Barcelona á flesta uppalda leikmenn í bestu deildum Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2014 22:30 Andres Iniesta og Lionel Messi. Vísir/Getty Unglingastarf Barcelona hefur skilað flestum leikmönnum inn í bestu deildir Evrópu í dag samkvæmt nýrri rannsókn hjá CIES Football Observatory. Alls eru 43 leikmenn að spila í bestu deildum Evrópu sem fóru á sínum tíma í gegnum La Masia akademíuna hjá Barcelona en þá er verið að tala um toppdeildarnar í England, Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi og á Spáni. Manchester United er í öðru sæti á þessum lista með 36 leikmenn, tveimur fleiri en Real Madrid sem er með 34 uppalda leikmenn sem eru að spila í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Real Madrid er aftur á móti í öðru sæti yfir uppalda leikmenn sem eru að spila með öðrum félögum. Þrettán af umræddum 43 leikmönnum Barcelona eru enn að spila með félaginu en 30 leikmenn eru að spila annarsstaðar og þar á meðal eru menn eins og Cesc Fabregas (Chelsea), Thiago Alcantara (Bayern München), Christian Tello (Porto) og Stoke-leikmennirnir Bojan Krkic og Marc Muniesa. Arsenal kemur næst á eftir Manchester United í framleiðslunni af ensku liðunum en 15 af 22 uppöldum leikmönnum Arsenal eru ekki að spila með félaginu. Aston Villa er þriðja hæsta enska liðið og Manchester City, Chelsea og Tottenham hafa síðan öll skilað tólf leikmönnum en Liverpool er hvergi sjáanlegt á topplistanum,Flestir uppaldir leikmenn í einni af fimm bestu deildum Evrópu: 1. Barcelona, Spáni 43 2. Manchester United, Englandi 36 3. Real Madrid, Spáni 34 4. Lyon, Frakklandi 33 5. Paris Saint Germain, Frakklandi, 27 6. Athletic Bilbao, Spáni 24 6. Real Sociedad, Spáni 24 6. Stade Rennais, Frakklandi 24 9. Bordeaux, Frakklandi 22 9.Lens, Frakklandi 22 9. Arsenal, Englandi 22 9. Atalanta, Ítalíu 22 Hér fyrir neðan má síðan sjá töflu sem fylgdi frétt ESPN um þessa nýju rannsókn en þar eru öll liðin sem hafa skilað leikmönnum inn í bestu deildir Evrópu.Barcelona top homegrown talent table with 43, according to @sportCIES research. Man Utd in 2nd http://t.co/askWSFp75t pic.twitter.com/tkWgbQC9sy— ESPN FC (@ESPNFC) October 28, 2014 Enski boltinn Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Unglingastarf Barcelona hefur skilað flestum leikmönnum inn í bestu deildir Evrópu í dag samkvæmt nýrri rannsókn hjá CIES Football Observatory. Alls eru 43 leikmenn að spila í bestu deildum Evrópu sem fóru á sínum tíma í gegnum La Masia akademíuna hjá Barcelona en þá er verið að tala um toppdeildarnar í England, Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi og á Spáni. Manchester United er í öðru sæti á þessum lista með 36 leikmenn, tveimur fleiri en Real Madrid sem er með 34 uppalda leikmenn sem eru að spila í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Real Madrid er aftur á móti í öðru sæti yfir uppalda leikmenn sem eru að spila með öðrum félögum. Þrettán af umræddum 43 leikmönnum Barcelona eru enn að spila með félaginu en 30 leikmenn eru að spila annarsstaðar og þar á meðal eru menn eins og Cesc Fabregas (Chelsea), Thiago Alcantara (Bayern München), Christian Tello (Porto) og Stoke-leikmennirnir Bojan Krkic og Marc Muniesa. Arsenal kemur næst á eftir Manchester United í framleiðslunni af ensku liðunum en 15 af 22 uppöldum leikmönnum Arsenal eru ekki að spila með félaginu. Aston Villa er þriðja hæsta enska liðið og Manchester City, Chelsea og Tottenham hafa síðan öll skilað tólf leikmönnum en Liverpool er hvergi sjáanlegt á topplistanum,Flestir uppaldir leikmenn í einni af fimm bestu deildum Evrópu: 1. Barcelona, Spáni 43 2. Manchester United, Englandi 36 3. Real Madrid, Spáni 34 4. Lyon, Frakklandi 33 5. Paris Saint Germain, Frakklandi, 27 6. Athletic Bilbao, Spáni 24 6. Real Sociedad, Spáni 24 6. Stade Rennais, Frakklandi 24 9. Bordeaux, Frakklandi 22 9.Lens, Frakklandi 22 9. Arsenal, Englandi 22 9. Atalanta, Ítalíu 22 Hér fyrir neðan má síðan sjá töflu sem fylgdi frétt ESPN um þessa nýju rannsókn en þar eru öll liðin sem hafa skilað leikmönnum inn í bestu deildir Evrópu.Barcelona top homegrown talent table with 43, according to @sportCIES research. Man Utd in 2nd http://t.co/askWSFp75t pic.twitter.com/tkWgbQC9sy— ESPN FC (@ESPNFC) October 28, 2014
Enski boltinn Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira