Lokatalan úr Nesi í Aðaldal er 370 laxar Karl Lúðvíksson skrifar 7. nóvember 2014 10:26 Skúli með einn af stóru haustlöxunum af Nessvæðinu í Aðaldal í sumar Veiðimenn liggja þessa dagana yfir veiðitölum liðins sumars og spá í spilin fyrir næsta sumar. Þessa dagana eru veiðimenn að bóka fyrir sumarið 2015 og eftir slaka veiði í sumar er ljóst að einhverjir veiðileyfasalar koma til með að finna fyrir harkalegum samdrætti og er það þegar komið í ljós í nokkrum ánum þar sem föst holl til margra ára hafa dregið sig til baka. Það er þó líka gott að frétta hjá mjög mörgum og Nessvæðið í Laxá í Aðaldal er klárlega eitt af þeim svæðum sem stóð upp úr í sumar enda hefur sjaldan eða í það minnsta ekki mjög lengi verið jafn mikið af stórlaxi skráður þar í bækur. Það er greinilega að veiða og sleppa er að skila sér vel til baka og afraksturinn af þeim árangri meðal annars sjáanlegur í bókunum næsta sumars. Nú er svo komið að svæðið er að verða uppselt en það má líklega telja lausar stangir á fingrum annarrar handar svo þeir sem ætla að tryggja sér stöng næsta sumar þurfa líklega að hafa hraðar hendur. Svæðið á sér stórann aðdáandahóp sem er ekki að leita eftir neinni magnveiði hendur draumnum um að setja í stórlax úr þessu magnaða svæði. Aðrir leigutakar sem bera sig vel eru t.d. Salmon Tails sem halda utan um veiðina í Laxá á Ásum en það er þegar uppselt í hana næsta sumar. Stangveiði Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Könnun um stangveiði á Íslandi Veiði
Veiðimenn liggja þessa dagana yfir veiðitölum liðins sumars og spá í spilin fyrir næsta sumar. Þessa dagana eru veiðimenn að bóka fyrir sumarið 2015 og eftir slaka veiði í sumar er ljóst að einhverjir veiðileyfasalar koma til með að finna fyrir harkalegum samdrætti og er það þegar komið í ljós í nokkrum ánum þar sem föst holl til margra ára hafa dregið sig til baka. Það er þó líka gott að frétta hjá mjög mörgum og Nessvæðið í Laxá í Aðaldal er klárlega eitt af þeim svæðum sem stóð upp úr í sumar enda hefur sjaldan eða í það minnsta ekki mjög lengi verið jafn mikið af stórlaxi skráður þar í bækur. Það er greinilega að veiða og sleppa er að skila sér vel til baka og afraksturinn af þeim árangri meðal annars sjáanlegur í bókunum næsta sumars. Nú er svo komið að svæðið er að verða uppselt en það má líklega telja lausar stangir á fingrum annarrar handar svo þeir sem ætla að tryggja sér stöng næsta sumar þurfa líklega að hafa hraðar hendur. Svæðið á sér stórann aðdáandahóp sem er ekki að leita eftir neinni magnveiði hendur draumnum um að setja í stórlax úr þessu magnaða svæði. Aðrir leigutakar sem bera sig vel eru t.d. Salmon Tails sem halda utan um veiðina í Laxá á Ásum en það er þegar uppselt í hana næsta sumar.
Stangveiði Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Kvennahollin gera það gott við Langá Veiði Könnun um stangveiði á Íslandi Veiði