Lekamálið tekið til efnislegrar meðferðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2014 12:49 Gísli Freyr Valdórsson er fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra. Vísir/GVA Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar í lekamálinu var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið verður því tekið til efnislegrar meðferðar en ekki liggur fyrir hvenær það verður. Gísli Freyr er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi en hann á að hafa „látið óviðkomandi í té efni samantektar er bar yfirskriftina „Minnisblað varðandi Tony Omos,““ eins og segir í ákæru. Búist er við því að aðalmeðferð málsins fari fram á einum degi en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð mun fara fram vegna mikils álags á héraðsdóm.Deilt um læk saksóknara Þegar frávísunarkrafa Gísla Freys var tekin til meðferðar þann 9. september síðastliðinn spannst umræðan aðallega að hlutlægnisskyldu ákæruvaldsins. Fannst verjanda Gísla Freys að rannsóknaraðili hefði einblínt á það sem gæti bent til sektar umbjóðanda síns en leitt hjá sér öll atriði sem ýtt gætu undir sakleysi hans. Þannig hafi hlutlægnisskyldu ekki verið gætt. Þá sagði verjandi saksóknara jafnframt vanhæfan í málinu vegna þess að hann hafði „lækað“ við færslu á Facebook. Saksóknari mótmælti þessu og sagði að engin þátttaka fælist í umræðunni með „lækinu“ á Facebook. Það væri ekki verið að taka afstöðu til sakarefnisins og því fráleitt að víkja frá málinu vegna þessa. Það lægi ekki einu sinni ljóst fyrir hvað það var sem saksóknari hafi fundist fyndið; skopskyn manna sé misjafnt og kannski hafi honum fundist eitthvað allt annað fyndið við málið en þeim sem deildi færslunni frægu.Fannst ákæran óskýr Saksóknari sagði það svo liggja í hlutarins eðli að ákæruvaldið teldi Gísla Frey sekan. Afstaða hefði verið tekin til þess þegar gefin var út ákæra. Ákæruvaldið telji að gögn málsins sýni fram á sekt hans og í því fælist ekki hlutlægni. Verjandi Gísla fór þar að auki fram á að málinu yrði vísað frá vegna þriggja annarra atriða. Í fyrsta lagi var farið fram á frávísun vegna þess hve ákæran er óskýr, í öðru lagi fyrir brot gegn meðalhófsreglu og í þriðja lagi fyrir brot gegn jafnræðisreglu. Saksóknari hafnaði þessu öllu og fór fram á að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar. Dómari féllst ekki á rök verjanda Gísla Freys og því aðalmeðferð handan við hornið. Lekamálið Tengdar fréttir Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22 Vill bíða með allar yfirlýsingar varðandi ákæruna "Ég lýsti yfir sakleysi mínu hér í dag,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í samtali við Vísi í morgun. 16. september 2014 10:39 Segir upplýsingar um Omos hafa verið skoðaðar um miðja nótt Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður hefur verið í lekamálinu, segir að samantekt sú er upplýsingarnar byggði á hafi verið skoðuð á innra drifi innanríkisráðuneytisins aðfararnótt 20. nóvember síðastliðinn. 16. september 2014 11:36 Deilt um Facebook-hegðun saksóknara Verjandi Gísla Freys Valdórssonar, sakbornings í lekamálinu, segir saksóknara vanhæfan í málinu vegna þess að hann „lækaði“ við færslu á Facebook. 1. október 2014 12:23 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar í lekamálinu var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið verður því tekið til efnislegrar meðferðar en ekki liggur fyrir hvenær það verður. Gísli Freyr er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi en hann á að hafa „látið óviðkomandi í té efni samantektar er bar yfirskriftina „Minnisblað varðandi Tony Omos,““ eins og segir í ákæru. Búist er við því að aðalmeðferð málsins fari fram á einum degi en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð mun fara fram vegna mikils álags á héraðsdóm.Deilt um læk saksóknara Þegar frávísunarkrafa Gísla Freys var tekin til meðferðar þann 9. september síðastliðinn spannst umræðan aðallega að hlutlægnisskyldu ákæruvaldsins. Fannst verjanda Gísla Freys að rannsóknaraðili hefði einblínt á það sem gæti bent til sektar umbjóðanda síns en leitt hjá sér öll atriði sem ýtt gætu undir sakleysi hans. Þannig hafi hlutlægnisskyldu ekki verið gætt. Þá sagði verjandi saksóknara jafnframt vanhæfan í málinu vegna þess að hann hafði „lækað“ við færslu á Facebook. Saksóknari mótmælti þessu og sagði að engin þátttaka fælist í umræðunni með „lækinu“ á Facebook. Það væri ekki verið að taka afstöðu til sakarefnisins og því fráleitt að víkja frá málinu vegna þessa. Það lægi ekki einu sinni ljóst fyrir hvað það var sem saksóknari hafi fundist fyndið; skopskyn manna sé misjafnt og kannski hafi honum fundist eitthvað allt annað fyndið við málið en þeim sem deildi færslunni frægu.Fannst ákæran óskýr Saksóknari sagði það svo liggja í hlutarins eðli að ákæruvaldið teldi Gísla Frey sekan. Afstaða hefði verið tekin til þess þegar gefin var út ákæra. Ákæruvaldið telji að gögn málsins sýni fram á sekt hans og í því fælist ekki hlutlægni. Verjandi Gísla fór þar að auki fram á að málinu yrði vísað frá vegna þriggja annarra atriða. Í fyrsta lagi var farið fram á frávísun vegna þess hve ákæran er óskýr, í öðru lagi fyrir brot gegn meðalhófsreglu og í þriðja lagi fyrir brot gegn jafnræðisreglu. Saksóknari hafnaði þessu öllu og fór fram á að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar. Dómari féllst ekki á rök verjanda Gísla Freys og því aðalmeðferð handan við hornið.
Lekamálið Tengdar fréttir Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22 Vill bíða með allar yfirlýsingar varðandi ákæruna "Ég lýsti yfir sakleysi mínu hér í dag,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í samtali við Vísi í morgun. 16. september 2014 10:39 Segir upplýsingar um Omos hafa verið skoðaðar um miðja nótt Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður hefur verið í lekamálinu, segir að samantekt sú er upplýsingarnar byggði á hafi verið skoðuð á innra drifi innanríkisráðuneytisins aðfararnótt 20. nóvember síðastliðinn. 16. september 2014 11:36 Deilt um Facebook-hegðun saksóknara Verjandi Gísla Freys Valdórssonar, sakbornings í lekamálinu, segir saksóknara vanhæfan í málinu vegna þess að hann „lækaði“ við færslu á Facebook. 1. október 2014 12:23 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04
Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22
Vill bíða með allar yfirlýsingar varðandi ákæruna "Ég lýsti yfir sakleysi mínu hér í dag,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í samtali við Vísi í morgun. 16. september 2014 10:39
Segir upplýsingar um Omos hafa verið skoðaðar um miðja nótt Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður hefur verið í lekamálinu, segir að samantekt sú er upplýsingarnar byggði á hafi verið skoðuð á innra drifi innanríkisráðuneytisins aðfararnótt 20. nóvember síðastliðinn. 16. september 2014 11:36
Deilt um Facebook-hegðun saksóknara Verjandi Gísla Freys Valdórssonar, sakbornings í lekamálinu, segir saksóknara vanhæfan í málinu vegna þess að hann „lækaði“ við færslu á Facebook. 1. október 2014 12:23