Fótbolti

Fær nítján ára markahrókur tækifærið í kvöld?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar
Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands.
Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands. Vísir/Valli
Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, sagði óvíst að Jānis Ikaunieks fengi tækifæri gegn Íslandi í kvöld en þessi nítján ára miðjumaður hefur slegið í gegn í heimalandinu.

Pahars sagði á blaðamannafundi sínum á Skonto-leikvanginum í gær að Ikaunieks væri vissulega afar efnilegur en að allra mikilvægast væri fyrir hann að öðlast reynslu með því að æfa og vera í kringum A-landsliðið.

Mikið er um meiðsli í hópi Pahars og gæti hann því neyðst að gefa Ikaunieks hans fyrstu mínútur með A-landsliðinu í kvöld.

Ikaunieks leikur með FK Liepāja sem er í fimmta sæti deildarinnar sem telur alls tíu lið. Hann er markahæstur í lettnesku úrvalsdeildinni með 21 mark í 29 leikjum en hann hefur lagt upp níu að auki.

Þess má geta að Valērijs Šabala, sem einnig er nítján ára, er yngsti markaskorari Lettlands frá upphafi. Hann hefur þrátt fyrir ungan aldur skorað fimm mörk í ellefu landsleikjum til þessa og er á mála hjá Club Brugge í Belgíu.

Šabala var lánaður til Anorthosis Famagusta á Kýpur fyrir tímabilið en þar hefur hann lítið fengið að spila og ekki enn náð að skora.


Tengdar fréttir

Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag

Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×