Fótbolti

Svíar í sárum: Erum verri en Grænhöfðaeyjar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eric Hamrén er með sænska landsliðið ellefu sætum fyrir neðan það íslenska.
Eric Hamrén er með sænska landsliðið ellefu sætum fyrir neðan það íslenska. vísir/getty
Eins og greint var frá í morgun er Ísland besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum samkvæmt nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.

Strákarnir okkar hoppa upp um sex sæti og eru nú í 28. sæti, fjórum sætum fyrir ofan Danmörku sem er næsta Norðurlandaþjóðin á listanum.

Svíar falla niður um sjö sæti og eru í 39. sæti eftir jafntefli við Rússa og 2-0 sigur á Lichtenstein í síðustu leikjum liðsins í undankeppni EM.

„Svíþjóð er nú lélegra í fótbolta en Grænhöfðaeyjar, ef þið takið mark á FIFA-listanum,“ skrifar Sebastian Mattsson, blaðamaður Expressen, á vefsíðu blaðsins í morgun.

„Það virtist ljóst að útkoman yrði ekki falleg fyrir Svíþjóð og það var rétt. Svíþjóð er nú í 39. sæti, sjö sætum neðar en á síðasta lista. Það þýðir að Svíar eru nú fyrir neðan lönd eins og Skotland, Grænhöfðaeyjar og Slóveníu,“ skrifar Mattsson, sem getur þó samgleðst með samlanda sínum Lars Lagerbäck.

„Á sama tíma getum við sem Svíar aðeins fagnað. Íslenska landsliðið hans Lars Lagerbäcks er í 28. sæti, ellefu sætum fyrir ofan Svía,“ segir á vefsíðu Expressen.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×