Tómas Ingi: Gefum ekkert upp um það Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2014 11:00 Strákarnir komust í umspilið með því að ná flottu jafntefli gegn sterku liði Frakka á útivelli. vísir/afp Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu mætir Dönum í dag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 sem fram fer í Tékklandi næsta sumar. Leikurinn í kvöld verður spilaður í Álaborg. Danska liðið er firnasterkt, en það rúllaði upp sínum riðli þar sem það vann átta leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði ekki leik. Dönsku strákarnir skoruðu 37 mörk og fengu aðeins á sig níu. Það er ljóst að okkar strákar þurfa á öllu sínu að halda í kvöld, en það eru einhver meiðslavandræði í hópnum. Aðstoðarþjálfarinn Tómas Ingi Tómasson vildi þó ekki ræða þau neitt frekar við Vísi í morgun. Það á ekki að gefa Dönum neitt forskot. „Þetta kemur ekki í ljós fyrr en rétt fyrir leikinn, en það er ekkert sem við getum rætt. Það eru ýmsir hlutir sem við þurfum að skoða. Við gefum samt ekkert upp um það núna,“ segir Tómas Ingi, en staðfestir þó að standið á hópnum sé ekki 100 prósent.Tómas Ingi Tómasson.vísir/vilhelmDanska virtist verða fyrir blóðtöku fyrir umspilssleikina þegar margir af bestu leikmönnunum voru kallaðir í A-landsliðið. Liðið er engu að síður mjög sterkt. „Í raun og veru er ekkert búið að taka af þeim miðað við liðið sem hefur spilað síðustu leiki. Þetta er bara sama lið og er búið að vera að vinna leiki stórt,“ segir Tómas Ingi, en þessir árgangar sem nú spila í danska U21 árs landsliðinu svipa til gullkynslóðar Íslands sem fór á EM fyrir þremur árum. „Þetta er svolítið þannig. Ef litið er yfir hópinn þá eru þessir leikmenn að spila á flottum stöðum í heiminum. Þarna er mikið af góðum leikmönnum og það má líkja þessu saman við liðið sem við vorum með fyrir nokkrum árum.“ Það er ljóst að danska liðið er sterkt á báðum endum vallarins eins og stigasöfnun og markatala þess gefur til kynna. Það er gott á báðum endum vallarins. „Þeir eru virkilega góðir á boltann og mjög hraðir fram á við. Þeir eru með marga góða gegnumbrotsleikmenn sem koma hlaupandi á vörnina með þrjá til fjóra menn í hvert einasta skipti,“ segir Tómas Ingi. „Styrkur liðsins í vörninni er líka gífurlegur. Við þurfum bara að mæta í vinnuna og vera duglegir. Að vera þéttir fyrir í vörninni skiptir miklu máli í kvöld.“ Lykilatriði fyrir íslenska liðið í kvöld er að ná góðum úrslitum til að vera í séns fyrir seinni leikinn hér heima sem fram fer á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. „Við verðum að reyna að fá góð úrslit með okkur heim til að „tjúna“ leikinn heima upp. Þetta eru tveir hálfleikar, reyndar svolítið langir, en það verður að spila þá báða vel. Við erum tilbúnir og nú þurfum við bara að sjá hvað við uppskerum fyrir alla vinnuna sem við höfum lagt á okkur,“ segir Tómas Ingi Tómasson. Íslenski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Sjá meira
Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu mætir Dönum í dag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 sem fram fer í Tékklandi næsta sumar. Leikurinn í kvöld verður spilaður í Álaborg. Danska liðið er firnasterkt, en það rúllaði upp sínum riðli þar sem það vann átta leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði ekki leik. Dönsku strákarnir skoruðu 37 mörk og fengu aðeins á sig níu. Það er ljóst að okkar strákar þurfa á öllu sínu að halda í kvöld, en það eru einhver meiðslavandræði í hópnum. Aðstoðarþjálfarinn Tómas Ingi Tómasson vildi þó ekki ræða þau neitt frekar við Vísi í morgun. Það á ekki að gefa Dönum neitt forskot. „Þetta kemur ekki í ljós fyrr en rétt fyrir leikinn, en það er ekkert sem við getum rætt. Það eru ýmsir hlutir sem við þurfum að skoða. Við gefum samt ekkert upp um það núna,“ segir Tómas Ingi, en staðfestir þó að standið á hópnum sé ekki 100 prósent.Tómas Ingi Tómasson.vísir/vilhelmDanska virtist verða fyrir blóðtöku fyrir umspilssleikina þegar margir af bestu leikmönnunum voru kallaðir í A-landsliðið. Liðið er engu að síður mjög sterkt. „Í raun og veru er ekkert búið að taka af þeim miðað við liðið sem hefur spilað síðustu leiki. Þetta er bara sama lið og er búið að vera að vinna leiki stórt,“ segir Tómas Ingi, en þessir árgangar sem nú spila í danska U21 árs landsliðinu svipa til gullkynslóðar Íslands sem fór á EM fyrir þremur árum. „Þetta er svolítið þannig. Ef litið er yfir hópinn þá eru þessir leikmenn að spila á flottum stöðum í heiminum. Þarna er mikið af góðum leikmönnum og það má líkja þessu saman við liðið sem við vorum með fyrir nokkrum árum.“ Það er ljóst að danska liðið er sterkt á báðum endum vallarins eins og stigasöfnun og markatala þess gefur til kynna. Það er gott á báðum endum vallarins. „Þeir eru virkilega góðir á boltann og mjög hraðir fram á við. Þeir eru með marga góða gegnumbrotsleikmenn sem koma hlaupandi á vörnina með þrjá til fjóra menn í hvert einasta skipti,“ segir Tómas Ingi. „Styrkur liðsins í vörninni er líka gífurlegur. Við þurfum bara að mæta í vinnuna og vera duglegir. Að vera þéttir fyrir í vörninni skiptir miklu máli í kvöld.“ Lykilatriði fyrir íslenska liðið í kvöld er að ná góðum úrslitum til að vera í séns fyrir seinni leikinn hér heima sem fram fer á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. „Við verðum að reyna að fá góð úrslit með okkur heim til að „tjúna“ leikinn heima upp. Þetta eru tveir hálfleikar, reyndar svolítið langir, en það verður að spila þá báða vel. Við erum tilbúnir og nú þurfum við bara að sjá hvað við uppskerum fyrir alla vinnuna sem við höfum lagt á okkur,“ segir Tómas Ingi Tómasson.
Íslenski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Sjá meira