Dembele, miðjumaður hjá Tottenham.
Benteke missti af HM í sumar vegna meiðsla og Wilmots var því sérlega ánægður með að geta kallað hann aftur í landslið sitt.
Dennis Praet, miðjumaður Anderlecht, er verðlaunaður með landsliðssæti fyrir góða frammistöðu með liði sínu á tímabilinu.
Lið Belgíu er gríðarlega vel skipað en liðið er í fjórða sæti styrkleikalista FIFA og er þar næstefsta Evrópuþjóðin á blaði.
Markverðir: Thibaut Courtois (Chelsea), Jean-François Gillet (Torino), Simon Mignolet (Liverpool)
Varnarmenn: Toby Alderweireld (Southampton), Laurent Ciman (Standard), Jason Denayer (Celtic), Nicolas Lombaerts (Zenit St.-Petersburg), Sebastien Pocognoli (West Bromwich Albion), Anthony Vanden Borre (Anderlecht), Jan Vertonghen (Tottenham), Vincent Kompany (Manchester City)
Miðjumenn: Nacer Chadli (Tottenham), Kevin De Bruyne (Wolfsburg), Mousa Dembélé (Tottenham), Marouane Fellaini (Manchester United), Radja Nainggolan (AS Roma), Dennis Praet (Anderlecht), Axel Witsel (Zenit Sint-Petersburg)
Sóknarmenn: Christian Benteke (Aston Villa), Yannick Ferreira Carrasco (AS Monaco), Eden Hazard (Chelsea), Adnan Januzaj (Manchester United), Romelu Lukaku (Everton), Dries Mertens (Napoli), Divock Origi (Lille)
Primeur voor mijn followers: @bentekechris20 & @mousadembele zitten in de selectie & zullen tegen IJsland aan de aftrap staan. #belice
— Marc Wilmots (@WilmotsMarc) November 6, 2014